Innlent

Nokkuð um fíkniefnaakstur á Akureyri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti og reyndist hann hafa ekið bíl sínum undir áhrifum fíkniefna. Þetta er fimmti ökumaðurinn sem tekinn er úr umferð á Akureyri fyrir sömu sakir í vikunni og eru þeir orðnir 67 frá áramótum. Það er meira en tvöfalt meiri fjöldi en allt árið í fyrra. Til samanburðar hafa 48 ökumenn verið teknir fyrir ölvunarakstur frá áramótum, eða 19 færri en fyrir fíkniefnaakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×