Innlent

Seðlabankinn gerir ráð fyrir 10% atvinnuleysi í lok næsta árs

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Reiknað er með að verðbólga fari í 20% í byrjun næsta árs, en hún mældist 15,9% í október. Þetta segir í Peningamálum Seðlabankans, sem kom út í dag.

"Framhaldið er mjög óvíst og ræðst að miklu leyti af gengisþróun krónunnar. Verðbómarkmið Seðlabankans hefur beðið hnekki og tæpast verður haldið áfram á grundvelli þess eins á næstu mánuðum. Takist hins vegar að ná markmiði um stöðugt og hærra gengi en verið hefur undanfarnar vikur eru horfur á að verðbólga geti hjaðnað tiltölulega hratt og vextir í kjölfarið, einkum ef samningar takast um óbreytta kjarasamninga. Mikill samdráttur verður í efnahagslífinu, einkum einkaneyslu" segir í Peningamálum.

Þá segir Seðlabankinn að atvinnuleysi muni aukast og áætlað að það muni nema 10% vinnuaflsins í lok næsta ár. Verulegur afgangur muni myndast fljótt í vöru og þjónustuviðskiptum við útlönd og viðskiptahalli nánast hverfa þegar á næsta ári. Langan tíma muni takast fyrir efnahagslífið að komast í fyrra horf. Hve skjótt bati geti hafist veli einkum á því hven langan tíma taki að koma á stöðugleika í gengismálum. Einnig muni erlend fjárfesting hafa verulega þýðingu.




Tengdar fréttir

Gera ráð fyrir helmingslækkun húsnæðisverðs

Á þriðja fjórðungi ársins lækkaði húsnæðisverð á milli ára að nafnvirði í fyrsta skipti frá árinu 1997. Seðlabankinn spáir því að húsnæðisverð haldi áfram að lækka í kjölfar þess að eftirspurn eftir húsnæði dalar vegna fjármálakreppunnar, kaupmáttur rýrnar, framboð lánsfjár dregst saman og erlendir starfsmenn flytja af landi brott.

Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 18 prósentum en hefðbundinn vaxtaákvörðunardagur er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×