Innlent

Slökkviliðið leitar að eldsvoða

Slökkviliðsmenn telja að dularfulli reykurinn eigi rót sína nálægt Kaldárselinu.
Slökkviliðsmenn telja að dularfulli reykurinn eigi rót sína nálægt Kaldárselinu.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leitar að eldsvoða en þeir fengu tilkynningu um reyk við Bláfjallaafleggjara fyrir stundu.

Slökkviliðið fór á vettvang og verð einskins vísari en sáu þó reykinn sem tilkynnt var um.

Samkvæmt varðstjóra er talið að eldur sé við Helgafell nærri Kaldárseli í Hafnarfirði. Slökkviliðið er á leiðinni þangað í töluðum orðum.

Af gefnu tilefni skal tekið fram að sumarbúðum KFUM og K að Kaldárseli stendur ekki ógn af eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×