Innlent

Íhuga málssókn gegn Garðabæ

ávaxtabíllinn Átti lægsta tilboð í útboð vegna skólamáltíða í Garðabæ. Tilboðinu var hafnað vegna neikvæðrar eiginfjárstöðu.
ávaxtabíllinn Átti lægsta tilboð í útboð vegna skólamáltíða í Garðabæ. Tilboðinu var hafnað vegna neikvæðrar eiginfjárstöðu.
Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa óskað eftir aðgangi að samningsgerð milli Garðabæjar og Sælkeraveislna ehf. um skólamálsverði í grunnskólum Garðabæjar. Ástæðan er að Ávaxtabíllinn, fyrirtæki innan SVÞ, telur að brotið hafi verið á sér við framkvæmd útboðsins en Ávaxtabíllinn var með lægsta tilboðið. Líklegt er að höfðað verði mál vegna þessa.

Ríkiskaup buðu út skólamáltíðir í grunnskólum Garðabæjar fyrir hönd bæjarins og var opnað fyrir tilboðin 12. maí. Garðabær tók tilboði Sælkeraveislna 23. júní. Tilboð Ávaxtabílsins var dæmt ógilt vegna ákvæðis í lögum um að fyrirtæki verða að vera með jákvæða eiginfjárstöðu.

Telur Ávaxtabíllinn ósanngjarnt að miða alfarið við eiginfjárstöðu við núverandi ástand í atvinnulífinu. Segir Ávaxtabíllinn að hann geti staðið undir afborgun skulda og það sé það sem skipti máli. Oft hafi verið gerð undantekning frá þessu ákvæði.

Garðabær telur hins vegar að bindandi samningur hafi komist á milli bæjarins og Sælkeraveislna.

SVÞ óskaði eftir að samningsgerð yrði stöðvuð vegna þeirra vankanta sem voru á útboðinu í kæru 3. júlí. Kærunefnd útboðsmála hafnaði þessu hins vegar í úrskurði 16. júlí þar sem ekki voru taldar líkur á því að brotið hafi verið gegn lögum um opinber innkaup.- vsp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×