Innlent

Segir þjóðina ekki hafa efni á nornaveiðum

Þjóðin hefur ekki efni á fordómafullum nornaveiðum, hún þarf á reynslufólki úr bankageiranum að halda. Þetta segir fyrrverandi formaður Samtaka kvenna í atvinnurekstri. Fyrst þarf það að biðjast afsökunar á sínum þætti, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor.

Mikil reiði ríkir í þjóðfélaginu eftir að efnahagur okkur hrundi og ljóst að erfiðir tímar eru framundan. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnurekstri segir nú mikilvægara en nokkru sinni áður að þjóðin sýni úr hverju hún er gerð, rífi sig upp úr svartsýninni og vinni sem einn maður að endurreisn samfélagsins. Umræðan í þjóðfélaginu sé of einhæfa og að það sé engum til góðs.

En fyrst verða menn að biðjast afsökunar áður en hægt er að halda áfram, segir Vilhjálmur Bjarnason. Þá segir Margrét að án efa munu einhverjir aðilar verða dregnir til ábyrgðar fyrir sinn þátt í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í og vonandi að réttlát reiði alemnnings fái þá útrás.

Vilhjálmur bendir á að nú þurfi að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag, en bæði Vilhjálmur og Margrét eru sammála um að hér þurfi að rannsaka hvað fór úrskeiðis og hvort menn hafi brotið lög.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×