Innlent

Félagsmálaráðherra vill lækka laun nýrra bankastjóra

Jóhanna Sigurðardóttir segist vera þeirrar skoðunar að of langt hafi verið gengið við ákvörðun um kjör nýrra bankastjóra. Ekki síst þegar kjararýrnun er framundan. Hún segist hafa viljað sjá að þar hefði verið farið varlegar af stað en raun ber vitni nú þegar þörf sé á að gæta hófs.

„Fólk vill breytingar á samfélaginu. Ég spyr því, eiga skilaboðin nú til þjóðarinnar að vera þau að hæstu launagreiðslur í öllu stjórnkerfinu eigi að vera laun bankastjóra?" sagði Jóhanna. „Nei, auðvitað ekki, þessu verður að breyta," bætti hún við.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×