Innlent

Lögreglan leitaði í bíl Annþórs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Annþór Kristján Karlsson.
Annþór Kristján Karlsson.
Lögreglan gerði leit í bíl Annþórs Karlssonar rétt fyrir utan Selfoss fyrr í dag. Annþór keyrir um að hvítum Cadillac Escalade með einkanúmerinu Anni. Vitni sá að búið var að fjarlægja allan farangur úr bílnum og leggja það á jörðina og leita í bílnum. Ekki er ljóst hvort lögreglan hafi haft staðfestan grun um að ólögleg efni leyndust í bílnum eða hvort um hefðbundið eftirlit lögreglu var að ræða.

Annþór hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl til landsins og var meðal annars dæmdur í í apríl síðastliðnum fyrir smygl á fjóru og hálfu kílói af kókaíni og hálfu kílói af amfetamíni.

Rétt er að taka fram að Annþór sjálfur var ekki í bílnum þegar hann var stöðvaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×