Ólafur Arnarson: Það þarf alvöru menn í skilanefndirnar Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 22. júlí 2009 10:15 Ólafur Arnarson, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi. Mynd/Stefán „Þú horfir á allt aðra hluti þegar þú ert að velja menn til að stjórna banka annarsvegar og hinsvegar til að skipta þrotabúi," segir Ólafur Arnarson, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi, um að skilanefndir Glitnis og Kaupþings muni hugsanlega fara með hluti kröfuhafa í nýju bönkunum. Hann skrifaði pistil á vefblaðið Pressuna um hæfi skilanefndarmanna í gærmorgun. „Mér finnst það voðalega skrítið að þessar nefndir, sem voru skipaðar í tímahraki í nauðvörn í byrjun október, skuli enn sitja og fara með þetta. Sérstaklega þegar komið hefur á daginn að það hafa átt sér margvísleg mistök við að skipa mennina í nefndirnar," segir Ólafur í samtali við fréttastofu. En hvaða mistök? „Hæfismistök," segir Ólafur, og bendir meðal annars á að Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, sitji til dæmis í stjórn Alfesca og þiggi milljón á mánuði fyrir. Þar hafi hann setið um árabil fyrir hönd Ólafs Ólafssonar, en Ólafur Arnarson segir hann eiga mikið undir hagstæðri vindátt í skilanefndinni. Hann segir Ólafi ekki hafa verið bolað út úr sínum fyrirtækjum, þrátt fyrir að önnur fyrirtæki, til dæmis Icelandair, hafi verið tekin af eigendum sínum. Fjármálaeftirlitið hefur þó áður svarað því til að seta Árna í stjórn Alfesca hafi almennt ekki áhrif á hæfi hans. Árni sagðist sjálfur ekki ræða málefni Alfesca við samstarfsmenn sína í samtali við fréttastofu RÚV í byrjun árs, og hann viki af fundum þegar svo bæri við. Þá gerir Ólafur hæfi skilanefndarmanna í Landsbankanum einnig að umtalsefni, en þeir munu að vísu ekki fara með hlut í Nýja Landsbankanum. Ólafur sakar skilanefndirnar jafnframt um ýmis afglöp í starfi. Hann talar einkum um sölu á eignum Glitnis í Noregi, og segir þær hafa verið seldar allt of ódýrt. Eins og Vísir greindi frá á síðasta ári var Pal Ringholm, lánagreinandi hjá First Securities, gáttaður á því að starfsemin hafi verið seld á 300 milljónir norskra króna þegar opinbert mat á henni var um 3 milljarðar norskra króna. Hann segir önnur mistök skilanefndanna minni, en þau safnist hins vegar öll saman. Ólafur segist hugsa til þess með skelfingu að skilanefndirnar muni fara með eignarhlut í nýju bönkunum. „Nú á að fara að byggja upp verðmæti í þessum fyrirtækjum og þá þýðir ekkert að vera með einhverja íslenska lögfræðinga og endurskoðendur í því. Það þarf alvöru menn með alvöru burði í þetta." Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Þú horfir á allt aðra hluti þegar þú ert að velja menn til að stjórna banka annarsvegar og hinsvegar til að skipta þrotabúi," segir Ólafur Arnarson, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi, um að skilanefndir Glitnis og Kaupþings muni hugsanlega fara með hluti kröfuhafa í nýju bönkunum. Hann skrifaði pistil á vefblaðið Pressuna um hæfi skilanefndarmanna í gærmorgun. „Mér finnst það voðalega skrítið að þessar nefndir, sem voru skipaðar í tímahraki í nauðvörn í byrjun október, skuli enn sitja og fara með þetta. Sérstaklega þegar komið hefur á daginn að það hafa átt sér margvísleg mistök við að skipa mennina í nefndirnar," segir Ólafur í samtali við fréttastofu. En hvaða mistök? „Hæfismistök," segir Ólafur, og bendir meðal annars á að Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, sitji til dæmis í stjórn Alfesca og þiggi milljón á mánuði fyrir. Þar hafi hann setið um árabil fyrir hönd Ólafs Ólafssonar, en Ólafur Arnarson segir hann eiga mikið undir hagstæðri vindátt í skilanefndinni. Hann segir Ólafi ekki hafa verið bolað út úr sínum fyrirtækjum, þrátt fyrir að önnur fyrirtæki, til dæmis Icelandair, hafi verið tekin af eigendum sínum. Fjármálaeftirlitið hefur þó áður svarað því til að seta Árna í stjórn Alfesca hafi almennt ekki áhrif á hæfi hans. Árni sagðist sjálfur ekki ræða málefni Alfesca við samstarfsmenn sína í samtali við fréttastofu RÚV í byrjun árs, og hann viki af fundum þegar svo bæri við. Þá gerir Ólafur hæfi skilanefndarmanna í Landsbankanum einnig að umtalsefni, en þeir munu að vísu ekki fara með hlut í Nýja Landsbankanum. Ólafur sakar skilanefndirnar jafnframt um ýmis afglöp í starfi. Hann talar einkum um sölu á eignum Glitnis í Noregi, og segir þær hafa verið seldar allt of ódýrt. Eins og Vísir greindi frá á síðasta ári var Pal Ringholm, lánagreinandi hjá First Securities, gáttaður á því að starfsemin hafi verið seld á 300 milljónir norskra króna þegar opinbert mat á henni var um 3 milljarðar norskra króna. Hann segir önnur mistök skilanefndanna minni, en þau safnist hins vegar öll saman. Ólafur segist hugsa til þess með skelfingu að skilanefndirnar muni fara með eignarhlut í nýju bönkunum. „Nú á að fara að byggja upp verðmæti í þessum fyrirtækjum og þá þýðir ekkert að vera með einhverja íslenska lögfræðinga og endurskoðendur í því. Það þarf alvöru menn með alvöru burði í þetta."
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira