Innlent

Gísli Marteinn: Kemur til greina að setja meira fé í Strætó

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í Reykjavík segir það koma til greina að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji meira fé í Strætó. Um 300 milljónir króna vantar í rekstrarfé hjá fyrirtækinu og tillögur liggja fyrir um að skerða þjónustu.

Það kostar um þrjá milljarða kóna á ári að reka strætó. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerða það. Þegar núverandi stjórn tók við eftir kosningar fyrir tveimur árum, vantaði milljarð króna í reksturinn til að endar næðu saman.

Margvíslegar breytingar voru gerðar á leiðakerfi og sú nýbreyttni tekin upp að hafa frítt í strætó fyrir nemendur í framhalds- og háskólum, en þann kostnað bera sveitarfélögin. Það er meðal annars hækkun á olíu- og launakostnaði ásamt hækkandi verði á varahlutum sem hafa aukið rekstrarkostnaðinn, þannig að nú vantar um 300 milljínir króna í rekstrarfé.

Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, sem var á kafi í garðvinnu heima hjá sér í dag þegar Stöð 2 bar að garði, segir að nú sé verið að skoða leiðir til að lækka kostnað og endurskoða leiðakerfið.

Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður Strætó bs. segir að ekki verði horfið frá því að hafa frítt í strætó fyrir nemendur í framhalds- og háskólum. Jafnvel hafi verið rætt um að hafa frítt fyrir alla í strætó til dæmis í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×