Fleiri fréttir

Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni

Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu.

Vandi að finna urðunarstað fyrir mengaðan botn Tjarnarinnar

Erfitt er að finna urðunarstað fyrir mengaðan botn Tjarnarinnar að sögn Egils Arnar Jóhannessonar formanns, heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar. Fundað var í nefndinni síðastliðinn fimmtudag þar sem staða mengunarmála Tjarnarinnar var kynnt sem og tillögur að úrlausnum.

Haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys

Einum þeirra sem slösuðust í alvarlegu bílslysi á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu í morgun er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Þrír voru fluttir á slysadeild í Reykjavík eftir slysið, en hinir tveir eru ekki alvarlega slasaðir, að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans.

Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið frá og með deginum í dag að lækka vexti af íbúðalánum sínum í kjölfar útboðs á íbúðabréfum.

Segir ESB-aðild treysta fullveldi

Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru treystir fullveldi Íslands, að sögn Jóns Sigurðssonar fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins.

Alvarlega slasaðir eftir bílslys

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu.

Rafmagnslaust í Fossvogi

Rafmagnslaust er í hluta Fossvogs þessa stundina. Tíu mínútur fyrir níu í morgun bilaði háspennulínu í hverfinu sem orsakar rafmagnsleysið. Verið er að vinna að biluninni. Að svo stöddu er ekki vitað hvenær rafmagn kemst aftur á í hverfinu.

Þúsund tonn á þessu kvótaári

Netabáturinn Bárður SH frá Arnarstapa, sem er svonefndur hraðfiskibátgur í stærri kantinum, hefur borið rúmlega þúsund tonn að landi á þessu kvótaári, sem er að ljúka.

Skaftárhlaup í rénun

Skaftárhlaupið, sem hófst í gær virðist vera í rénun og telst þá til lítilla hlaupa í ánni. Meðal rennsli í henni er um 150 rúmmetrar á sekúndu, en fór upp í 364 rúmmetra í gærkvöldi.

Steyptist ofan í Jökulsá á Dal

Franskur ferðamaður á fimmtugsaldri var útskrifaður af heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum í gærkvöldi eftir að hafa sloppið ótrúlega vel úr hremmingum, sem hann lenti í fyrr um kvöldið.

Litlar breytingar á Skaftárhlaupi

Litlar breytingar hafa orðið á hlaupinu í Skaftá frá því sem var í dag, að sögn Guðmundar Inga Ingasonar, lögreglumanns á Kirkjubæjarklaustri. Hann segir að áin bæti þó við sig hægt og bítandi en líklegast verði þetta ekki mjög stórt hlaup þar sem aðeins rann úr öðrum sigkatlinum undir jökli.

Metanstrætóar gætu sparað tugmilljónir

Forsvarsmenn Strætó Bs skoða nú hvort hægt verði að fjölga strætisvögnum sem knúnir eru með metani í stað díselolíu. Með metanvögnum gætu tugir milljóna króna sparast í eldsneytiskostnað á ári.

Fólk yfirgefur sumarbústaði í Skaftárdal

Skaftá líkist nú Ólgusjó og óx í ánni um meter á aðeins tveimur tímum í morgun að sögn lögreglunnar á Kirkjubæjarklaustri. Hlaup í Skaftá tekur yfirleitt um hálfan sólarhring að ná hámarki. Rennsli árinnar við Sveinstind mældist um 300 rúmmetrar á sekúndu í morgun, þar sem meðalrennsli er í kringum fimmtíu rúmmetrar.

Ökumaður fjórhjólsins 16 ára og próflaus

Lögreglan hafði í dag upp á ökumanni fjórhjólsins sem mældist á yfir hundrað kílómetra hraða á Strandgötu í Hafnarfirðinum. Ökumaðurinn reyndi að stinga lögreglu af og í hamaganginum féll farþegi sem var á hjólinu af baki og slasaðist, en þó ekki alvarlega. Ökumaðurinn er 16 ára gamall og ekki með leyfi til þess að aka slíku tæki. Farþeginn var einnig 16 ára.

Rauður loginn brann á toppi Hallgrímskirkju

Eins og greint var frá í fréttum í gær hafði fána Tíbets verið komið fyrir á Hallgrímskirkjuturni í gærmorgun þegar starfsmenn komu til vinnu sinnar. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var einnig kveikt á kyndli á toppi turnsins klukkan 23:45 þann áttunda ágúst, eða á föstudagskvöld.

Ekki útlit fyrir stórt hlaup

Hlaupið í Skaftá vex hægt og ekki er talið útlit fyrir að það verði stórt að þessu sinni. Fólki er þó ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum árinnar vegna brennisteinsmengunar.

Farþegi datt af fjórhjóli í ofsaakstri

Lögreglan var stödd í Hafnarfirði við hraðamælingar fyrir stundu þegar hún mældi fjórhjól á yfir hundrað kílómetra hraða á Strandgötu þar sem er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Á meðan lögreglubíllinn var að snúa við til að hefja eftirför hvarf hjólið inn á göngustíg sem liggur frá Strandgötu.

Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum

Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni.

Hlaup hafið í Skaftá

Hlaup er hafið í Skaftá, að því er fram kemur í upplýsingum frá Vatnamælingum Orkustofnunar. Rennsli árinnar við Sveinstind var um 280 m3/sek í morgun.

Mannbjörg þegar trilla sökk

Lítil trilla sökk á Skagafirði um miðnætti í nótt. Einn maður var um borð og hann komst í björgunarbát. Þegar aðstandendur mannsins höfðu ekkert frá honum heyrt um klukkan þrjú í nótt var farið að óttast um hann, en hann ætlaði að koma í höfn á Sauðárkróki klukkan eitt.

Sumarbústaður í Haukadal í ljósum logum

Eldur kom upp í sumarbústað um klukkan sjö í morgun við Geysi í Haukadal. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn blossaði upp en þegar lögregla kom á staðinn var hann alelda. Slökkvilið berst enn við eldinn og er bústaðurinn sennilega gjörónýtur að sögn lögreglu. Óvíst er um eldsupptök að svo stöddu.

Hross í Kúagerði

Skömmu eftir miðnætti var lögreglu á Suðurnesjum tilkynnt um hross á hlaupum á Reykjanesbraut skammt frá Kúagerði. Lögregla fór á vettvang og fann hrossin á hlaupum í austurátt. Reynt var að hafa uppi á eiganda hrossana en það hefur enn ekki borið árangur. Hrossin hlupu svo út fyrir veg skammt vestan við álverið í Straumsvík.

Árásin í Barónsstíg upplýst

Ungur maður skarst illa á hendi á gatnamótum Barónsstígs og Hverfisgötu um hálf fimm í gærdag á sama tíma og tugir þúsunda tóku þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga. Árásin hafði þó ekkert með hátíðarhöldin að gera heldur mun hafa slegist í brýnu á milli tveggja hópa ungmenna.

Skorinn á háls í Lækjargötu

Lögregla leitar nú tveggja manna sem réðust að manni og skáru hann á háls með brotinni flösku um fjögurleytið í morgun. Vitni voru að árásinni sem átti sér stað í Lækjargötu og er rannsókn lögreglu í fullum gangi. Fórnarlambið hefur verið útskrifað af spítala en að sögn vaktstjóra hjá lögreglu missti hann mikið blóð enda sárið stórt á hálsi fyrir neðan eyra. „Þetta leit illa út á tímabili," segir vaktstjórinn.

Fjórði maðurinn handtekinn í hnífstungumálinu

Lögreglan handtók í kvöld fjórða mannin í tengslum við hnífstunguna á Barónsstíg í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn handtekinn eftir ábendingu vitna sem sáu atburðinn í dag. Fyrr í dag voru þrír ungir menn handteknir, grunaðir um verknaðinn og eru yfirheyrslur yfir þeim í gangi. Vaktstjóri hjá lögreglu segist búast við því að málið verði klárað í kvöld.

Flugeldar á Jökulsárlóni í kvöld

Hin árlega flugeldasýning að Jökulsárlóni er í kvöld og hefst sýningin á miðnætti. Á heimasíðu Hornafjarðar er haft eftir Einari Birni Einarssyni staðarhaldara að sýningin verði með svipuðum hætti og undanfarin ár. „Flugeldum er skotið upp af jökum vítt og bereitt um lónið og við það skartar það sínu fegursta,“ segir á síðunni.

Enn allt á huldu um ástæðu árásar á Barónsstíg

Lögrregla yfirheyrir nú mennina sem lentu í áflogum á gatnamótum Barónsstígs og Hverfisgötu í dag með þeim afleiðingum að einn skarst illa á hendi. Enn er ekki komið í ljós hvað olli átökunum. Þrír eru í haldi lögreglu og segir vaktstjóri að málsaðilar séu allir ungir að aldri, 17 og 18 ára gamlir. Á heimasíðu DV í dag var sagt að um uppgjör tveggja hópa af erlendum uppruna hafi verið að ræða en vaktstjóri segir það ekki rétt, hinir handteknu séu allir Íslendingar og fórnarlambið sömuleiðis.

Gísli Marteinn: Kemur til greina að setja meira fé í Strætó

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í Reykjavík segir það koma til greina að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji meira fé í Strætó. Um 300 milljónir króna vantar í rekstrarfé hjá fyrirtækinu og tillögur liggja fyrir um að skerða þjónustu.

Bauð upp á birkivín frá Hallormsstaðarskógi

Danskur skógræktarmaður bauð upp á nýbruggað birkivín í Hallormsstaðaskógi fyrir austan í gær. Birkivínið fæst úr safa birkitrjánna í Hallormsstaðaskógi og í sólskininu í gær var kominn tími til að bragða á uppskerunni. Morten Leth er með ýmsar bragðtegundir. Fréttaritara Stöðvar tvö fannst sítrónuvínið skást; passa kanski með fiski.

Skarst á hendi í átökum á mótum Barónsstígs og Hverfisgötu

Lögregla og sjúkralið voru kölluð að mótum Barónsstígs og Hverfisgötu klukkan hálf fimm í dag. Svo virðist vera sem komið hafi til handalögmála á milli nokkurra manna og annars, sem endaði með því að hann var fluttur á slysadeild með stungusár á hendi.

Rektor gagnrýnir aðgengi fatlaðra að háskólum hér á landi

Í dag útskrifaði Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, sína fyrstu nemendur. Runólfur Ágústsson, rektor skólans gagnrýndi í útskriftarræðu sinni aðgengi fatlaðra að háskólanámi hér á landi. Hann benti á að þeir skólar sem taki inn fatlaða nemendur, þurfi sjálfir að bera af slíku verulegan kostnað. Runólfur tók dæmi af Keili, en kostnaður skólans vegna aðkeyptrar túlkaþjónustu frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra hleypur að hans sögn á milljónum króna næsta háskólaár.

Allt að fjörutíu þúsund manns í Gleðigöngunni

Mikið fjölmenni er nú í miðborg Reykjavíkur en Gleðiganga Hinsegin daga hófst á Hlemmi klukkan tvö. Blíðskaparveður er í bænum og áætlar lögreglan að 30 til 40 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðbæinn af því tilefni. Gangan þykir aldrei hafa verið glæsilegri og taka um fjörutíu atriði þátt í henni. Þetta er í tíunda sinn sem Hinsegin dagar eru haldnir í Reykjavík.

Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu

Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar.

Lokahönd lögð á undirbúning fyrir Hinsegin daga

Undirbúningur fyrir gleðigöngu Hinsegin daga var í hámarki nú rétt fyrir hádegisfréttir þegar tugir sjálfboðaliða lögðu lokahönd á 30 metra orm með rúmlega tvö þúsund helíumblöðrum í öllum regnbogans litum.

Teknir í Leifsstöð

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt þrjá aðila í tveimur aðskildum málum vegna fíkiniefnamisferlis. Allir voru þeir með tóbaksblandað hass í fórum sínum. Einn mannana var handtekinn í Reykjanesbæ en hinir tveir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir tveir síðarnefndu fengu gistingu hjá lögreglu þar sem þeir voru ekki í ástandi til að vera innan um almenning.

Bílbruni í Álftamýri

Tveir bílar brunnu til kaldra kola í Álftamýri í nótt og sá þriðji skemmdist nokkuð. Að sögn lögreglu kom eldurinn upp í bíl á bílastæði og læsti sig síðan í þann við hliðina. Þeir eru báðir taldir ónýtir. Eldsupptök eru ókunn. Að öðru leyti var nóttin óvenju róleg að sögn lögreglu.

Vinnutímalöggjöf gerir Iceland Express grikk

Vísi barst í kvöld hringing frá móður með þrjú börn sem beið á Akureyrarflugvelli eftir flugi Iceland Express til Kaupmannahafnar. Bilun kom upp í flugvélinni sem átti upprunalega að fara í loftið klukkan 15.30.

Clapton skemmtir í Egilshöll

Talið er að um tólf þúsund manns hafi sótt tónleika gítarleikarans og söngvarans Eric Clapton í Egilshöllinni í kvöld.

N1 dregur eldsneytishækkanir tilbaka

N1 lækkaði eldsneytisverð nú síðdegis en félagið hafði hækkað verð á bensínlítra um tvær krónur og dísilolíu um eina krónu fyrr í dag. Samsvaraði lækkunin þeirri hækkun sem varð fyrr í dag.

Umhverfisverndarsinnar fagna Búðarhálsvirkjun

Umhverfisverndarsinnar fagna því að Landsvirkjun ætli að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun að nýju. Raforkan verður meðal annars seld álverinu í Straumsvík, sem er að undirbúa aukna framleiðslu í verinu með tæknilegum endurbótum.

Andstaða við för íslenskra ráðamanna til Kína

Samkvæmt skoðanakönnun Capasent fyrir Stöð 2 er fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu andvígur því að Forseti Íslands og Menntamálaráðherra séu viðstaddir Ólympíuleikana í Kína.

Sjá næstu 50 fréttir