Innlent

Innbrot í bíla hafa nærri tvöfaldast á milli ára

Innbrotum í bíla hefur fjölgað á árinu. Mynd/ Anton Brink.
Innbrotum í bíla hefur fjölgað á árinu. Mynd/ Anton Brink.
Innbrot í bíla hafa nærri tvöfaldast milli ára samkvæmt tjónaskýrslum Sjóvá. Allt árið í fyrra var Sjóvá tilkynnt um 119 innbrot með tjón að verðmæti 9 milljónir og 400 þúsund krónur. Það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um 111 innbrot og tjón að verðmæti 9 milljónir og 400 þúsund krónur. Þessar tölur byggja aðeins á tjónaskýrslum frá einu tryggingafélagi en áætla má að innbrot og tjón séu þrefalt hærri fyrir allt landið. Er fólk hvatt til að skilja aldrei eftir verðmæti í bílum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×