Innlent

Veðurstofan varar við kuldakasti

Veðrið hefur leikið við Íslendinga undanfarna daga.
Veðrið hefur leikið við Íslendinga undanfarna daga.

Búist er við norðan strekkings vindi seint í nótt með rigningu, en slyddu og jafnvel snjókomu til fjalla, einkum á norðanverðu landinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Útlit er fyrir að veður breytist lítið fram á föstudagsmorgun, en þá mun vindur ganga niður á Norðurlandi og síðar einnig á Vestfjörðum.

Blíðviðri hefur leikið um landann undanfarna daga og vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×