Innlent

Ók upp á umferðareyju við lögreglustöðina

Lögreglumenn í höfuðstöðvum lögreglunnar við Hverfisgötu í Reykjavík hrukku upp við mikinn gauragang um þrjúleytið í nótt og litu út um gluggana. Þar gat að líta óökufæran bíl, sem ekið hafði verið upp á umferðareyju og á umferðarskilti. Þeir hlupu út og náðu ökumannum sem reyndist vera undir áhrifum áfengis. Gat hafði komið á bensíngeymi bílsins og var slökkvilið kallað á vettvang til að hreinsa það upp, en bíllinn var fjarlægður með kranabíl, og ökumaðurinn sefur úr sér í fangageymslum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×