Innlent

Þrír handteknir vegna fíkniefnamisferlis

Þrír menn á þrítugsaldri voru handteknir á Selfossi í gærkvöldi eftir að 36 grömm af fíkniefnum fundust í fórum þeirra. Þeir voru á bíl og reyndist ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna. Búið var að pakka efnunum í smásölueiningar og viðurkenndu mennirnir að hafa ætlað að selja þau. Mönnunum var sleppt að yfirheyrslum loknum í nótt.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×