Innlent

Harmar að nokkrir stjórnarmenn VR vilji úr ASÍ

Forseti Alþýðusambands Íslands segist harma það að nokkrir stjórnamanna í VR vilji að félagið segi sig úr sambandinu. Hann segir samstöðu launþegahreyfingarinnar afar mikilvæga á þessum tímum.

Í kvöldfréttum í gær kom fram að nokkrir stjórnarmanna VR vilji að félagið fari úr Alþýðusambandinu. Ástæðurnar eru meðal annars þær að það þyki of kostnaðarsamt og þá hafi stuðningur ASÍ við aðildarviðræður við Evrópusambandið farið fyrir brjóstið á nokkrum þeirra.

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands segir launþegahreyfinginuna sundrast komi til þess að VR gangi út úr sambandinu. Alþýðusambandið hafi talið mikilvægt að sækja um aðild að ESB og að aðildarsamningurinn yrði lagður undir þjóðina sem tæki endanlega afstöðu. Með VR innanborðs verði áhrif launþegahreyfingarinnar sterkari og þá sérstaklega á þessum tímum. Hundað þúsund félagsmenn eru í ASÍ og er VR stærsta félagið þar inni. VR greiðir 70 milljónir á ári til sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×