Innlent

Laugardagurinn verður þungbúinn um land allt

Sigurður Þ. Ragnarsson býst við þungbúnum laugardegi.
Sigurður Þ. Ragnarsson býst við þungbúnum laugardegi.

„Það hafa orðið nokkrar breytingar á spánum frá því sem verið hefur síðustu daga. Laugardagurinn verður þungbúinn um allt land og á sunnanverðu landinu verða myndarlegar skúrir á víð og dreif síðdegis" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir ennfremur að meiri vindur sé að reiknast á sunnudeginum og mánudeginum síst þó til landsins á Suðurlandi. " Afdrifríkast breytingin frá því sem verið hefur er að nú er að sjá vætu við Vestmannaeyjar þegar líður á síðdegið á mánudeginum en það kann að hamla flugi. En þetta getur ennþá breyst til batnaðar" segir Sigurður.



En hér kemur spáin byggð á gögnum fimmtudaginn 30. júlí:

Föstudagur 31-júlí 2009:

Norðaustan 3-10 norðvestan og vestan til annars hæg breytileg átt.

Rigning eða skúrir norðan og austan til og á suðausturlandi annars yfirleitt þurrt og bjart með köflum vestan til á suðurlandi og suðvestan til.

Hiti víðast 9-16 stig, svalast nyrst á Vestfjörðum en hlýjast í uppsveitum á Suðurlandi.

Laugardagur 1-ágúst-2009:

Norðan 3-10 á Vestfjörðum, stífastur allra vestast annars yfirleitt hæg breytileg átt. Heldur vaxandi vindur af suðaustri með austan og norðaustanverðu landinu síðdegis.

Þurrt framan af degi suðvestan- og vestan til en skúrir síðdegis og um kvöldið. Annars staðar má búast við skúrum á víð og dreif en styttir upp og léttir til suðaustan- og austanlands síðdegis.

Hiti 8-14 stig, hlýjast til landins.

Sunnudagur 2-ágúst-2009:

Austan og norðaustan 8-13 m/s með ströndum en 3-10 til landsins, hægastur suðvestanlands.

Rigning austan og síðar norðaustan til. Skýja og úrkomulítið norðvestan til og á Vestfjörðum annars þurrt og bjart með köflum sunnan- og suðvestanlands.

Hiti 12-19 stig, hlýjast á vesturhluta landsins.

Mánudagur 3-ágúst-2009:

Norðaustan 8-15 á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og norðvestan til. Einnig við suðaustur- og austurströndina. Annarsstaðar verða 5-10 m/s.

Rigning norðan til og austan annars úrkomulítið framan af degi. Fer að rigna sunnan til síðdegis. Yfirleitt þurrt á landinu vestanverðu.

Hiti 10-16 stig, hlýjast sunnan og suðvestan til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×