Innlent

Fregnir af nýju fíkniefni reyndust vera gabb

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við gabbpósti sem nú gengur á Netinu. Í honum er varað er við nýju fíkniefni.

Hér er um gabb að ræða en fyrir því féllu meðal annars bresk lögregluyfirvöld sem sendu út viðvörun til skólayfirvalda þar í landi vegna þessa, fyrr á árinu. Talið er að þessir gabbpóstar tengist og því vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu árétta að hið meinta fíkniefni hefur ekki sést hér á landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×