Innlent

Lögreglustjóri segir hugmyndir um breytingar á lögreglunni vel unnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Eiríksson lögreglustjóri.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri.
„Ég held bara að þarna sé unnið að fagmennsku og með skynsemi að leiðarljósi og þá held ég að út úr því komi alltaf eitthvað gott," segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra kynnti í morgun hugmyndir um að gera landið að einu lögregluumdæmi fyrir öllum lögreglustjórum á landinu og formanni Landssambands lögreglumanna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar en unnið er að útfærslu á hugmyndinni sem yrði til þess fallin auðvelda hagræðingu í starfsemi lögreglunnar.

„Mér sýnist á því sem búið er að leggja fyrir okkur að ráðuneytið sé að takast a við það erfiða verkefni sem við blasir að skera niður í ríkisrekstrinum og þar á meðal löggæslugeiranum af ábyrgð og skynsemi," segir Stefán.

Hann segir að ekki náist niður svona miklum niðurskurði nema með skipulagsbreytingum. „Og það er akkúrat það sem þarna er verið að leggja fram. Hugmyndir að breyttu skipulagi sem ættu einhvern tímann í náinni framtíð að skila okkur hagræðingu og sparnaði sem á að geta komið fram án þess að við þurfum að skerða þjónustuna jafn verulega og ella hefði blasað við," segir Stefán Eiríksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×