Innlent

Teiknaði hátt í 11 þúsund myndir fyrir Morgunblaðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmund Johannsson
Sigmund Johannsson

Skopteiknarinn Sigmund Johannsson sem hefur verið spéspegill þjóðarinnar í hartnær 45 ár er hættur að teikna fyrir Morgunblaðið. Á þeim tíma sem hann starfaði fyrir Morgunblaðið teiknaði hann 10.630 myndir fyrir blaðið.

Í samtali við Reykjavík síðdegis í gær sagði Sigmund að aðdragandi málsins væri sá að hann hefði verið beðinn um að teikna í lit. Hann hafi beðið um að fá að teikna í svarthvítu fram að afmælinu sínu í apríl á næsta ári og hefði vonast til að það gengi eftir. Hins vegar hefði ritstjórn Morgunblaðsins svo tekið þá ákvörðun að hann skyldi hætta.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×