Innlent

Ríkissaksóknari hættur skýrslugerð

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari ætlar ekki að vinna frekar að skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana, sem og um aðdraganda þeirra miklu umskipta sem orðið hafa á rekstrinum. Hann ætlar að bíða framvindu frumvarps um sérstakan saksóknara. Áður hafði forveri hans, Bogi Nilsson sagt sig frá verkefninu þar sem hann taldi sig ekki njóta almenns trausts til að sinna því.

Þetta kemur fram í bréf ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra varðandi skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana sem hann sendi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×