Innlent

Starfsmenn nýju bankanna verða fyrir aðkasti

Starfsmenn nýju bankanna hafa orðið fyrir aðkasti síðustu daga og vikur vegna umdeildra mála innan bankanna sem skekja þjóðfélagið. Nokkur símtöl á dag berast formanni Samtaka starfsmanna fjármálafyrirækja um óhróður og skítkast frá reiðum viðskiptavinum.

Allmargir bankastarfsmenn hafa orðið fyrir því - í því efnahagslega fárviðri sem geisar - að viðskiptavinir - sem hafa verið óhressir með stöðu sína og ná ekki til stjórnenda og lykilstarfsmanna bankanna - taka út gremju sína út á sárasaklausum gjaldkerum og þjónustufulltrúum.

Bankastjóri Nýja Kaupþings segist finna fyrir þessu, umdeild mál tengdum gamla bankanum hafi smitast yfir í þann nýja.

Samviskusamir starfsmenn, oft konur á besta aldri, taka ónot argra viðskiptavina mjög nærri sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×