Innlent

Sektaður fyrir að skalla annan mann

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sektað karlmann um 60 þúsund krónur fyrir aðhafa skallað annan mann í andlitið á skemmistaðnum Græna hattinum á Akureyri í september í fyrra.

Fékk sá sem fyrir árásinni varð blóðnasir auk þess sem það kvistaðist upp úr framtönn. Fyrir dómi játaði maðurinn á sig líkamsárásina en hann hafði aldrei áður komist í kast við lögin. Þá var maðurinn auk sektarinnar dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúmar 110 þúsund krónur í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×