Ríkisstjórnin krafin svara á Alþingi - Unnið gegn atvinnuleysi, segir ráðherra 6. nóvember 2008 12:29 Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, var upphafsmaður umræðunnar. MYND/GVA Ríkisstjórnin var spurð á því á Alþingi í dag hvað hún ætlaði að geta til að koma í veg fyrir að fólk lenti í greiðsluerfiðleikum og missti jafnvel heimili sín. Forsætisráðherra sagði megináherslu lagða á að koma í veg fyrir mikið og langvarandi atvinnuleysi.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður vinstri - grænna, var upphafsmaður utandagskrárumræðu um afkomu heimilanna. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir sín vinnubrögð og þá leynd sem hvíldi yfir samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þjóðin fengi ekki að vita um hvað væri að semja fyrir hennar hönd þótt verið væri að semja á hennar kostnað.Sagði hann hækkandi stýrivexti hafa hrikalegar afleiðingar fyrir heimili og fyrirtæki. Hann benti á að frá upphafi árs hefði kaupmáttur rýrnað um fimm prósent og sú kjarabót sem falist hefði í kjarasamningum fyrr á þessu væri að helmingi uppétin og yrði að öllu leyti uppétin um áramót. Við þetta bættist aukið avinnuleysi.Gagnrýndi hann að komugjöld á heilbrigðisstofnanir hefðu hækkað mikið í tíð núverandi ríkisstjórnar og spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera. Sagði hann frystingu lána ágæta til að lina þjáningar um stund en frystingin leggðist ofan á höfuðstólinn síðar og lengdi í hengingarólinni. Hann spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera fyrir fólk með 136 þúsund króinur í atvinnuleysisbætur, fyrir aldraða og öryrkja og námsmenn í vandræðum.Miklir erfiðleikar fram undanGeir H. Haarde forsætisráðhera sagði ríkisstjórnina hafa og myndu grípa til margvíslegra aðgerða til að létta undir með fjölskyldum til að komast í gegnum kreppuna. Útlitið fram undan væri dökkt og miklir erfiðleikar fram undan. Hann sagði engan geta sagt til um það með vissu hvenær við myndum sjá til sólar en stjórnvöld vonuðust til að mesti vandinn yrði að baki í lok næsta árs og í byrjun árs 2010 færi að rofa til. Hann benti á að landsframleiðslan myndi dragast saman og samtímis yrði ríkissjóður fyrir tekjutapi. Sagði hann mikilvægt að landsmenn beindu kröftum sínum í jákvæðar áttir og ríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að lágmarka tjónið.Sagði hann samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn myndu tryggja eðlileg greiðslusamsamskipti við útlönd og að ná stöðugleika í gengismálum. Án aðstoðar sjóðsins hefði okkur orðið um megn að afla nægilegs lánsfjár.Þá fór forsætisráðherra yfir hinar ýmsu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kreppunni. Íbúðalánasjóður kæmi til móts við greiðendur í erfiðleikum og Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefði verið efld. Enn fremur hefði þeim tilmælum verið beint til viðskiptabanka að frysta gengislán og að lengja upphaflegan lánstíma. Enn fremur væri gert ráð fyrir að fólk sem missti íbúð sína gæti leigt hana áfram af Íbúðalánasjóði. Þá þyrfti að skoða hugmyndir um að breyta gengisbundnum lánum í annars konar lán. Þá hefðu háskólarnir brugðist við með auknu námsframboði og leitað yrði til framhaldsskóla um styttri námsleiðir.Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja höfuðáherslu á í því björgunarstarfi sem væri fram undan að vinna gegn miklu og langvarandi atvinnuleysi. Á næstu vikum og mánuðum yrði unnið að því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að bregðast við atvinnuleysinu og þá hefði hann fulla trú á því að þessir aðilar næðu samkomulagi í kjaramálum í samvinnu við stjórnvöld.Óttast fólksflóttaValgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sagðist hafa áhyggjur af því að fólk flýði land í þessu ástandi og vegna atvinnuleysis. Það þyrfti að sinna ungu fólki sem þegar hefði misst vinnuna. Vísaði Valgerður til bankakreppunnar í Finnlandi á síðustu öld og sagði hana hafa verið mjög erfiða og segja hefði mátt að fólk hefði soltið. Vísir menn hefðu sagt að vandinn væri meiri hér en í Finnlandi vegna hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu. Þá sagði hún finnskum stjórnvöldum ekki hafa tekist að koma í veg fyrir að fólk missti hús sín og því hefðu fylgt mikil útlánatöp. Þetta yrði að koma í veg fyrir hér.Langstærsta verkefnið að koma verði á krónunaBjörgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra tók næstur til máls og sagði það langstærsta verkefnið að koma verði á krónuna því um leið og það gerðist færi allt að ganga betur. Sagði hann að verkefnin væru þau að fjalla um bráðavanda fólks og fyrirtækja og finna leiðarkort til lengri tíma. Við ættum að læra af vanda Finna og fjárfesta í nýsköpun til framtíðar. Þá sagði hann að hjálpa þyrfti þeim sem minnst hefðu og hefðu ekki borð fyrir báru að mæta efnahagslegum þrengingum. Þá myndu aðrir og nýir hópar bætast við og lenda í erfiðleikum og vísaði Björgvin þar til yngra fólks með langa skólagöngu að baki sem hefði fjárfest í fasteignaþennslunni og væri með miklar skuldbindingar.Viðskiptaráðherra sagði samfélagslega ábyrgð bankanna gríðarlega á næstu árum og þeir þyrftu að koma að því að greiðsluaðlaga fólk og fyrirtæki. Því skipti miklu máli að bankastjórnir nýju bankanna væru skipaðar fagmönnum. Ráðherra sagði einnig von á frumvarpi um greiðsluaðlögun sem fæli í sér að fjármálafyrirtækjum yrði gert að semja við skuldara. Það kæmi fyrir þing fyrir mánaðarlok. Þá þyrfti að breyta lögum um gjaldþrotaskipti.Frá bjargálnum til fátæktarJón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði eignir fólks að brenna og taldi mikilvægt að hér yrðu sköpuð eðlileg lánakjör í samræmi við nágrannalöndin. Hann benti á að núna myndu afborganir fólks af lánum hækka og höfuðstóllinn einnig en eignirnar rýrna í verði. Í stað þess að þjóðin hefði farið frá fátækt til bjargálna færi hún nú frá bjargálnum til fátæktar. Það væri því miður hörmuleg staðreynd sem þjóðin stæði frammi fyrir.Jón benti á að í dag væri mánuður frá því að neyðarlögin vegna bankanna voru sett og dag eftir dag hefði verið beðið eftir aðgerðurm ríkisstjórnar og Alþingis en ekkert hefði átt sér stað. Ríkisstjórnin virtist vera hugmyndasnauð og fólk spyrði hvað stjórnmálamennirnir væru að gera og setti þá alla í sama flokk sem væri rangt. Á tímum sem þessum sæist að Alþingi væri búið að gera sjálft sig valdalaust og þingmenn fengju ekki upplýsingar um stöðu mála. Hann taldi þjóðina tilbúna að færa fórnir en það yrði að vera einhvers staðar að vera land fram undan. Ríkisstjórnin hefði hvorki skammtíma- né langtímastefnu.Grípa þyrfti strax til raunhæfra aðgerða. Þar á meðal væri að lækka stýrivexti í fimm prósent, beita ákveðnum gjaldeyrishöftum og tengja þyrfti gjaldmiðilinn við stærra myntkerfi til þess að ná fram stöðugleika. Þá þyrfti að veita atvinnufyrirtækjum fyrirgreiðslu. Gefa þyrfti upp á nýtt í samfélaginu. „Þjóðfélag sem ekki gætir réttlætis fær ekki staðist," sagði Jón enn fremur. Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ríkisstjórnin var spurð á því á Alþingi í dag hvað hún ætlaði að geta til að koma í veg fyrir að fólk lenti í greiðsluerfiðleikum og missti jafnvel heimili sín. Forsætisráðherra sagði megináherslu lagða á að koma í veg fyrir mikið og langvarandi atvinnuleysi.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður vinstri - grænna, var upphafsmaður utandagskrárumræðu um afkomu heimilanna. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir sín vinnubrögð og þá leynd sem hvíldi yfir samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þjóðin fengi ekki að vita um hvað væri að semja fyrir hennar hönd þótt verið væri að semja á hennar kostnað.Sagði hann hækkandi stýrivexti hafa hrikalegar afleiðingar fyrir heimili og fyrirtæki. Hann benti á að frá upphafi árs hefði kaupmáttur rýrnað um fimm prósent og sú kjarabót sem falist hefði í kjarasamningum fyrr á þessu væri að helmingi uppétin og yrði að öllu leyti uppétin um áramót. Við þetta bættist aukið avinnuleysi.Gagnrýndi hann að komugjöld á heilbrigðisstofnanir hefðu hækkað mikið í tíð núverandi ríkisstjórnar og spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera. Sagði hann frystingu lána ágæta til að lina þjáningar um stund en frystingin leggðist ofan á höfuðstólinn síðar og lengdi í hengingarólinni. Hann spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera fyrir fólk með 136 þúsund króinur í atvinnuleysisbætur, fyrir aldraða og öryrkja og námsmenn í vandræðum.Miklir erfiðleikar fram undanGeir H. Haarde forsætisráðhera sagði ríkisstjórnina hafa og myndu grípa til margvíslegra aðgerða til að létta undir með fjölskyldum til að komast í gegnum kreppuna. Útlitið fram undan væri dökkt og miklir erfiðleikar fram undan. Hann sagði engan geta sagt til um það með vissu hvenær við myndum sjá til sólar en stjórnvöld vonuðust til að mesti vandinn yrði að baki í lok næsta árs og í byrjun árs 2010 færi að rofa til. Hann benti á að landsframleiðslan myndi dragast saman og samtímis yrði ríkissjóður fyrir tekjutapi. Sagði hann mikilvægt að landsmenn beindu kröftum sínum í jákvæðar áttir og ríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að lágmarka tjónið.Sagði hann samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn myndu tryggja eðlileg greiðslusamsamskipti við útlönd og að ná stöðugleika í gengismálum. Án aðstoðar sjóðsins hefði okkur orðið um megn að afla nægilegs lánsfjár.Þá fór forsætisráðherra yfir hinar ýmsu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kreppunni. Íbúðalánasjóður kæmi til móts við greiðendur í erfiðleikum og Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefði verið efld. Enn fremur hefði þeim tilmælum verið beint til viðskiptabanka að frysta gengislán og að lengja upphaflegan lánstíma. Enn fremur væri gert ráð fyrir að fólk sem missti íbúð sína gæti leigt hana áfram af Íbúðalánasjóði. Þá þyrfti að skoða hugmyndir um að breyta gengisbundnum lánum í annars konar lán. Þá hefðu háskólarnir brugðist við með auknu námsframboði og leitað yrði til framhaldsskóla um styttri námsleiðir.Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja höfuðáherslu á í því björgunarstarfi sem væri fram undan að vinna gegn miklu og langvarandi atvinnuleysi. Á næstu vikum og mánuðum yrði unnið að því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að bregðast við atvinnuleysinu og þá hefði hann fulla trú á því að þessir aðilar næðu samkomulagi í kjaramálum í samvinnu við stjórnvöld.Óttast fólksflóttaValgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sagðist hafa áhyggjur af því að fólk flýði land í þessu ástandi og vegna atvinnuleysis. Það þyrfti að sinna ungu fólki sem þegar hefði misst vinnuna. Vísaði Valgerður til bankakreppunnar í Finnlandi á síðustu öld og sagði hana hafa verið mjög erfiða og segja hefði mátt að fólk hefði soltið. Vísir menn hefðu sagt að vandinn væri meiri hér en í Finnlandi vegna hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu. Þá sagði hún finnskum stjórnvöldum ekki hafa tekist að koma í veg fyrir að fólk missti hús sín og því hefðu fylgt mikil útlánatöp. Þetta yrði að koma í veg fyrir hér.Langstærsta verkefnið að koma verði á krónunaBjörgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra tók næstur til máls og sagði það langstærsta verkefnið að koma verði á krónuna því um leið og það gerðist færi allt að ganga betur. Sagði hann að verkefnin væru þau að fjalla um bráðavanda fólks og fyrirtækja og finna leiðarkort til lengri tíma. Við ættum að læra af vanda Finna og fjárfesta í nýsköpun til framtíðar. Þá sagði hann að hjálpa þyrfti þeim sem minnst hefðu og hefðu ekki borð fyrir báru að mæta efnahagslegum þrengingum. Þá myndu aðrir og nýir hópar bætast við og lenda í erfiðleikum og vísaði Björgvin þar til yngra fólks með langa skólagöngu að baki sem hefði fjárfest í fasteignaþennslunni og væri með miklar skuldbindingar.Viðskiptaráðherra sagði samfélagslega ábyrgð bankanna gríðarlega á næstu árum og þeir þyrftu að koma að því að greiðsluaðlaga fólk og fyrirtæki. Því skipti miklu máli að bankastjórnir nýju bankanna væru skipaðar fagmönnum. Ráðherra sagði einnig von á frumvarpi um greiðsluaðlögun sem fæli í sér að fjármálafyrirtækjum yrði gert að semja við skuldara. Það kæmi fyrir þing fyrir mánaðarlok. Þá þyrfti að breyta lögum um gjaldþrotaskipti.Frá bjargálnum til fátæktarJón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði eignir fólks að brenna og taldi mikilvægt að hér yrðu sköpuð eðlileg lánakjör í samræmi við nágrannalöndin. Hann benti á að núna myndu afborganir fólks af lánum hækka og höfuðstóllinn einnig en eignirnar rýrna í verði. Í stað þess að þjóðin hefði farið frá fátækt til bjargálna færi hún nú frá bjargálnum til fátæktar. Það væri því miður hörmuleg staðreynd sem þjóðin stæði frammi fyrir.Jón benti á að í dag væri mánuður frá því að neyðarlögin vegna bankanna voru sett og dag eftir dag hefði verið beðið eftir aðgerðurm ríkisstjórnar og Alþingis en ekkert hefði átt sér stað. Ríkisstjórnin virtist vera hugmyndasnauð og fólk spyrði hvað stjórnmálamennirnir væru að gera og setti þá alla í sama flokk sem væri rangt. Á tímum sem þessum sæist að Alþingi væri búið að gera sjálft sig valdalaust og þingmenn fengju ekki upplýsingar um stöðu mála. Hann taldi þjóðina tilbúna að færa fórnir en það yrði að vera einhvers staðar að vera land fram undan. Ríkisstjórnin hefði hvorki skammtíma- né langtímastefnu.Grípa þyrfti strax til raunhæfra aðgerða. Þar á meðal væri að lækka stýrivexti í fimm prósent, beita ákveðnum gjaldeyrishöftum og tengja þyrfti gjaldmiðilinn við stærra myntkerfi til þess að ná fram stöðugleika. Þá þyrfti að veita atvinnufyrirtækjum fyrirgreiðslu. Gefa þyrfti upp á nýtt í samfélaginu. „Þjóðfélag sem ekki gætir réttlætis fær ekki staðist," sagði Jón enn fremur.
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira