Innlent

Vill skipa sérstakan saksóknara í rannsókn á bankahruni

Björn Bjarnason segir frá því á heimasíðu sinni nú í kvöld að næsta skref í rannsókn á aðdraganda hruns bankanna sé að skipa sérstakan saksóknara. Ætlar hann að leggja fram frumvarp þess efnis. Líkt og komið hefur fram í fréttum í gær og í dag hafa þeir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og Bogi Nilsson fyrrverandi Ríkissaksóknari hætt vinnu við skýrslu um málið.

„Ég tel, að þessi vinna Boga Nilssonar og Valtýs auðveldi okkur að takast á við framhaldið. Hvorugur var að rannsaka einstök mál. Það er ekki verkefni ríkissaksóknara heldur Fjármálaeftirlits og lögreglu og þangað eiga menn að snúa sér með kærur," skrifar Björn á heimasíðu sína.

Einnig kemur fram að Valtýr sé að kanna aðkomu erlendra sérfæðinga að málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×