Innlent

Háskólinn lét undan þrýstingi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
„Ég er ótrúlega ánægður með Háskólann að hafa leiðrétt þetta," segir Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Hann var rétt í þessu að fá símtal frá skrifstofustjóra nemendaskrár Háskólans, en hún færði honum þær fréttir að fallið verði frá innheimtu vanefndaálags sem lagt hafði verið á skráningargjöld skólans.

„Þetta verður leiðrétt á allra næstu dögum og þeir sem hafa þegar greitt álagninguna fá endurgreitt," segir Arnþór.

Hann segist hafa fengið mikið af bréfum og símtölum eftir að fjölmiðlar sögðu frá álagningunni, 6.750 krónum, sem lagst hafði á skráningargjöldin þrátt fyrir að eindagi þeirra væri ekki fyrr en í ágúst.

Þá segir hann allt hafa brjálast í símanum á skrifstofu nemendaskrár og það hafi greinilega haft tilætluð áhrif, en fjármálanefndin hafði einnig skorað á skólayfirvöld að hætta við álagninguna.

„Þetta eru rosalega mikil gleðitíðindi sem við getum fært stúdentum," segir Arnþór.

Hann segir geta skipt miklu fyrir fátæka námsmenn að sleppa við álagið, sem hann telur að hafi ekki staðist lög.


Tengdar fréttir

Hóta að kvarta undan Háskólanum til umboðsmanns Alþingis

„Við höfum fengið mjög mikið af kvörtunum út af þessu máli," segir Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Nefndin telur að skólinn brjóti lög með sérstakri álagningu á skráningargjöld skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×