Innlent

Stálu skjávörpum úr Grandaskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Óprúttnir menn brutust inn í Grandaskóla í Reykjavík fyrr í vikunni og stálu þaðan tveimur skjávörpum. „Þeir hafa ekki fundist, ekki mér vitanlega," segir Inga Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri í Grandaskóla. Hún segist gera ráð fyrir því að skólinn fái skjávarpana bætta frá borginni en skólinn er ekki tryggður fyrir skakkaföllum af þessu tagi. Inga segist ekki geta sagt til um hvort einhver innbrotafaraldur herji á skólana núna. „Ég veit lítið sem ekkert um það . Auðvitað kemur það fyrir að það eru innbrot í skóla, en ég veit ekki hvort það er meira áberandi núna," segir Inga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×