Innlent

Nýtt viðskiptasetur í húsnæði Landsbankans

Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnar Torgið - viðskiptasetur í samvinnu við Landsbankann og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja. Í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagslífinu hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Landsbankann ákveðið að opna nýtt viðskiptasetur þar sem einstaklingar fá aðstöðu og umgjörð til að vinna að viðskiptahugmyndum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar segir ennfremur:

„Viðskiptasetrið hefur hlotið nafnið Torgið - viðskiptasetur. Landsbankinn mun leggja verkefninu til húsnæði og alla aðstöðu í skrifstofurými bankans í Austurstræti 16.

Húsnæðinu fylgir tölvubúnaður og skrifstofuhúsgögn fyrir allt að 25 manns og er öll aðstaða til fyrirmyndar. „Framúrskarandi aðstaða og góð staðsetning er afar dýrmæt fyrir slíkt setur og það getur Landsbankinn lagt til ásamt því að miðla af reynslu sinni á þessu sviði. Mikilvægt er að viðskiptasetrið verður opið fyrir allar góðar hugmyndir og þangað verða bestu verkefnin valin af fagmönnum," segir Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×