Fleiri fréttir Björn Bjarnason vill sérstakan saksóknara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um sérstakan saksóknara vegna rannsóknar á bankahruninu. Það er að tillögu Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara, segir Björn á heimasíðu sinni 7.11.2008 07:08 Boða til mótmæla við höfuðstöðvar VR Hópur félaga í VR hefur boðað til mótmælafundar við höfuðstöðvar félagsins í Húsi verslunarinnar. Hópurinn er óánægður með ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sat í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna og samþykkti hann gjörninginn sem hefur valdið ólgu víða. Stjórn félagsins hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við Gunnar Pál. 7.11.2008 10:43 Vill skipa sérstakan saksóknara í rannsókn á bankahruni Björn Bjarnason segir frá því á heimasíðu sinni nú í kvöld að næsta skref í rannsókn á aðdraganda hruns bankanna sé að skipa sérstakan saksóknara. Ætlar hann að leggja fram frumvarp þess efnis. Líkt og komið hefur fram í fréttum í gær og í dag hafa þeir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og Bogi Nilsson fyrrverandi Ríkissaksóknari hætt vinnu við skýrslu um málið. 6.11.2008 21:12 Kvíðir því að fara í fangelsi Hæstiréttur staðfesti í dag árs fangelsi yfir Þórði Jónsteinssyni fyrir að verða tveimur að bana og stórslasa ungan dreng í umferðarslysi fyrir tæpum tveimur árum. Faðir drengsins og stúlkubarns sem lést í slysinu undrast úrræðaleysi gegn ökuníðingum og segist horfa öðrum augum á lífið. 6.11.2008 19:03 Hæstiréttur sýknar lögreglumenn eftir bumbuslag Hæstiréttur sýknaði í dag tvo lögreglumenn frá Selfossi af tæplega 16 milljón króna skaðabótakröfu frá konu sem heldur því fram að örorka sem hún hlaut eftir slys árið 2003 megi rekja til fyllerísláta lögreglumannanna. 6.11.2008 19:58 Ríkissaksóknari hættur skýrslugerð Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari ætlar ekki að vinna frekar að skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana, sem og um aðdraganda þeirra miklu umskipta sem orðið hafa á rekstrinum. Hann ætlar að bíða framvindu frumvarps um sérstakan saksóknara. Áður hafði forveri hans, Bogi Nilsson sagt sig frá verkefninu þar sem hann taldi sig ekki njóta almenns trausts til að sinna því. 6.11.2008 18:42 VW Tiguan bíll ársins 2009 Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stóð í fimmta sinn fyrir vali á Bíl ársins. Tilkynnt var í dag, fimmtudag, að Volkswagen Tiguan hefði orðið fyrir valinu að þessu sinni. Í umsögn dómnefndarinnar sagði m.a. að “VW Tiguan er yfirburðabíll og ekki aðeins í samanburði við aðra jepplinga. Hann er eins og hugur manns og hyggilegur hvernig sem á er litið. Traustvekjandi bíll í sívaxandi flokki jepplinga og býður upp á skemmtilegar tækninýjungar.” 6.11.2008 20:00 Nýtt viðskiptasetur í húsnæði Landsbankans Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnar Torgið - viðskiptasetur í samvinnu við Landsbankann og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja. Í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagslífinu hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Landsbankann ákveðið að opna nýtt viðskiptasetur þar sem einstaklingar fá aðstöðu og umgjörð til að vinna að viðskiptahugmyndum. 6.11.2008 19:50 Skemmdir unnar á blokk á Vallarheiði Um hádegisbilið var tilkynnt til lögreglu um miklar skemmdir í einni af blokkunum á Vallarheiði, sem ekki er búið í. Þar hafði verið farið um alla blokkina og sprautað úr slökkvitækjum og talsverðar skemmdir unnar á innanstokksmunum. 6.11.2008 19:30 Íslendingar rífa í sig frystikistur Íslendingar búa sig undir harðan vetur og hafa rifið frystikistur, hakkavélar og brauðvélar út úr verslunum. Raftækjaverslanir eru fullar af vínkælum, súkkulaðigosbrunnum, tölvustýrðum ísskápum, sjálfvirkum kaffikönnum og öðru fíneríi, sem enginn vill eða getur fjárfest í. 6.11.2008 18:45 Starfsmenn nýju bankanna verða fyrir aðkasti Starfsmenn nýju bankanna hafa orðið fyrir aðkasti síðustu daga og vikur vegna umdeildra mála innan bankanna sem skekja þjóðfélagið. Nokkur símtöl á dag berast formanni Samtaka starfsmanna fjármálafyrirækja um óhróður og skítkast frá reiðum viðskiptavinum. 6.11.2008 18:45 Margir félagsmenn VR ósáttir með formanninn Félagsmenn í VR eru margir ósáttir við að Gunnar Páll Pálsson, formaður félagsins, hafi tekið þátt í að fella niður ábyrgð starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfa sem þeir áttu í banakanum. Maður sem greitt hefur í félagið í tvo áratugi mætti á skrifstofu VR í dag til að krefjast þess að Gunnar Páll segi af sér. 6.11.2008 18:30 Einkaþoturnar horfnar af Reykjavíkurflugvelli Engin einkaþota var á Reykjavíkurflugvelli í dag, en fyrir um ári mátti hins vegar sjá þar á annan tug slíkra flugvéla. Einhver fækkun hefur orðið á ferðum einkaþotna til og frá landinu, en á óvart kemur þó hve tíðar ferðirnar eru enn. 6.11.2008 18:30 Umdeild Kaupþingsákvörðun verði felld niður Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings sendi frá sér tilkynningu nú fyrir stundu. Þar kemur fram að stjórnarformanni og varaformanni Nýja Kaupþings hafi verið afhent tillaga fyrir hönd starfsmanna bankans. Þar sem óskað er eftir því að vegna yfirtöku Nýja Kaupþings á lánum til starfsmanna vegna hlutafjárkaupa í gamla Kaupþingi samþykki stjórn bankans að leita samninga við starfsmenn um greiðslu á lánunum. 6.11.2008 18:00 800.000 króna sekt vegna áfengisauglýsingar Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason fyrrum ritstjórar DV voru dæmdir til þess að greiða 400.000 króna sekt hvor um sig vegna áfengisauglýsingar sem birtist í DV í desember árið 2005. Dómurinn féll í Hæstarétti en Héraðsdómur hafði áður fellt dóm um 200.000 króna sekt. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilað sératkvæði. 6.11.2008 17:53 Hópur fólks úr atvinnulífinu setur fram Nóvemberáskorunina Hópur fólks úr ólíkum kimum atvinnulífsins og með ólíkan bakgrunn í stjórnmálum hefur sent áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem krafist er brýnna aðgerða í efnahagsmálum og utanríkismálum í ljósi þeirrar afar erfiðu stöðu sem komin er upp í íslensku samfélagi. 6.11.2008 17:40 Ólíklegt að Bretar og Hollendingar geti stöðvað umsókn Íslands Ólíklegt verður að teljast að Bretar og Hollendingar geti stöðva umsókn Íslendinga um lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að mati Ólafs Ísleifssonar hagfræðings og fyrrverandi aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 6.11.2008 17:32 Átta mánaða dómur fyrir skjalafals Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna, fyrir að hafa selt Landsbankanum tryggingarbréf og víxil að upphæð samtals fjórar milljónir króna en hann hafði falsað undirskrift konu á þau. 6.11.2008 17:29 Bið eftir viðbótarfjármögnun tefur IMF umsóknina Geir Haarde forsætisráðherra segir ástæðuna fyrir því að dregist hafi að taka ákvörðun í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga sé sú að ekki sé búið að klára þá viðbótarfjármögnun sem talað hefur verið um. „Þá erum við fyrst og fremst að tala um fjármögnun frá Norðulöndunum sem getur verið í formi lána eða gjaldeyrisskiptasamninga. Þetta er ástæðan fyrir því að þetta er að dragast hjá IMF,“ segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir þó ljóst að ákveðnar þjóðir vilji tengja Icesave málið við umsókn Íslendinga. 6.11.2008 17:00 Krafa um launaleiðréttingu Lofts aftur í hérað Hæstiréttur hefur vísað heim í hérað til endurmeðferðar máli Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, á hendur ríkinu vegna leiðréttingar á launum. 6.11.2008 16:59 Vísaði frá máli jarðeiganda vegna Urriðafossvirkjunar Hæstiréttur hefur staðfest frávísun Hérasdóms Reykjavíkur á þrautaþrautavarakröfu jarðeiganda við Þjórsá sem vildi að staðfest yrði með dómi að eignarréttur ríkisins á vatnsréttindum í Þjórsá í landi Skálmsholtshrauns væri niðurfallinn. 6.11.2008 16:54 Austurrískur gleraugnasali setur Brown út í glugga ,Ég er algjörlega á móti því hvernig Brown hefur hagað sér gagnvart Íslendingum og mér fannst orðið tímabært að eitthvað sýnilegt væri gert," segir Markus Klinger gleraugnasali sem rekur verslunina Sjón á Laugavegi og í Glæsibæ. 6.11.2008 16:44 Sýknaður af ákæru um nauðgun Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni vegna ákæru um kynferðisbrot gegn konu. 6.11.2008 16:43 Björk: Kreppan engin afsökun Björk Guðmundsdóttir sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að efnahagskreppan mætti ekki verða Íslendingum skálkaskjól til að auka losun gróðurhúsalofttegunda. 6.11.2008 15:55 Enginn ómálefnalegur launamunur á milli kynja hjá borginni Enginn ómálefnalegur launamunur á milli kynja reyndist í dagvinnulaunum starfsmanna Reykjavíkurborgar í fyrra samkvæmt nýrri úttekt á launamun kynjanna sem kynnt var í borgarráði í dag. 6.11.2008 15:54 Hafa staðið sig vel í halda yfirgefnum húsum lokuðum Eigendur auðra bygginga í miðborg Reykjavíkur hafa staðið sig vel í að halda þeim lokuðum frá því að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hóf sérstakt átak í að fylgjast með þeim. 6.11.2008 15:41 Birgir ráðinn fjármálastjóri borgarinnar Birgir Björn Sigurjónsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. Ráðning hans var samþykkt einróma á fundi borgarráðs í morgun. 6.11.2008 15:38 Miklar hækkanir á matarkörfunni á milli mánaða Miklar hækkanir voru á vörukörfu ASÍ á milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í september og október. 6.11.2008 15:15 Aðildarviðræður gætu tekið innan við hálft ár Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, telur að aðildarviðræður við Evrópusambandið gætu tekið nokkra mánuði. Þetta kom fram á hádegisfundi Framsóknarflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnarskrána en þar var Eiríkur með framsögu. 6.11.2008 15:05 Fullyrðingar AP fréttastofunnar rangar Fullyrðingar AP fréttastofunnar um að búið sé að afgreiða lánsumsókn Íslendinga um 2,1 milljarð bandaríkjadala eru ekki réttar, að sögn Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanns Geirs Haarde. 6.11.2008 15:03 Fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að vera á varðbergi og láta vita um grunsamlegar mannaferðir, ekki síst í íbúðahverfum. 6.11.2008 15:01 AP segir IMF-lánið í höfn Fullyrt er af fréttastofunni AP að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi samþykkt í gær að lána íslendingum 2,1 millarð dollara. Þetta er þvert á ummæli Geirs H. Haarde sem féllu á Alþingi í dag en þar sagði hann að ákvörðun sjóðsins hefði verið frestað fram á mánudag í næstu viku. 6.11.2008 14:41 Fyrirmunað að skilja hvers vegna bankarnir geti ekki farið leið ÍLS Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir mikilvægt að gefa fólki kost á því að flytja fasteignalán sín úr bönkunum í Íbúðalánasjóð en segir ekki liggja fyrir hvenær slíkt verði hægt. Hún segir jafnframt að sér sé fyrirmunað að skilja hvers vegna ríkisbankarnir geti ekki farið sömu leiðir og Íbúðalánasjóður gagnvart þeim sem eiga í erfiðleikum með sín íbúðalán. 6.11.2008 14:37 Stálu skjávörpum úr Grandaskóla Óprúttnir menn brutust inn í Grandaskóla í Reykjavík fyrr í vikunni og stálu þaðan tveimur skjávörpum. „Þeir hafa ekki fundist, ekki mér vitanlega,” segir Inga Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri í Grandaskóla. 6.11.2008 14:08 Vg leggur fram frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum Þingflokkur Vinstri- grænna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema sérréttindi æðstu embættismanna sem kveðið er á um í hinum umdeildu eftirlaunalögum. 6.11.2008 13:49 Áfengisverð - hið sanna lögmál Fréttir af 5,25 prósenta meðaltalshækkun á vörum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um nýliðin mánaðamót segja ef til vill takmarkaða sögu. Einhverjir höfðu haft spurnir af allt að 25 prósenta hækkun og til að hafa vaðið fyrir neðan sig drifu menn sig í ríkið á föstudaginn og þegar upp var staðið slagaði velta dagsins hátt í 400 milljónir króna. 6.11.2008 13:47 Sektaður fyrir að skalla annan mann Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sektað karlmann um 60 þúsund krónur fyrir aðhafa skallað annan mann í andlitið á skemmistaðnum Græna hattinum á Akureyri í september í fyrra. 6.11.2008 13:23 Borgarstjóri heimsótti Réttarholtsskóla á forvarnardeginum Forvarnardagurinn er nú haldinn í þriðja sinn, undir kjörorðinu „Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli“. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri heimsótti Réttarholtsskóla í morgun, 6.11.2008 13:17 Obama byrjaður að velja í stjórn Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, er þegar byrjaður að velja í stjórn og starfslið sitt. Hann hefur boðið Rahm Emanuel, fulltrúadeildarþingmanni og fyrrverandi ráðgjafa Bills Clintons, að verða starfsmannastjóri sinn. Búist er við að Obama vilji skipa nýjan fjármálaráðherra hið fyrsta en að hann biðji Robert Gates að gegna áfram embætti varnarmálaráðherra. 6.11.2008 12:53 Sækist eftir að stýra Kaupþingi aftur Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, segist munu sækjast eftir því að vera áfram í starfinu, en formaður fjárlaganefndar Alþingis telur að bankastjórar nýju ríkisbankanna hljóti að vera ráðnir tímabundið þar sem störfin hafi ekki verið auglýst enn. 6.11.2008 12:46 Ríkisstjórnin krafin svara á Alþingi - Unnið gegn atvinnuleysi, segir ráðherra Ríkisstjórnin var spurð á því á Alþingi í dag hvað hún ætlaði að geta til að koma í veg fyrir að fólk lenti í greiðsluerfiðleikum og missti jafnvel heimili sín. Forsætisráðherra sagði megináherslu lagða á að koma í veg fyrir mikið og langvarandi atvinnuleysi. 6.11.2008 12:29 Ákvörðun IMF frestað fram á mánudag Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eða IMF, mun fresta því fram á mánudag að taka fyrir beiðni Íslands um 2 milljarða dala lán frá sjóðnum. Þetta sagði Geir Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. 6.11.2008 12:05 Gera ráð fyrir helmingslækkun húsnæðisverðs Á þriðja fjórðungi ársins lækkaði húsnæðisverð á milli ára að nafnvirði í fyrsta skipti frá árinu 1997. Seðlabankinn spáir því að húsnæðisverð haldi áfram að lækka í kjölfar þess að eftirspurn eftir húsnæði dalar vegna fjármálakreppunnar, kaupmáttur rýrnar, framboð lánsfjár dregst saman og erlendir starfsmenn flytja af landi brott. 6.11.2008 11:52 Neyðarstjórn býður þingmönnum á námskeið Hópur sem kallar sig Neyðarstjórn kvenna hefur boðið öllum þingmönnum og fulltrúum í Jafnréttisráði á námskeið í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða. 6.11.2008 11:28 Seðlabankinn gerir ráð fyrir 10% atvinnuleysi í lok næsta árs Reiknað er með að verðbólga fari í 20% í byrjun næsta árs, en hún mældist 15,9% í október. Þetta segir í Peningamálum Seðlabankans, sem kom út í dag. 6.11.2008 11:09 Sjá næstu 50 fréttir
Björn Bjarnason vill sérstakan saksóknara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um sérstakan saksóknara vegna rannsóknar á bankahruninu. Það er að tillögu Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara, segir Björn á heimasíðu sinni 7.11.2008 07:08
Boða til mótmæla við höfuðstöðvar VR Hópur félaga í VR hefur boðað til mótmælafundar við höfuðstöðvar félagsins í Húsi verslunarinnar. Hópurinn er óánægður með ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sat í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna og samþykkti hann gjörninginn sem hefur valdið ólgu víða. Stjórn félagsins hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við Gunnar Pál. 7.11.2008 10:43
Vill skipa sérstakan saksóknara í rannsókn á bankahruni Björn Bjarnason segir frá því á heimasíðu sinni nú í kvöld að næsta skref í rannsókn á aðdraganda hruns bankanna sé að skipa sérstakan saksóknara. Ætlar hann að leggja fram frumvarp þess efnis. Líkt og komið hefur fram í fréttum í gær og í dag hafa þeir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og Bogi Nilsson fyrrverandi Ríkissaksóknari hætt vinnu við skýrslu um málið. 6.11.2008 21:12
Kvíðir því að fara í fangelsi Hæstiréttur staðfesti í dag árs fangelsi yfir Þórði Jónsteinssyni fyrir að verða tveimur að bana og stórslasa ungan dreng í umferðarslysi fyrir tæpum tveimur árum. Faðir drengsins og stúlkubarns sem lést í slysinu undrast úrræðaleysi gegn ökuníðingum og segist horfa öðrum augum á lífið. 6.11.2008 19:03
Hæstiréttur sýknar lögreglumenn eftir bumbuslag Hæstiréttur sýknaði í dag tvo lögreglumenn frá Selfossi af tæplega 16 milljón króna skaðabótakröfu frá konu sem heldur því fram að örorka sem hún hlaut eftir slys árið 2003 megi rekja til fyllerísláta lögreglumannanna. 6.11.2008 19:58
Ríkissaksóknari hættur skýrslugerð Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari ætlar ekki að vinna frekar að skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana, sem og um aðdraganda þeirra miklu umskipta sem orðið hafa á rekstrinum. Hann ætlar að bíða framvindu frumvarps um sérstakan saksóknara. Áður hafði forveri hans, Bogi Nilsson sagt sig frá verkefninu þar sem hann taldi sig ekki njóta almenns trausts til að sinna því. 6.11.2008 18:42
VW Tiguan bíll ársins 2009 Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stóð í fimmta sinn fyrir vali á Bíl ársins. Tilkynnt var í dag, fimmtudag, að Volkswagen Tiguan hefði orðið fyrir valinu að þessu sinni. Í umsögn dómnefndarinnar sagði m.a. að “VW Tiguan er yfirburðabíll og ekki aðeins í samanburði við aðra jepplinga. Hann er eins og hugur manns og hyggilegur hvernig sem á er litið. Traustvekjandi bíll í sívaxandi flokki jepplinga og býður upp á skemmtilegar tækninýjungar.” 6.11.2008 20:00
Nýtt viðskiptasetur í húsnæði Landsbankans Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnar Torgið - viðskiptasetur í samvinnu við Landsbankann og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja. Í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagslífinu hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Landsbankann ákveðið að opna nýtt viðskiptasetur þar sem einstaklingar fá aðstöðu og umgjörð til að vinna að viðskiptahugmyndum. 6.11.2008 19:50
Skemmdir unnar á blokk á Vallarheiði Um hádegisbilið var tilkynnt til lögreglu um miklar skemmdir í einni af blokkunum á Vallarheiði, sem ekki er búið í. Þar hafði verið farið um alla blokkina og sprautað úr slökkvitækjum og talsverðar skemmdir unnar á innanstokksmunum. 6.11.2008 19:30
Íslendingar rífa í sig frystikistur Íslendingar búa sig undir harðan vetur og hafa rifið frystikistur, hakkavélar og brauðvélar út úr verslunum. Raftækjaverslanir eru fullar af vínkælum, súkkulaðigosbrunnum, tölvustýrðum ísskápum, sjálfvirkum kaffikönnum og öðru fíneríi, sem enginn vill eða getur fjárfest í. 6.11.2008 18:45
Starfsmenn nýju bankanna verða fyrir aðkasti Starfsmenn nýju bankanna hafa orðið fyrir aðkasti síðustu daga og vikur vegna umdeildra mála innan bankanna sem skekja þjóðfélagið. Nokkur símtöl á dag berast formanni Samtaka starfsmanna fjármálafyrirækja um óhróður og skítkast frá reiðum viðskiptavinum. 6.11.2008 18:45
Margir félagsmenn VR ósáttir með formanninn Félagsmenn í VR eru margir ósáttir við að Gunnar Páll Pálsson, formaður félagsins, hafi tekið þátt í að fella niður ábyrgð starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfa sem þeir áttu í banakanum. Maður sem greitt hefur í félagið í tvo áratugi mætti á skrifstofu VR í dag til að krefjast þess að Gunnar Páll segi af sér. 6.11.2008 18:30
Einkaþoturnar horfnar af Reykjavíkurflugvelli Engin einkaþota var á Reykjavíkurflugvelli í dag, en fyrir um ári mátti hins vegar sjá þar á annan tug slíkra flugvéla. Einhver fækkun hefur orðið á ferðum einkaþotna til og frá landinu, en á óvart kemur þó hve tíðar ferðirnar eru enn. 6.11.2008 18:30
Umdeild Kaupþingsákvörðun verði felld niður Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings sendi frá sér tilkynningu nú fyrir stundu. Þar kemur fram að stjórnarformanni og varaformanni Nýja Kaupþings hafi verið afhent tillaga fyrir hönd starfsmanna bankans. Þar sem óskað er eftir því að vegna yfirtöku Nýja Kaupþings á lánum til starfsmanna vegna hlutafjárkaupa í gamla Kaupþingi samþykki stjórn bankans að leita samninga við starfsmenn um greiðslu á lánunum. 6.11.2008 18:00
800.000 króna sekt vegna áfengisauglýsingar Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason fyrrum ritstjórar DV voru dæmdir til þess að greiða 400.000 króna sekt hvor um sig vegna áfengisauglýsingar sem birtist í DV í desember árið 2005. Dómurinn féll í Hæstarétti en Héraðsdómur hafði áður fellt dóm um 200.000 króna sekt. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilað sératkvæði. 6.11.2008 17:53
Hópur fólks úr atvinnulífinu setur fram Nóvemberáskorunina Hópur fólks úr ólíkum kimum atvinnulífsins og með ólíkan bakgrunn í stjórnmálum hefur sent áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem krafist er brýnna aðgerða í efnahagsmálum og utanríkismálum í ljósi þeirrar afar erfiðu stöðu sem komin er upp í íslensku samfélagi. 6.11.2008 17:40
Ólíklegt að Bretar og Hollendingar geti stöðvað umsókn Íslands Ólíklegt verður að teljast að Bretar og Hollendingar geti stöðva umsókn Íslendinga um lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að mati Ólafs Ísleifssonar hagfræðings og fyrrverandi aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 6.11.2008 17:32
Átta mánaða dómur fyrir skjalafals Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna, fyrir að hafa selt Landsbankanum tryggingarbréf og víxil að upphæð samtals fjórar milljónir króna en hann hafði falsað undirskrift konu á þau. 6.11.2008 17:29
Bið eftir viðbótarfjármögnun tefur IMF umsóknina Geir Haarde forsætisráðherra segir ástæðuna fyrir því að dregist hafi að taka ákvörðun í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga sé sú að ekki sé búið að klára þá viðbótarfjármögnun sem talað hefur verið um. „Þá erum við fyrst og fremst að tala um fjármögnun frá Norðulöndunum sem getur verið í formi lána eða gjaldeyrisskiptasamninga. Þetta er ástæðan fyrir því að þetta er að dragast hjá IMF,“ segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir þó ljóst að ákveðnar þjóðir vilji tengja Icesave málið við umsókn Íslendinga. 6.11.2008 17:00
Krafa um launaleiðréttingu Lofts aftur í hérað Hæstiréttur hefur vísað heim í hérað til endurmeðferðar máli Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, á hendur ríkinu vegna leiðréttingar á launum. 6.11.2008 16:59
Vísaði frá máli jarðeiganda vegna Urriðafossvirkjunar Hæstiréttur hefur staðfest frávísun Hérasdóms Reykjavíkur á þrautaþrautavarakröfu jarðeiganda við Þjórsá sem vildi að staðfest yrði með dómi að eignarréttur ríkisins á vatnsréttindum í Þjórsá í landi Skálmsholtshrauns væri niðurfallinn. 6.11.2008 16:54
Austurrískur gleraugnasali setur Brown út í glugga ,Ég er algjörlega á móti því hvernig Brown hefur hagað sér gagnvart Íslendingum og mér fannst orðið tímabært að eitthvað sýnilegt væri gert," segir Markus Klinger gleraugnasali sem rekur verslunina Sjón á Laugavegi og í Glæsibæ. 6.11.2008 16:44
Sýknaður af ákæru um nauðgun Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni vegna ákæru um kynferðisbrot gegn konu. 6.11.2008 16:43
Björk: Kreppan engin afsökun Björk Guðmundsdóttir sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að efnahagskreppan mætti ekki verða Íslendingum skálkaskjól til að auka losun gróðurhúsalofttegunda. 6.11.2008 15:55
Enginn ómálefnalegur launamunur á milli kynja hjá borginni Enginn ómálefnalegur launamunur á milli kynja reyndist í dagvinnulaunum starfsmanna Reykjavíkurborgar í fyrra samkvæmt nýrri úttekt á launamun kynjanna sem kynnt var í borgarráði í dag. 6.11.2008 15:54
Hafa staðið sig vel í halda yfirgefnum húsum lokuðum Eigendur auðra bygginga í miðborg Reykjavíkur hafa staðið sig vel í að halda þeim lokuðum frá því að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hóf sérstakt átak í að fylgjast með þeim. 6.11.2008 15:41
Birgir ráðinn fjármálastjóri borgarinnar Birgir Björn Sigurjónsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. Ráðning hans var samþykkt einróma á fundi borgarráðs í morgun. 6.11.2008 15:38
Miklar hækkanir á matarkörfunni á milli mánaða Miklar hækkanir voru á vörukörfu ASÍ á milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í september og október. 6.11.2008 15:15
Aðildarviðræður gætu tekið innan við hálft ár Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, telur að aðildarviðræður við Evrópusambandið gætu tekið nokkra mánuði. Þetta kom fram á hádegisfundi Framsóknarflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnarskrána en þar var Eiríkur með framsögu. 6.11.2008 15:05
Fullyrðingar AP fréttastofunnar rangar Fullyrðingar AP fréttastofunnar um að búið sé að afgreiða lánsumsókn Íslendinga um 2,1 milljarð bandaríkjadala eru ekki réttar, að sögn Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanns Geirs Haarde. 6.11.2008 15:03
Fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að vera á varðbergi og láta vita um grunsamlegar mannaferðir, ekki síst í íbúðahverfum. 6.11.2008 15:01
AP segir IMF-lánið í höfn Fullyrt er af fréttastofunni AP að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi samþykkt í gær að lána íslendingum 2,1 millarð dollara. Þetta er þvert á ummæli Geirs H. Haarde sem féllu á Alþingi í dag en þar sagði hann að ákvörðun sjóðsins hefði verið frestað fram á mánudag í næstu viku. 6.11.2008 14:41
Fyrirmunað að skilja hvers vegna bankarnir geti ekki farið leið ÍLS Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir mikilvægt að gefa fólki kost á því að flytja fasteignalán sín úr bönkunum í Íbúðalánasjóð en segir ekki liggja fyrir hvenær slíkt verði hægt. Hún segir jafnframt að sér sé fyrirmunað að skilja hvers vegna ríkisbankarnir geti ekki farið sömu leiðir og Íbúðalánasjóður gagnvart þeim sem eiga í erfiðleikum með sín íbúðalán. 6.11.2008 14:37
Stálu skjávörpum úr Grandaskóla Óprúttnir menn brutust inn í Grandaskóla í Reykjavík fyrr í vikunni og stálu þaðan tveimur skjávörpum. „Þeir hafa ekki fundist, ekki mér vitanlega,” segir Inga Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri í Grandaskóla. 6.11.2008 14:08
Vg leggur fram frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum Þingflokkur Vinstri- grænna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema sérréttindi æðstu embættismanna sem kveðið er á um í hinum umdeildu eftirlaunalögum. 6.11.2008 13:49
Áfengisverð - hið sanna lögmál Fréttir af 5,25 prósenta meðaltalshækkun á vörum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um nýliðin mánaðamót segja ef til vill takmarkaða sögu. Einhverjir höfðu haft spurnir af allt að 25 prósenta hækkun og til að hafa vaðið fyrir neðan sig drifu menn sig í ríkið á föstudaginn og þegar upp var staðið slagaði velta dagsins hátt í 400 milljónir króna. 6.11.2008 13:47
Sektaður fyrir að skalla annan mann Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sektað karlmann um 60 þúsund krónur fyrir aðhafa skallað annan mann í andlitið á skemmistaðnum Græna hattinum á Akureyri í september í fyrra. 6.11.2008 13:23
Borgarstjóri heimsótti Réttarholtsskóla á forvarnardeginum Forvarnardagurinn er nú haldinn í þriðja sinn, undir kjörorðinu „Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli“. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri heimsótti Réttarholtsskóla í morgun, 6.11.2008 13:17
Obama byrjaður að velja í stjórn Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, er þegar byrjaður að velja í stjórn og starfslið sitt. Hann hefur boðið Rahm Emanuel, fulltrúadeildarþingmanni og fyrrverandi ráðgjafa Bills Clintons, að verða starfsmannastjóri sinn. Búist er við að Obama vilji skipa nýjan fjármálaráðherra hið fyrsta en að hann biðji Robert Gates að gegna áfram embætti varnarmálaráðherra. 6.11.2008 12:53
Sækist eftir að stýra Kaupþingi aftur Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, segist munu sækjast eftir því að vera áfram í starfinu, en formaður fjárlaganefndar Alþingis telur að bankastjórar nýju ríkisbankanna hljóti að vera ráðnir tímabundið þar sem störfin hafi ekki verið auglýst enn. 6.11.2008 12:46
Ríkisstjórnin krafin svara á Alþingi - Unnið gegn atvinnuleysi, segir ráðherra Ríkisstjórnin var spurð á því á Alþingi í dag hvað hún ætlaði að geta til að koma í veg fyrir að fólk lenti í greiðsluerfiðleikum og missti jafnvel heimili sín. Forsætisráðherra sagði megináherslu lagða á að koma í veg fyrir mikið og langvarandi atvinnuleysi. 6.11.2008 12:29
Ákvörðun IMF frestað fram á mánudag Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eða IMF, mun fresta því fram á mánudag að taka fyrir beiðni Íslands um 2 milljarða dala lán frá sjóðnum. Þetta sagði Geir Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á Alþingi fyrir stundu. 6.11.2008 12:05
Gera ráð fyrir helmingslækkun húsnæðisverðs Á þriðja fjórðungi ársins lækkaði húsnæðisverð á milli ára að nafnvirði í fyrsta skipti frá árinu 1997. Seðlabankinn spáir því að húsnæðisverð haldi áfram að lækka í kjölfar þess að eftirspurn eftir húsnæði dalar vegna fjármálakreppunnar, kaupmáttur rýrnar, framboð lánsfjár dregst saman og erlendir starfsmenn flytja af landi brott. 6.11.2008 11:52
Neyðarstjórn býður þingmönnum á námskeið Hópur sem kallar sig Neyðarstjórn kvenna hefur boðið öllum þingmönnum og fulltrúum í Jafnréttisráði á námskeið í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða. 6.11.2008 11:28
Seðlabankinn gerir ráð fyrir 10% atvinnuleysi í lok næsta árs Reiknað er með að verðbólga fari í 20% í byrjun næsta árs, en hún mældist 15,9% í október. Þetta segir í Peningamálum Seðlabankans, sem kom út í dag. 6.11.2008 11:09