Innlent

Enn full óvissa um afdrif starfsmanna

Enn ríkir full óvissa um öll starfsmannamál hjá Nýja Kaupþingi þótt búið sé að stofna bankann og ráða nýjan bankastjóra. Ingvar Breiðfjörð Skúlason, sem er í trúnaðarmannaráði starfsmanna Kaupþings, segir að starfsmenn hafi ekki fengið að heyra neitt ennþá. „Ég veit jafn mikið og þú," segir Ingvar í samtali við blaðamann. Hann segir að fólk sé alls ekki að bugast en hljóðið sé þó mjög misjafnt. „En við erum hörkufólk," segir Ingvar. Hann segir að staðan hljóti að fara að skýrast á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×