Fleiri fréttir

Nokkuð um fíkniefnaakstur á Akureyri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti og reyndist hann hafa ekið bíl sínum undir áhrifum fíkniefna. Þetta er fimmti ökumaðurinn sem tekinn er úr umferð á Akureyri fyrir sömu sakir í vikunni og eru þeir orðnir 67 frá áramótum.

Þrettán ára stúlka ók 185 kílómetra í svefni

Þrettán ára stúlka, sem tók jeppabifreið ófrjálsri hendi í Húsafelli aðfaranótt miðvikudags, telur sig hafa ekið bifreiðinni í svefni alla leið frá Húsafelli til Keflavíkur eða 185 kílómetra. Endaði förin á því að hún keyrði út í kant.

Líkamsárás í heimahúsi

Karlmaður ruddist inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur um þrjúleytið í nótt og réðst þar á húsráðanda. Eftir snörp átök náði húsráðandinn að forða sér út og hringja á lögreglu, sem hafði uppi á árásarmanninum skömmu síðar, en húsráðandi þurfti að fara á slysadeild til að láta gera að sárum sínum.

Innbrotsþjófar á ferð um borgina

Þrír karlmenn og ein kona voru handtekin í íbúð í Hólahverfi í Reykjavík um fjögurleytið í nótt, en fólkið hafði brotist þar inn um svalir og var búið að tína til þýfi, þegar lögreglan kom þar að.

Vonar að þjónusta lögreglu versni ekki

„Þjónusta lögreglunnar við borgarana má ekki vera verri, okkar markmið er að þjónustan skerðist ekki, og ég vona að það takist,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Unnið er að tillögum um niðurskurð hjá lögregluembættum landsins hjá dómsmálaráðuneytinu, en óvíst er hvenær þær verða kynntar.

Meiri samfélagslegar skyldur

„Ég er alveg sammála því að það þarf miklu meiri samfélagslegar skyldur og ábyrgð á banka þótt þeir séu í einkaeigu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ummæli Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra í Fréttablaðinu í gær.

Lögblindir greiða fullan nefskatt RÚV

Allir öryrkjar þurfa að greiða fullan nefskatt til Ríkisútvarpsins 1. ágúst næstkomandi. Áður, þegar afnotagjöld voru innheimt af RÚV, fengu öryrkjar 20 prósenta afslátt af afnotagjöldunum. Lögblindir og heyrnarlausir voru hins vegar undanþegnir gjaldinu. Öryrkjabandalagið (ÖBÍ) hefur sent menntamálaráðherra erindi vegna þessa.

Mál vegna eldri brota Icelandair

Iceland Express undirbýr nú málshöfðun á hendur Icelandair vegna Netsmella-tilboða Icelandair. Dómkveðja á matsmenn af héraðsdómi í dag til að meta meint tjón Iceland Express vegna þessa. Í kjölfarið verður svo ákveðið hvort mál verði höfðað.

Íhuga málssókn gegn Garðabæ

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa óskað eftir aðgangi að samningsgerð milli Garðabæjar og Sælkeraveislna ehf. um skólamálsverði í grunnskólum Garðabæjar. Ástæðan er að Ávaxtabíllinn, fyrirtæki innan SVÞ, telur að brotið hafi verið á sér við framkvæmd útboðsins en Ávaxtabíllinn var með lægsta tilboðið. Líklegt er að höfðað verði mál vegna þessa.

Fjölgun brota áhyggjuefni segir dómsmálaráðherra

Innbrotum sem skráð hafa verið hjá lögregluembættum landsins fjölgaði um 78 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru 1.837 innbrot framin á tímabilinu, sem jafngildir því að tíu innbrot séu framin daglega. Þá hefur þjófnaðartilvikum fjölgað um helming, úr 1.613 í 2.440, á fyrstu sex mánuðum ársins.

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Karlmaður var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ýmis kynferðisbrot gegn dóttur sinni í Héraðsdómi Suðurlands í fyrradag. Neitaði hann allri sök í málinu.

Ráðið niðurlögum elds í nágrenni Hafnarfjarðar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barðist við töluverða gróðurelda í mosa og lággróðri, í hrauni í nágrenni Hafnarfjarðar seinni part dags og fram á kvöld. Rétt fyrir ellefu tókst endanlega að slökkva eldana en þyrla Landhelgisgæslunnar tók virkan þátt í slökkvistarfinu.

Þingmönnum var stillt upp við vegg með Icesave samningnum

„Það eru margir óvissuþættir hvað varðar alla útreikninga á skuldbindingum Íslands vegna Icesave samningsins. Ég tel að þinginu hafi verið stillt upp við vegg með undirskrift fjármálaráðherra á samningnum,“ segir Pétur H. Blöndal, nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd, og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Töluvert annríki hjá lögreglu í gær

Töluvert annríki var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en eins og komið hefur fram í fréttum er mikill niðurskurður á fjárlögum til embættisins.

Gríðarleg tækifæri í olíuleit á Drekasvæðinu

Gríðarleg tækifæri bíða Íslendinga vegna olíuleitar við Austur-Grænland, þar sem einhverjar mestu olíulindir jarðar eru taldar leynast. Íslenskt skip verður eitt þriggja skipa í leitarleiðangri, sem hefst í þessari viku, en þau munu nota Ísland sem þjónustumiðstöð.

Vaxandi andstaða stjórnarliða á Icesave samkomulaginu

Vaxandi andstaða er meðal stjórnarliða á Icesave samkomulaginu og engar líkur á því að það verði samþykkt á Alþingi nema með fyrirvara. Varaformaður efnhags- og skattanefndar, Lilja Mósesdóttir, mætti ekki á fund nefndarinnar í morgun þar sem hún treysti sér ekki til að skrifa undir meirihlutaálit nefndarinnar.

Þrjú ný svínaflensutilfelli undanfarin sólarhring

Síðasta sólarhringinn hafa greinst þrjú tilfelli á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1)v og hefur hún því greinst hjá samtals 18 manns frá því í maí síðastliðnum. Þetta kemur fram hjá Landlæknisembættinu.

Segir ekkert að vanbúnaði að afgreiða málið úr nefnd

„Það er nú alltaf matsatriði hvenær umfjöllunin er orðin nægileg," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, en Icesave frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í dag og vísað til meðferðar fjárlaganefndar.

Sendiráðsprestur heimsækir byssustelpur í London

Móðirin sem tjáði sig við fréttastofu í gær varðandi mál dóttur sinnar, sem handtekin var á Englandi í síðustu viku ásamt vinkonu sinni, segir að sendiráðspresturinn, Sigurður Arnarson í London, ætli að heimsækja stúlkurnar. Stúlkurnar tvær eru í varðhaldi í Holloway fangelsinu vegna gruns um vopnað rán þar í landi.

Slökkviliðsmenn fundu eldinn

Slökkviliðið nýtur nú aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við að slökkva gróðureld í Helgarfelli.

Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið.

Birgitta kemur Lilju til varnar

„Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu.

Framhald á svipugöngum Vinstri grænna

Sjálfstæðismenn eru mjög ósáttir við að Icesave málið skyldi hafa verið tekið út úr efnahags- og skattanefnd, segir Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Málið verður ekki rætt frekar í efnahags- og skattanefnd en Tryggvi telur að séu enn að berast nýjar upplýsingar á hverjum

Slökkviliðið leitar að eldsvoða

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leitar að eldsvoða en þeir fengu tilkynningu um reyk við Bláfjallaafleggjara fyrir stundu.

Veðurstofan varar við kuldakasti

Búist er við norðan strekkings vindi seint í nótt með rigningu, en slyddu og jafnvel snjókomu til fjalla, einkum á norðanverðu landinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Sævar kominn fram

Sævar Már Reynisson sem lögreglan, Landsbjörg og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað að síðan í gær, er komin fram.

Hollendingar geta tafið viðræður en ekki hindrað þær

„Formlega séð geta Hollendingar komið í veg fyrir að aðildarviðræðurnar hefjist og þeim ljúki," segir Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir á að það þurfi samhljóða samþykki ráðherraráðsins til að hefja viðræður. „Það verður gefið væntanlega á fundi leiðtoga aðildarríkjana í desember. Síðan

Háskólinn lét undan þrýstingi

„Ég er ótrúlega ánægður með Háskólann að hafa leiðrétt þetta," segir Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Ummæli utanríkisráðherra Hollands óskynsamleg

Ummæli utanríkisráðherra Hollands í þarlendum fjölmiðlum um Icesave og Evrópusambandið eru óskynsamleg að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Þingmaður Borgarahreyfingarinnar

Þyrla Gæslunnar leitar Sævars

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að Sævari Má Reynissyni með aðstoð björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Telur gegnsæ hlutafélög geta slegið í gegn

„Þetta gæti smitað til útlanda og orðið form sem menn horfa til um allan heim," segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um tillögu sína um gegnsæ hlutafélög.

Össur hittir forsætisráðherra Svía

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Stokkhólms þar sem hann mun eiga fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar á morgun.

Ólafur Arnarson: Það þarf alvöru menn í skilanefndirnar

„Þú horfir á allt aðra hluti þegar þú ert að velja menn til að stjórna banka annarsvegar og hinsvegar til að skipta þrotabúi," segir Ólafur Arnarson, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi, um að skilanefndir Glitnis og Kaupþings muni hugsanlega fara með hluti kröfuhafa í nýju bönkunum.

Helmingi meiri afli en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði var 55% meiri en í júní í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 10,2% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn í júní síðastliðnum var tæp 128 þúsund tonn samanborið við 61 þúsund tonn í sama mánuði árið áður. Botnfiskafli jókst um rúm 12.000 tonn frá júní í fyrra og nam rúmum 38 þúsund tonnum. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 84 þúsund tonnum sem er um 54 þúsund tonnum meiri afli en í júní 2008. Flatfiskaflinn var rúm 3.700 tonn í júní og jókst um tæp 1.400 tonn frá fyrra ári. Þá nam Skel- og krabbadýraafli 1.314 tonnum samanborið við 2.189 tonna afla í júní í fyrra.

Fótbrotnaði í Esjunni

Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu og frá Akranesi héldu á Esjuna í gærkvöldi til að aðstoða fjallgöngumann,

Þrír handteknir vegna fíkniefnamisferlis

Þrír menn á þrítugsaldri voru handteknir á Selfossi í gærkvöldi eftir að 36 grömm af fíkniefnum fundust í fórum þeirra. Þeir voru á bíl og reyndist ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna.

Banaslys í Álftafirði

Erlend kona um tvítugt lést í gærkvöldi af sárum, sem hún hlaut, þegar jeppi valt ofan í fjöru í Álftafilrði við Ísafjarðardjúp á sjötta tímanum í gær.

Lögreglan leitar að Sævari

Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn leituðu í alla nótt á Nesjavallasvæðinu að Sævari Má Reynissyni, sem saknað hefur verið síðan í gær, en bíll hans fannst mannlaus við Nesjavallaveginn.

Sjá næstu 50 fréttir