Innlent

Líkamsárás í heimahúsi

Mynd/Guðmundur Þ. Steinþórsson

Karlmaður ruddist inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur um þrjúleytið í nótt og réðst þar á húsráðanda.

Eftir snörp átök náði húsráðandinn að forða sér út og hringja á lögreglu, sem hafði uppi á árásarmanninum skömmu síðar, en húsráðandi þurfti að fara á slysadeild til að láta gera að sárum sínum.

Hann mun ekki vera alvarlega meiddur. Hugsanlegt er er talið að árásarmaðurinn sé handrukkari, en hann verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×