Innlent

Banaslys í Álftafirði

Erlend kona um tvítugt lést í gærkvöldi af sárum, sem hún hlaut, þegar jeppi valt ofan í fjöru í Álftafirði við Ísafjarðardjúp á sjötta tímanum í gær.

Alls voru fjögur í bílnum og voru þau öll flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði, en síðan var konan og einn ferðafélagi hennar flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lögð inn á Slysadeild Landspítalans, þar sem konan lést. Félagi hennar slasaðist alvarlega, en mun ekki vera í lifshættu. Hinir tveir, sem voru í bílnum, voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu á Ísafirði þegar gert hafði verið að sárum þeirra. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út úr bílflakinu.

Ekki er enn vitað um tildrög slyssins en lögreglan á Ísafirði og rannsóknanefnd umferðarslysa rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×