Innlent

ASÍ leggur til umsókn um ESB-aðild

Grétar Þorsteinsson, fráfarandi forseti ASÍ.
Grétar Þorsteinsson, fráfarandi forseti ASÍ.

Forysta Alþýðusambandsins mun leggja fram tillögu um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, á ársfundi sambandsins, sem hefst á Hilton hóteli í Reykjavík klukkan tíu.

Þá verður einnig kosið um nýjan forseta í stað Grétars Þorsteinssonar, sem gefur ekki kost á sér í embættið. Tveir eru í framboði, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ. Kosningin verður fyrir hádegi á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×