
Fleiri fréttir

Fíkniefni fundust í Hafnarfirði og Breiðholti
Lögreglan fann fíkniefni við húsleit í Hafnarfirði í morgun. Um var að ræða bæði amfetamín og kókaín, samtals um 200 grömm, 25 e-töflur og neysluskammta af hassi. Húsráðandi, sem er karlmaður á sjötugsaldri, hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna.

Ráðherrar funda með Icesave samninganefndinni
Ráðherrar í ríkisstjórninni munu, klukkan fjögur í dag, funda með fulltrúum íslensku embættismannanefndarinnar, sem rætt hefur við breska embættismenn um skuldbindingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi. Lítil tíðindi hafa borist af gangi viðræðnanna við Breta og ekki er ljóst hvort að Bretarnir haldi heim í dag.

Rannsókn á hugsanlegum brotum við fall bankanna þegar hafin
Ríkissaksóknari hefur þegar hafið rannsókn á því hvort refsivert athæfi hafi átt sér stað í tengslum við fall íslensku bankanna.

Varað við hættulegum rafhlöðum í höfuðtólum
Neytendastofa varar við hættulegum rafhlöðum sem notaðar eru í þráðlausum höfuðtólum af gerðinni GN9120.

Fólk verði á ekki á ferðinni á Snæfellsnesi síðdegis og í kvöld
Lögreglan á Snæfellsnesi varar vegfarendur við að vera mikið á ferðinni síðdegis og í kvöld.

Erlendar skuldir sjávarútvegsins munu lækka
Við fall fjármálageirans eykst vægi sjávarútvegs í íslenska þjóðarbúskapnum frá því sem verið hefur á allra síðustu árum.

Varað við snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur í samráði við Veðurstofu Íslands lýst yfir viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu.

Stjórnarformaður Nýja Kaupþings breytir ekki launum bankastjórans
Stjórnarformaður Nýja Kaupþings segist ekki ætla að breyta launakjörum bankastjórans, þrátt fyrir gagnrýni. Upplýst hefur verið að laun Finns Sveinbjörnssonar, nýráðins bankastjóra, eru 1950 þúsund krónur á mánuði. Litlu hærri en laun útvarpsstjóra, sem hingað til hefur verið hæst launaði forstjóri ríkisfyrirtækis.

Undirskriftarlistar gegn nýrri Bónusverslun í miðbænum
Bónus ráðgerir að opna nýja þúsund fermetra verslun í húsi Iðnaðarmannafélagsins við Hallveigarstíg 1 í miðbæ Reykjavíkur. Opnunin fer misjafnlega í íbúa í grenndinni sem þegar hafa safnað undirskriftum gegn opnun verslunarinnar. Íbúarnir eru ósáttir við opnunina í ljósi mikilla bílastæðavandræða sem nú þegar eru á svæðinu. Júlíus Vífill Ingvason formaður skipulagsráðs skilur áhyggjur íbúa en segir lítið hægt að gera. Forstjóri Bónus segir ætlunina ekki að ergja íbúa í grendinni og ætlar að vinna að opnuninni í sátt og samlyndi við sem flesta.

Almannavarnir vara við slæmu veðri
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun frá Veðurstofunni vegna slæmrar veðurspár.

Vill upplýsingar um þá sem hafa orðið fyrir óþægindum erlendis
Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem óskað er eftir staðfestum upplýsingum um að Íslendingar hafi orðið fyrir óþægindum eða ósanngjarnri meðferð erlendis vegna ástands efnahagsmála.

Mótmæli boðuð vegna þagnar ráðamanna
Boðað hefur verið aftur til mótmæla gegn ráðamönnum þjóðarinnar á Austurvelli á laugardaginn kemur. Á sama tíma á að mótmæla við Ráðhústorgið á Akureyri og á Seyðisfirði.

Enn full óvissa um afdrif starfsmanna
Enn ríkir full óvissa um öll starfsmannamál hjá Nýja Kaupþingi þótt búið sé að stofna bankann og ráða nýjan bankastjóra. Ingvar Breiðfjörð Skúlason, sem er í trúnaðarmannaráði starfsmanna Kaupþings, segir að starfsmenn hafi ekki fengið að heyra neitt ennþá.

Rætt um tillögu að ESB-aðildarumsókn á fundi ASÍ
Umræður standa nú yfir á ársfundi ASÍ um það hvort sambandið eigi að mæla með aðildarumsókn að ESB og upptöku evru.

Fregnir af nýju fíkniefni reyndust vera gabb
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við gabbpósti sem nú gengur á Netinu. Í honum er varað er við nýju fíkniefni.

Há laun nýju bankastjóranna koma á óvart
„Það kom mér á óvart hvað laun bankastjóranna eru há, þó ég hafi ekki enn heyrt um laun bankastjóra Landsbanka og Glitnis. En fréttir af launum Kaupþingsbankastjórans benda til þess að þau séu hærri en búist var við,“ segir Björgvin Guðni Sigurðsson viðskiptaráðherra um laun nýju bankastjóranna.

Færri leita ráðgjafar hjá geðsviði en búist hafði verið við
Færri hafa sótt sér sérstaka ráðgjöf á vegum geðsviðs Landspítalans en búist var við. Þangað leita að meðaltali einn til fjórir á dag. Það mæðir hins vegar mikið á starfsfólki Hjálparsíma Rauða krossins.

Langþráð ný bryggja Grundfirðinga
Ný bryggja í Grundarfjarðarhöfn sem ber nafnið Miðgarður var vígð nú í vikunni og var vígsluathöfnin hin hátíðlegasta, að sögn Jónasar Guðmundssonar, kynningarfulltrúa bæjarins.

Vill hætta við bæjarstjóraskipti vegna kreppunnar
Bæjarfulltrúi í minnihlutanum á Akureyri vill að hætt verði við fyrirhuguð bæjarstjóraskipti vegna umrótsins í efnahagsmálum. Verðandi bæjarstjóri hafnar því.

Afnám verðtryggingar gæti skaðað lífeyrissjóðina
Verðtryggingin er ein af stærstu ástæðum fyrir viðsnúningi í fjárhag íslenskra lífeyrissjóða, segir Ólafur Ísleifsson, lektor. Hann segir að í ljósi nýliðinna atburða sé það umhugsunarefni hvort að sjóðirnir þurfi ekki að einbeita sér í auknum mæli að fjárfestingum erlendis.

Vilja kanna lagalegar forsendur á frystingu eigna
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti í morgun að leggja til að viðskiptanefnd Alþingis kanni þegar í stað lagalegar forsendur þess að hægt verði að kyrrsetja tímabundið allar eignir innlendra fjármálafyrirtækja sem komist hafa í þrot, eigenda þeirra og tengdra aðila hér á landi og setja bann við hvers kyns ráðstöfun, sölu, veðsetningu.

Fjölmargar sendinefndir á Íslandi
Norsk sendinefnd ræðir mögulegar björgunaraðgerðir fyrir íslenskt fjármálalíf með helstu ráðamönnum í dag. Enn ræða Íslendingar og Bretar um lausn Icesave mála.

Félagsmálaráðherra vill lækka laun nýrra bankastjóra
Jóhanna Sigurðardóttir segist vera þeirrar skoðunar að of langt hafi verið gengið við ákvörðun um kjör nýrra bankastjóra. Ekki síst þegar kjararýrnun er framundan. Hún segist hafa viljað sjá að þar hefði verið farið varlegar af stað en raun ber vitni nú þegar þörf sé á að gæta hófs.

Herragarðurinn semur við birgja og lækkar verð út árið
„Við höfum notað síðustu tvær vikur í þessa vinnu og viljum skila því til fólksins í landinu,“ segir Hákon Hákonarson framkvæmdarstjóri fyrirtækisins Föt og Skór sem rekur fjórar verslanir í Kringlunni og Smáralind. Hagstæðir samningar hafa náðst við birgja verslanna sem gerir það að verkum að allar vörur í búðunum lækka um 20% út árið.

Auðmönnum ber skylda til að koma með eignir sínar heim
Auðmönnum landsins ber skylda til að koma með eignir sínar heim og hjálpa íslensku þjóðinni, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.

30 þúsund mótmæla hryðjuverkalögum
Hátt í 30 þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt undir yfirlýsingu á vefsíðunni indefence.is, þar sem framkomu breskra stjórnvalda gegn íslendingum er mótmælt.

Auðmenn selji hallir og snekkjur áður en almenningur opnar pyngjur
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, vill að eignir auðmanna landsins verði seldar áður en almenningur opni pyngjur sínar vegna aukinna skulda. Þetta kom fram í ræðu hans á ársfundi Alþýðusambandsins.

Ómetanlegum verðmætum verði ekki fórnað fyrir stundargróða
Íslandshreyfingin varar við því að ómetanlegum náttúruverðmætum verði fórnað fyrir stundargróða við núverandi aðstæður í efnahagsmálum.

Sakar RÚV um að kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, sakar Ríkisútvarpið um að kynda undir sleggjudómum og ofstæki í tengslum við umfjöllun Kastljóss í gær og Silfur Egils fyrir tíu dögum.

Ráðherra kynnti aðgerðir vegna aukins atvinnuleysis og gjaldþrota heimila
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra leggur áherslu á að atvinnurekendur lækki starfshlutfall starfsmanna sinna í stað þess að grípa til uppsagna. Þetta kom fram í ræðu hennar á ársfundur ASÍ í morgun.

Hraðakstur á Sæbraut
Brot 434 ökumanna voru mynduð á Sæbraut frá þriðjudegi til miðvikudags eða á rúmlega 18 klukkustundum. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt, þ.e. yfir gatnamót Sæbrautar og Langholtsvegar.

Höfum í raun ekkert val um annað en að sækja um ESB-aðild
Grétar Þorsteinsson, forseti ASí, sagði við setningu ársfundar ASÍ í morgun að Íslendingar yrðu að gera það upp við sig nú hvort þeir vildu sækja um aðilda að Evrópusambandinu. Hann væri þeirrar skoðunar að þar væri hagsmunum best borgið og að Íslendingar hefðu í raun ekki val um annað en að sækja þar um.

Reynt að skaða samningaferlið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Upplýsingum sem birtust í Financial Times um samningaviðræður íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var lekið í blaðið til að skaða samningaferlið. Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Í bítinu á Bylgjunni í morgun.

Glitnir viðurkennir mistök gagnvart Norðmönnum
Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir að allt bendi til þess að kerfisleg mistök hafi átt sér stað gagnvart Útflutningsbankastofnun ríkis og fjármálafyrirtækja, Eksportfinans, í Noregi. Stofnunin hefur kært Glitni fyrir að stinga undan sjö milljörðum íslenskra króna eftir að lán til þriggja aðila hafði verið greitt til baka og runnið í sjóði bankans, en ekki til upphaflega lánadrottins.

Fundað með Bretum og Norðmönnum
Viðræður samninganefnda Íslands og Bretlands vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi héldu áfram í morgun klukkan níu. Ekki liggur fyrir hvernig samningaviðræður ganga eða hvort gengið verði til samninga í dag. Nefndirnar funduðu nánast í allan gærdag en fyrir íslensku samninganefndinni fer Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari.

Sakfelldur fyrir að nefbrjóta mann
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sakfellt sautján ára pilt fyrir líkamsárás fyrr á árinu.

Reykingamönnum fækkar enn á Íslandi
Reykingamönnum í landinu heldur áfram að fækka ef mið er tekið af nýrri könnun Capacent.

Dr. Páli Þórðarsyni veitt verðlaun í Ástralíu
Doktor Páll Þórðarson, dósent og efnafræðingur við New South Wales háskólann í Sydney í Ástralíu, hlaut í morgun hvatningarverðlaun fyrir unga vísindamenn, við hátíðlega athöfn í fylkisþinghúsinu, að viðstöddum fylkisstjóranum og ráðherra.

Snjókoma á Akureyri í alla nótt
Snjó hefur kyngt niður á Akureyri í alla nótt og er þar nú að minnsta kosti 20 sentimetra djúpur jafnfallinn snjór. Veður hefur verið kyrrt þannig að ekki hefur skafið.

ASÍ leggur til umsókn um ESB-aðild
Forysta Alþýðusambandsins mun leggja fram tillögu um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, á ársfundi sambandsins, sem hefst á Hilton hóteli í Reykjavík klukkan tíu.

Ók á ljósastaur við Reykjanesbraut
Farþegi í bíl slasaðist þegar bíllinn lenti á ljósastaur á Reykjanesbraut, skammt frá Grindavíkurafleggjaranum seint í gærkvöldi.

Bilið milli ríkra og fátækra eykst innan OECD
Bilið milli ríkra og fátækra innan OECD-ríkjanna hefur aukist á síðustu tveimur áratugum og þá hefur þeim sem lifa undir fátækramörkum einnig fjölgað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD sem kynnt var í gær.

Fimm í gæsluvarðhaldi vegna Hraunbæjarmálsins
Þrír karlar voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru allir grunaðir um að hafa ráðist á tvo lögreglumenn sem voru við skyldustörf í Hraunbæ í Árbæ aðfaranótt sunnudags en árásin var með öllu tilefnislaus.

Víða hálka á landinu
Það er éljagangur á Reykjanesbraut og Suðurnesjum og víða komið slabb á veg. Þá er snjókoma og hálka á Hellisheiði og í Þrengslum. Eins er hálka, hálkublettir eða krapi nokkuð víða á Suðurlandi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Teiknaði hátt í 11 þúsund myndir fyrir Morgunblaðið
Skopteiknarinn Sigmund Johannsson sem hefur verið spéspegill þjóðarinnar í hartnær 45 ár er hættur að teikna fyrir Morgunblaðið. Á þeim tíma sem hann starfaði fyrir Morgunblaðið teiknaði hann 10.630 myndir fyrir blaðið.