Innlent

Fíkniefni fundust í Hafnarfirði og Breiðholti

Lögreglan fann fíkniefni við húsleit í Hafnarfirði í morgun. Um var að ræða bæði amfetamín og kókaín, samtals um 200 grömm, 25 e-töflur og neysluskammta af hassi. Húsráðandi, sem er karlmaður á sjötugsaldri, hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði en aðgerðin er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna.

Þá fundust fíkniefni við húsleit í Breiðholti í gærmorgun, en þar var um að ræða bæði amfetamín og marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á umtalsvert magn af sterum. Kona á fertugsaldri var handtekin í þágu rannsóknar málsins. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum var notaður við þessa aðgerð.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×