Innlent

Seinn í flug á tæplega 200

Tveir erlendir ferðamenn voru stöðvaðir á Reykjanesbraut í gær, eftir að lögregla hafði mælt bíl þeirra á miklum hraða. Annar mældist á tæplega 190 kílómetra hraða í gærdag og gaf þá skýringu að hann væri að missa af flugi, sem reyndin varð. Hinn mældist á 160 í gærkvöldi þótt hann eigi ekki bókað flug frá landinu fyrr en á morgun. Annars hefur verið óvenjumikið um hraðakstur á Reykjanesbrautinni að undanförnu og eiga þar bæði Íslendingar og útlendingar hlut að máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×