Innlent

Birgir ráðinn fjármálastjóri borgarinnar

Birgir Björn Sigurjónsson.
Birgir Björn Sigurjónsson.

Birgir Björn Sigurjónsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. Ráðning hans var samþykkt einróma á fundi borgarráðs í morgun.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, skipaði ráðgjafahóp til að fara yfir allar umsóknir sem bárust um starfið og að fengnu samdóma áliti og rökstuðningi hópsins lagði Hanna Birna til í morgun að Birgir Björn yrði ráðinn.

Birgir Björn hefur gegnt starfi fjármálastjóra Reykjavíkurborgar í eitt ár og hefur langa reynslu af stjórnun og mannaforráðum. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á opinberri stjórnsýslu og þá sérstaklega á sviði sveitarstjórnarmála eftir langt starf sem stjórnandi hjá Reykjavíkurborg, að fram kemur í tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×