Innlent

Afnám verðtryggingar gæti skaðað lífeyrissjóðina

Verðtryggingin er ein af stærstu ástæðum fyrir viðsnúningi í fjárhag íslenskra lífeyrissjóða, segir Ólafur Ísleifsson, lektor. Hann segir að í ljósi nýliðinna atburða sé það umhugsunarefni hvort að sjóðirnir þurfi ekki að einbeita sér í auknum mæli að fjárfestingum erlendis.

Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, kynnti í dag ritgerð sem hann hefur unnið að um viðsnúning í fjárhag íslenskra lífeyrissjóða. Ólafur segir að á fyrstu árunum eftir að sjóðirnir voru settir á legg um 1970 þá var fjárhagur þeirra bágborinn. Þannig hafi það verið fram undir árið 1990 en upp úr því hafi fjárhagur þeirra snúist við þannig að þeir gátu í vaxandi mæli staðið við skuldbindingar sínar.

Ólafur segir skýringuna aðallega felast í verðtryggingu á eignum sjóðanna. Afnám hennar gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífeyrissjóðina.

Ólafur segir ljóst að lífeyrissjóðirnir hafi orðið fyrir miklu höggi eftir þær efnahagslegu hamfarir sem hafa gengið yfir landið síðustu vikur. Eignir lífeyrissjóðanna liggja að verulegu leyti í innlendum eignum en um 30 prósent í erlendum eignum, mismunandi eftir einstökum sjóðum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×