Fleiri fréttir

Útskriftarferð til Mallorca: Er óróleg yfir hryðjuverki

„Við erum að fara að vera í Palmanova - þar sem sprengingin var í dag," segir Sólrún Sigvaldadóttir, fráfarandi formaður nemendafélags MK. Árgangur hennar fer í útskriftarferð til eyjunnar Mallorca næsta miðvikudag, en mannskætt hryðjuverk átti sér stað í dag í sama bæ og þau koma til með að dvelja.

Rökræður og þolinmæði sterkustu vopn lögreglu

Mótmæli ársins 2008 eru fyrirferðarmikil í nýrri ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í henni er talað um þær breytingar sem urðu á íslensku samfélagi á haustmánuðum 2008 og fjallað um mótmæli bæði vörubílstjóra og almennings í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslunni segir sjaldan hafa reynt jafn mikið á lögregluna og á síðasta ári.

Gæsluvarðhald yfir lánasjóðssvikurum framlengt

Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir um að hafa svikið tugi milljóna króna út úr Íbúðalánasjóði hefur verið framlengt til fjórða og fimmta ágúst. Hæstiréttur staðfesti gæslulvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms í dag. Fjórði maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru á tvítugs og þrítugsaldi og tókst þeim að blekkja þrjár ríkisstofnanir með fölsuðum pappírum.

Segir þjóðina ekki hafa efni á nornaveiðum

Þjóðin hefur ekki efni á fordómafullum nornaveiðum, hún þarf á reynslufólki úr bankageiranum að halda. Þetta segir fyrrverandi formaður Samtaka kvenna í atvinnurekstri. Fyrst þarf það að biðjast afsökunar á sínum þætti, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor.

Stjórnvöld ekki látin vita af frestun AGS láns

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka málefni Íslands fyrir næsta mánudag, samkvæmt talsmanni sjóðsins. Ríkisstjórninni hefur þó ekki borist formleg tilkynning um þetta.

Mikill munur á tekjum auðmanna

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði.

Hera fékk drátt í höfn

Dragnótarbáturinn Hera ÞH 60 varð fyrir því óhappi að fá nótina í skrúfuna út á Skagafirði nú fyrir stundu, að því er fram kemur á fréttavefnum Feykir.is. Eiður OF 13 frá Ólafsfirði dró bátinn að bryggju í Sauðárkrókshöfn og fengu bátarnir fylgd björgunarsveitarmanna úr Skagfirðingasveit.

Ný útlánastofnun á Íslandi

Nýja útlánastofnunin Uppspretta kemur til með að taka til starfa á landinu þegar hausta tekur. Hér er þó ekki um að ræða hefðbundinn banka, heldur svokallaða örlánamiðlun að asískri fyrirmynd.

Sigurjón Þ. hættur kennslu í HR

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, kemur ekki til með að kenna við Háskólann í Reykjavík á komandi vetri. Eftir hrun hóf hann þar kennslu í ákveðnu námskeiði í verkfræði, en samkvæmt Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, upplýsingafulltrúa Háskólans, stóð aldrei til að hann kenndi meira.

Hættuleg klifurgrind fjarlægð

Klifurgrind á leikssvæði við Engidalsskóla í Hafnarfirði þar sem átta ára stúlka var hætt komin í fyrradag hefur verið tekin niður. Stúlkan sem var að leik í klifurgrindinni festist með reiðhjólahjálminn sinn á milli rimlanna og var nærri köfnuð.

Lögreglan leitaði í bíl Annþórs

Lögreglan gerði leit í bíl Annþórs Karlssonar rétt fyrir utan Selfoss áðan. Annþór keyrir um að hvítum Cadillac Escalade með einkanúmerinu Anni. Vitni sá að búið var að fjarlægja allan farangur úr bílnum og leggja það á leita í bílnum. Ekki er ljóst hvort lögreglan hafi haft staðfestan grun um að ólögleg efni leyndust í bílnum eða hvort um hefðbundið eftirlit lögreglu var að ræða.

AGS lánið frestast

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg.

Laugardagurinn verður þungbúinn um land allt

„Það hafa orðið nokkrar breytingar á spánum frá því sem verið hefur síðustu daga. Laugardagurinn verður þungbúinn um allt land og á sunnanverðu landinu verða myndarlegar skúrir á víð og dreif síðdegis"

Vill fækka lögreglustjórum í einn

Til stendur að lögregluumdæmi landsins verði stækkuð frá því sem nú er og verði 6-8 talsins, og starfi þau undir forystu umdæmisstjóra. Ráðgert er að þeir verði undir stjórn eins lögreglustjóra á landsvísu, sem yrði nýtt embætti. Þannig verði lögregluembættin í landinu sameinuð í eitt lögreglulið. Þetta er á meðal tillagna sem Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti fyrir lögreglustjórum og stjórn Landssambands lögreglumanna í dag. Hafinn er undirbúningur að þessu breytta skipulagi.

Innbrot í bíla hafa nærri tvöfaldast á milli ára

Innbrot í bíla hafa nærri tvöfaldast milli ára samkvæmt tjónaskýrslum Sjóvá. Allt árið í fyrra var Sjóvá tilkynnt um 119 innbrot með tjón að verðmæti 9 milljónir og 400 þúsund krónur.

Ingunn Wernersdóttir greiddi ekki krónu í útsvar árið 2008

Heildargreiðsla í opinber gjöld segir ekki alla söguna um launatekjur viðkomandi aðila. Eins og fram hefur fram á Vísi, greiddi Hreiðar Már Sigurðsson, hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík fyrir árið 2008. Ingunn Wernersdóttir, greiðir ekki krónu í útsvar samkvæmt álagningarskrám fyrir síðasta árs. Því má leiða að því líkum að hún framfleyti sér eingöngu á fjármagnstekjum.

Lögreglan verður með eftirlit í öllum hverfum um helgina

Lögreglan mun halda úti öflugu eftirliti í öllum hverfum um verslunarmannahelgina. Það er fátt óskemmtilegra en að koma heim úr ferðalagi og verða þess var að innbrotsþjófar hafi látið greipar sópa um heimilið. Af þeirri ástæðu munu lögreglumenn fylgjast grannt með íbúðarhúsnæði um

Þorsteinn Már Baldvinsson er skattakóngur Íslands

Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður, sem gegndi stöðu stjórnarfomanns Glitnis banka við hrun bankans, er skattakóngur Íslands árið 2008. Næstur á eftir Þorsteini kemur Hreiðar Már Guðmundsson sem gegndi stöðu bankastjóra Kaupþings við hrun bankans.

Er bíllinn í lagi?

Áður en lagt er af stað í ferðalag geta bíleigendur sjálfir athugað og framkvæmt ýmislegt, til dæmis: Eru dekk og felgur í lagi? Eru dekkin óslitin, mynsturdýpt skal vera minnst 1,6 millimetrar eða ekki meira slitin en svo að þeim sé treystandi út á þjóðvegina, ekki síst malarvegina? Er nóg loft í dekkjunum? Er nóg loft í varadekkinu? Er tjakkur og felgulykill í bílnum?

Milljónatjón þegar Sómabátur brann

Milljónatjón varð þegar mikill eldur gaus upp i hraðfiskibáti af Sómagerð, þar sem hann lá við bryggju í smábátahöfninni í Reykjanesbæ, um eittleytið í nótt.

VG getur vel við unað niðurstöður könnunar

„Þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum þar sem spurt hefur verið um afstöðu til aðildarviðræðna. Ég held að það hljóti að vera afskaplega gott fyrir ríkisstjórnina að finna fyrir þetta miklum stuðningi við viðræðurnar,“ segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, um skoðanakönnun Fréttablaðsins varðandi aðildar­viðræður við Evrópusambandið.

Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður

Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim.

Stefnir í metfjölda ferðamanna í ágúst

Salan erlendis frá stefnir í að vera 16 prósentum meiri í júlí og ágúst hjá Icelandair en á sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög ánægjulegt í þessu árferði. Það stefnir í meiri fjölda en nokkru sinni fyrr á þessum tíma," segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Lögreglumenn þreyttir á breytingum

Lögreglumenn á höfuð­borgarsvæðinu hafa blásið til almenns félagsfundar síðdegis í dag til að ræða ástandið í lögreglumálum í borginni. Lögreglumenn eru ósáttir við nýlegar og væntanlegar breytingar á skipulagi lögreglunnar.

Englendingar hlæja að íslenskri Brown-útstillingu

„Ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi móðgast vegna þessa bols, enda grunar mig nú að Gordon Brown sé ekkert mikið vinsælli úti í heimi en hér á landi,“ segir Benjamin Mark Stacey, afgreiðslumaður verslunarinnar Dogma á Laugaveginum sem sérhæfir sig í stuttermabolum í öllum litum, stærðum og gerðum.

Aðalmeðferð skútusmygls er yfirstaðin

Aðalmeðferð í stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sex eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu staðið að innflutningi á rúmum hundrað kílóum af amfetamíni, kannabisefnum og e-töflum, sem flutt voru til landsins um borð í skútu.

Gengið yfir hálendið á þrjátíu dögum

„Svona ferðalag tekur gríðarlega mikið á og ég er ekki frá því að ég hafi lést um fimm eða sex kíló á þessum þrjátíu dögum. En það er algjörlega þess virði. Reynslan er ótrúleg og það eru forréttindi að fá borgað fyrir að starfa við þetta,“ segir Róbert Þór Haraldsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Róbert kom til byggða á mánudag ásamt sjö erlendum ferðamönnum eftir þrjátíu daga langt ferðalag um hálendi Íslands.

Saving Iceland senda iðnaðarráðherra harðort bréf

Aðgerðahópurinn Saving Iceland hefur nú sent iðnaðarráðherra harðort opið bréf. Þar gagnrýna þau meðal annars viðbrögð Katrínar Júlíusdóttur ráðherra við því þegar samtökin lokuðu ráðuneyti hennar „[...] vegna náttúruspjalla."

Hjálparstofnanir lokaðar yfir sumartímann þrátt fyrir neyð

Það eru engin úrræði fyrir þá sem þurfa á mataraðstoð að halda á meðan lokað er vegna sumarfría hjá góðgerðarsamtökum. Fólk verður bara að bíða til tólfta ágúst, segir formaður Fjölskylduhjálpar. Um sextíu prósent fleiri hafa leitað sér aðstoðar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Íslenskir sólbekkjanotendur óhræddir við krabbamein

Það leikur enginn vafi á því að ljósabekkir valda krabbameini, þetta staðfestir ný könnun Alþjóðakrabbameinsstofnunarinnar. Íslendingar halda þó stíft áfram að stunda bekkina og er brjálað að gera, segir sólbaðsstofustarfsmaður.

Handhafar erlendra greiðslukorta skotið miklu undan

Rökstuddur grunur leikur á að nær allir þeir þrjátíu einstaklingar sem hafa verið til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum greiðslukortum hafi komið verulegum upphæðum undan skattayfirvöldum.

Andlegt áfall: Átta ára stúlka enn að jafna sig

„Þetta er auðvitað andlegt áfall, maður upplifir það eins og maður sé að kafna," segir Herdís Storgaard hjá Forvarnahúsi Sjóvár, um átta ára stúlku sem var hætt komin þegar reiðhjólahjálmur hennar festist í klifurgrind í gær.

Segir trúnaðarsamning endurspegla nauð samningagerðarinnar

„Ég held að bæði í þessum uppgjörssamningi og almennt séu gríðarlega mörg atriði þar sem hallar á Íslendinga," segir Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokks, um uppgjörssamning Íslendinga og Breta vegna Icesave samningsins.

Mun hafa samband við Brown ef og þegar það verður heppilegt

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það sjálfsögðu komi það til greina að hún eigi milliliðalaus samskipti við Gordon Brown forsætisráðherra Breta ef og þegar hún telji það heppilegt og til þess fallið að skila árangri. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu við fyrirspurn Vísis.

Heimasíða RSK hrundi

Heimasíða Ríkisskattstjóra, rsk.is, hrundi nú síðdegis vegna álags. Fyrir þá sem vilja er boðið upp á rafræna álagningaseðla en hægt var að nálgast þá klukkan fjögur í dag. Síðan réði ekki við þann mikla fjölda sem fór þangað inn og féll niður.

Sjá næstu 50 fréttir