Fleiri fréttir

Gagnrýnir verðhækkanir ríkisins á mjólk og áfengi

,,Ríkið fer ekki undan með fordæmi. Það er alveg á hreinu," segir Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaupa þegar hann gagnrýnir nýlegar verðhækkanir ríkisins á mjólkurvörum og áfengi.

Sænsku kjötbollurnar hækka ekki

Verð á sænskum kjötbollum, kryddbökuðum laxi, morgunrúnnstykkjum, grænmetisbuffum og fleira gotteríi í veitingastað IKEA hækkar ekki að sinni, þó vöruverð í versluninni hækki um 25% að meðaltali á næstu dögum.

Ikea hækkar um 25%

Frá og með deginum í dag hækkar verð í IKEA um 25% að meðaltali. Þetta er í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins sem fallið er frá þeirri reglu að vöruverð sé ekki hækkað á gildistíma IKEA-bæklingsins, það er frá 1. september til 15. ágúst ár hvert.

Sagði niðurfellinguna í Kaupþingi standast lög

Helgi Sigurðsson, aðallögmaður og ritari stjórnar Gamla Kaupþings, gaf stjórnarmönnum það lögfræðilega álit á stjórnarfundi 25. september síðastliðinn, að það stæðist lög að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána, sem þeir tóku til að kaupa hlutafé í bankanum.

Tekinn á yfir 200 kílómetra hraða

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann, eftir að hann hafði mælst á yfir 200 kílómetra hraða á Eyrarbakkavegi í gær, í kappakstri við annan.

Gripnir við innbrot í gáma

Lögreglumenn stóðu tvo menn að verki í Miðhrauni í Hafnarfirði í nótt, þar sem þeir voru búnir að brjótast inn í fjóra gáma og voru í óða önn að selflytja varning úr þeim yfir í sendiferðabíl, sem þeir voru á.

ASÍ vill rannsókn kaupréttarsamninga

Alþýðusamband Íslands leggur þunga áherslu á að kaupréttarsamningar æðstu stjórnenda í bönkum og fjármálastofnunum verði rannsakaðir ofan í kjölinn og hið sanna dregið fram í dagsljósið.

Árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í umferðarslysi

Hæstiréttur hefur staðfest eins árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir tuttugu og fjögurra ára gömlum karlmanni, Þórði Jónsteinssyni, fyrir manndráp af gáleysi tengslum við umferðarslys á Suðurlandsvegi til móts við Sandskeið í desember 2006.

Lýst eftir tveimur stúlkum úr Sandgerði

Lögreglan á Suðuresjum lýsir eftir tveimur 14 ára stúlkum, Natalíu Rós Jósepsdóttur, til heimilis að Norðurgötu 25 í Sandgerði, og Sigurbjörgu Júlíu Stefánsdóttur, til heimilis að Bogabraut 10 í sama bæ.

Stjórn VR lýsir yfir stuðningi við formanninn

Stefanía Magnúsdóttir varaformaður stjórnar VR segir að boðað hafi verið til stjórnarfundar í tilefni stöðu Gunnars Páls Pálssonar formanns félagsins nú í kvöld. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið sat Gunnar í stjórn Kaupþings sem tók þá umdeildu ákvörðun að afskrifa skuldir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Stefanía segir stjórnina hafa lýst yfir stuðningi við formanninn á fundinum.

Engin lán starfsmanna afskrifuð hjá Nýja Glitni

Nýi Glitnir hefur yfirtekið öll lán til starfsmanna og stjórnenda bankans sem þeir tóku hjá gamla Glitni til að fjármagna kaup á hlutabréfum í gamla Glitni. Lánin verða innheimt í samræmi við almennar reglur bankans.

Segist hafa verið að verja hagsmuni hluthafa Kaupþings

Gunnar Páll Pálsson formaður VR segir það hafa verið skyldu sína sem stjórnarmanns í Kaupþingi að verja hagsmuni hluthafanna sem hann telur að hafi verið gert með niðurfellingu ábygða starfsmanna vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga.

Farþegi í Herjólfi tekinn með fíkniefni

Við leita hjá farþega sem var að koma með farþegaskipinu Herjólfi til Vestmannaeyja sl. mánudagskvöld fannst nokkuð magn fíkniefna. Um var að ræða 50 gr. af amfetamíni og um 120 gr. af íblöndunarefni sem notað er til að drýgja efnið.

Forvarnardagur forsetans í boði Actavis

Forvarnardagurinn verður haldinn á morgun 6. nóvember að frumkvæði forseta Íslands. Dagskrá forvarnardagsins verður haldin meðal 9. bekkinga í flestum grunnskólum landsins í þriðja skiptið í ár og vekur verðskuldaða athygli fjölmiðla.

Sátt um stokk á Miklubraut-Kringlumýrarbraut

Niðurstaða samráðs um framkvæmdir við Miklubraut - Kringlumýrarbraut er að leggja áherslu á stokk á Miklubraut frá Snorrabraut/Rauðarárstíg austur fyrir gatnamót við Kringlumýrarbraut.

Grafa keyrði á fólksbíl

Nokkuð harður árekstur varð á mótum Grænásvegar og Reykjanesbrautar í Reykjanesbæ um sex leytið í kvöld. Þar kom grafa akandi Reykjanesbraut og keyrði á fólksbílinn sem var að fara yfir gatnamót, með þeim afleiðingum að skófla sem var framan á gröfunni fór inn í hlið bílsins.

Starfsmenn Kaupþings gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóm

Helgi Magnús Gunnarsson yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra segir það geta reynst starfsmönnum Kaupþings dýrkeypt að bankinn hafi afskrifað skuldir þeirra vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Helgi Magnús segir að brotin geti varðað allt að sex ára fangelsi.

Framkvæmdarstjóri í Glitni ekki jafn heppinn og Birna

Maður sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra í Glitni var ekki jafn heppinn og Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hann keypti hlutabréf í bankanum sama dag og Birna en þau kaup voru ekki ógild vegna tæknilegra mistaka. Fjölmiðlaráðgjafi segir að mál Birnu þurfi flýtimeðferð hjá fjármálaeftirlitinu því umræðan hafi skaðleg áhrif á bankann.

Lykilstarfsmenn Kaupþings ekki reknir

Bankastjóri Nýja Kaupþings segir að lykilstarfsmönnum, sem fengið höfðu sérstaka lánafyrirgreiðslu hjá bankanum, verði ekki vikið frá störfum, enda bendi ekkert til saknæms athæfis. Komi hins vegar annað í ljós verði tekið á því með viðeigandi hætti.

Sveitarfélög vilja netþjónabú Greenstone

Sjö sveitarfélög vítt og breitt um landið hafa undirritað viljayfirlýsingu við fyrirtækið Greenstone um að taka frá aðstöðu undir netþjónabú, sem skapað gæti allt að fjörutíu ný störf á hverjum stað. Fyrsta búið gæti tekið til starfa eftir rúm tvö ár, - svo fremi sem nýr sæstrengur verði kominn milli Íslands og Bandaríkjanna.

Fjórmenningarnir játa samræði við stúlkuna

Fjórir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa nauðgað 17 ára stúlku í heimahúsi í vikunni. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tekin verður skýrsla af stúlkunni fyrir dómi á morgun.

Makaskiptasamningar margfaldast milli ára

Þinglýstir kaupsamningar um fasteignir í nýliðnum október reyndust 312 talsins á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Fasteignamats ríkisins. Fækkaði samningunum um tæp 14 prósent frá fyrra mánuði og um 67,5 prósent frá árinu á undan. Makaskiptasamningum hefur fjölgað mikið á síðustu mánuðum miðað við sömu mánuði í fyrra.

Fréttablaðið eykur forskot sitt á Morgunblaðið

Lestur á Fréttablaðinu jókst um 3,06% á tímabilinu ágúst-október ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Hann var 62,1% í fyrra en 64,0% á þessu tímabili í ár. Á sama tíma dróst lestur á Morgunblaðinu saman um 6,50%, fór úr 43,1% í 40,3%. Þessar tölur miðast við aldurshópinn 12-80 ára.

Síbrotamaður áfram í varðhaldi

Hæstiréttur hefur staðfest að karlmaður, sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í síðustu viku fyrir ýmis brot, skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til áfrýjunarfrestur í máli hans rennur út.

Athugasemd frá Þorsteini Siglaugssyni

Vegna fréttar Stöðvar 2 af ráðningu Þorsteins Siglaugssonar til ráðgjafarstarfa fyrir Reykjavík Energy Invest vill Þorsteinn koma eftirfarandi á framfæri:

50 milljónir stöfnuðust í Á allra vörum

Yfir 50 milljón króna söfnuðust í styrktarátakinu Á allra vörum sem fram fór í sumar en því er ætlað að safna fé til að styðja kaup á nýjum tækjabúnaði á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Fjölmargir tóku þátt í átakinu með kaupum á varagljáa frá Yves Saint Laurent , auk þess sem ráðist var í sérstakan söfnunarþátt þar sem 35,2 milljónir krónur söfnuðust til styrktar átakinu.

Reyndi að slá lögreglumenn með rörtöng

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 26 ára karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað lögreglumönnum og slegið til þeirra með rörtöng í tvígang þegar lögregla hafði afskipti af honum.

Nám í flugvirkjun hefst á Íslandi

Keilir og Icelandair Technical Services undirrituðu 30. október samstarfsmaning sem felur í sér að fyrirtækin munu í sameiningu hefja kennslu í flugvirkjun í september á næsta ári.

Kjör Obama hefur mikla þýðingu fyrri bandarískt samfélag

Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar.

Þjóðadagur á Húsavík

Í tilefni 50 ára afmælis Húsavíkurdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn þjóðadagur í bæjarfélaginu laugardaginn 15. nóvember.

Greiða sjálfboðaliðum 15.000 kr. fyrir prófun lýsisstíla

Læknadeild Háskóla Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í rannsókn á kremi og endaþarmsstílum sem unnið er úr þorskalýsi og ætlað er að mæla þol heilbrigðra einstaklinga gagnvart þessari nýjung sem þróuð er og unnin að öllu leyti hér á landi.

Sjálfstæðisþingmenn segja þingið máttlaust

Þingmenn úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu kölluðu eftir því í dag að Alþingi fengi meira hlutverk í því að taka ákvarðanir um framtíðarstefnu landsins og að framkvæmdavaldið sæti ekki eitt að því. Sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins meðal annars að þingið væri máttlaust.

Rætt um óróamenn í Framsókn

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, var spurður að því hvort hann væri eini maðurinn í Framsóknarflokknum sem með viti væri og hvort aðrir væru óróamenn sem vildu vinna flokknum tjón með umræðu um Evrópumál.

Upptaka annars gjaldmiðils en krónunnar nauðsynlegt skref

,,Full aðild að ESB myndi færa okkur traustari gjaldmiðil en við höfum núna en henni myndu einnig fylgja ákveðnir ókostir. Ísland þyrfti að gangast undir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB, sem veikir stöðu sjávarútvegsins og við yrðum hluti af sístækkandi stjórnkerfi sambandsins," segir Árni Helgason í pistli á vefsíðunni Deiglunni.

37 milljónir sendar til Kongó

Rauði kross Íslands hefur sent 37 milljónir króna til leitarþjónustuverkefnis Rauða krossins í Kongó sem stuðlar að því að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast vegna átaka.

Ellefu þúsund Íslendingar þakka Færeyingum á Netinu

Rétt liðlega ellefu þúsund manns hafa skráð nafn sitt við þakkarkveðju til Færeyinga, sem ákváðu á dögunum að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna eða um 6 milljarða íslenskra. Algjör pólitísk sátt var um málið í Færeyjum og er víst að mörgum Íslendingum hlýnaði um hjartaræturnar við að heyra fréttirnar.

Sjá næstu 50 fréttir