Fleiri fréttir Geir telur fráleitt að Sturla segi af sér vegna Grímseyjarferjumálsins Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að hann teldi fráleitt að Sturla Böðvarsson fyrrum samgönguráðherra segði af sér sem forseti alþingis vegna Grímseyjarferjumálsins. Geir sagði að Sturla hefði treyst Vegagerðinni og ekki gefið nein fyrirmæli sem leiddu til þeirrar stöðu sem er á málinu nú. 1.9.2007 13:23 Um 10 þúsund aðkomumenn á Ljósanótt Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. 1.9.2007 12:07 Hvað kostar heilbrigðisþjónusta eftir einkavæðingu? Vinstri grænir vilja að rannsakað verði hvaða afleiðingar markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu hefur haft á þjónustuna sjálfa og kostnaðinn. Þetta var samþykkt á flokksráðsfundi á Flúðum í gær. Hingað til hafa afleiðingar þessara breytinga ekki verið skoðaðar hér á landi. 1.9.2007 11:59 VG vill afdráttarlaust að Orkuveitan sé almenningseign Á flokksráðfundi VG sem nú stendur yfir var samþykkt ályktun sem kveður á um að VG vill afdráttarlaust að Orkuveita Reykjavíkur sé áfram í almenningseign. "Það er afdráttarlaus afstaða Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að samfélagsþjónustan, þar með talin Orkuveita Reykjavíkur, eigi að vera í eigu almennings. Af því verður ekki gefinn afsláttur undir nokkrum kringumstæðum." segir m.a. í ályktunni. 1.9.2007 11:48 Ekki hægt að misnota áframtengingu úr læstum síma Síminn hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Sjónvarpsins þess efnis að hringt hefði verði í 118 úr síma sem var með læsingu á símtöl í farsíma til þess að fá áframtengingu við farsímanúmer. Segir m.a. í henni að ekki sé hægt að misnota þjónustu 118 á þennan hátt. 1.9.2007 11:37 Íþróttahöllin við Vallakór tekið í notkun í dag Nýja íþróttahöllin við Vallakór í Vatnsendahverfi verður tekið í notkun við hátíðlega athöfn kl. 14 í dag með ávarpi Gunnars Birgissonar bæjarstjóra. Jafnfram verður greint frá úrslitum í samkeppni um nafn á höllina. 1.9.2007 10:14 Góður vöxtur á trjágróðri Góður vöxtur hefur verið á trjágróðri í sumar um allt land þrátt fyrir ótta manna um að þurrkar gætu haft alvarleg áhrif á vöxtinn. Í einstaka tilfellum hefur þurrkur þó hægt á vexti, sérstaklega þar sem jarðvegur er gljúpur og þurrsækinn. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. 1.9.2007 10:01 Hannes efstur á Íslandsmeistaramótinu í skák Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson hélt áfram sigurgöngu sinni á Íslandsmeistaramótinu í skák en hann vann Davíð Kjartansson í fjórðu umferð, sem fram fór í gærkvöldi og hefur 3,5 vinning, vinningi meira en næstu menn. Í 2.-3. sæti koma Þröstur Þórhallsson og Stefán Kristjánsson. 1.9.2007 09:24 Ljósanóttin friðsæl það sem af er helginni Ljósanóttin í Reykjanesbæ hefur farið fram á friðsælan hátt það sem af er helginni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar gisti aðeins einn maður fangageymslur hennar í nótt vegna ölvunnar og einn var tekinn vegna ölvunaraksturs. 1.9.2007 09:11 Ríkisskattstjóri boðar róttækar breytingar á skattframtali Stefnt er að því að sem flestir einstaklingar sleppi við að skila skattframtali og skattyfirvöld telji fram fyrir þá. Ríkisskattstjóri hyggst skera upp herör gegn því að fólk og fyrirtæki skili ekki skattframtali sínu. 1.9.2007 09:00 Nýr búðaklasi mun rísa á Laugavegi Arkitektar munu fyrir lok þessa mánaðar skila hugmyndum að hönnun nýbyggingar við Laugaveg 17 til 21 og reitnum þar fyrir aftan að Smiðjustíg. 1.9.2007 09:00 Sögulegar sættir á íslenskum bókamarkaði „Já, þú mátt alveg kalla það sögulegar sættir. Ég myndi kannski ekki hafa orðið „sögulegt“ um þetta en þetta er merkilegt og vonandi farsælt skref,“ segir Halldór Guðmundsson, væntanlegur stjórnarformaður Forlagsins, nýrrar bókaútgáfu. 1.9.2007 08:15 Stefnt í lífshættu af sambýlismönnum Þrjár konur sem leitað hafa aðstoðar Áfallamiðstöðvar eru taldar í stöðugri lífshættu vegna ofbeldis sambýlismanns. Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi. Gerandi ofbeldis gagnvart konum er oftast einhver nákominn þeim. 1.9.2007 08:00 Fjölmenni á Ljósanótt Mikið fjölmenni kom saman á Ljósanótt í Reykjanesbæ í kvöld. Að sögn lögreglu hefur allt gengið að óskum. Fólk sem Vísir talaði við í kvöld segir að líklega hafi hátt í sex þúsund manns komið saman í miðbænum þegar mest var. 31.8.2007 23:23 Vilja láta reka heilu innflytjendafjölskyldurnar úr landi Stærsti stjórnmálaflokkur Sviss hefur boðað mjög umdeilda lagasetningu sem gerir yfirvöldum kleift að senda heilu innflytjendafjölskyldurnar úr landi gerist einn fjölskyldumeðlimurinn brotlegur við lög. 31.8.2007 23:05 Lögreglukona slasaðist í átökum í Hafnarfirði Lögreglukona slasaðist í átökum við ölvaðan mann við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði um klukkan sex í dag. Konan fór á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Að sögn lögreglu kemur í ljós á morgun hve alvarleg meiðslin eru en óttast er að sprunga hafi myndast í kjálka. 31.8.2007 21:41 Endurskoðun vatnalaga stóð alltaf til Össur Skarphéðinsson segist ekki kippa sér upp við gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar þingmanns á endurskoðun vatnalaga sem nú er í gangi í iðnaðarráðuneytinu. Össur bendir á að alltaf hafi staðið til að skipa nefnd sem endurskoða átti lögin. Nefndin hafi aldrei verið skipuð og því færi vinnan nú fram. 31.8.2007 21:05 Bíll festist í Skillandsá Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni var kölluð út um klukkan 17:30 í dag vegna bifreiðar sem föst var í Skillandsá við bæinn Miðdal í Bláskógabyggð. Tveir menn voru í bílnum og þegar björgunarsveitin kom á staðinn voru þeir orðnir blautir þar sem flætt hafði inn í bílinn. 31.8.2007 20:50 Börn í einkaskólum fá ekki niðurgreiddan strætókostnað Skólastjóri Tjarnarskóla segir að skynsamlegra hefði verið að öll grunnskólabörn fengju frítt í strætó en ekki einungis framhalds-og háskólanemar. Hún segir börn í einkaskólum ekki fá niðurgreiddan strætókostnað. 31.8.2007 19:36 Kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða í undirbúningi Framleiðendur í Hollywood eru að undirbúa kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða. Hugmyndir eru um að Warren Beatty leiki Ronald Reagan og Anthony Hopkins leiki Mikael Gorbatsjov. Fulltrúar Clints Eastwoods og breska leikstjórans Ridleys Scott hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar um málið. 31.8.2007 19:20 Allt að milljarður króna í íþróttamannvirki á Selfossi Sveitarfélagið Árborg ætlar að verja allt að milljarði króna í endurnýjun og uppbyggingu íþróttamannavirkja á Selfossi á næstu árum. Framundan er undirbúningur fyrir landsmót árið 2012. 31.8.2007 19:09 Hafa afsalað sér hlutverki sínu Samfylkingin hefur afsalað sér því hlutverki að vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, segir formaður Vinstri grænna. Hann skaut föstum skotum á Samfylkinguna á flokksráðsfundi Vinstri grænna í dag en sagði Sjálfstæðisflokkinn þó áfram höfuðandstæðinginn. 31.8.2007 19:05 Tekur verkamann hálfa öld að afla mánaðar launatekna Kaupþingsforstjóra Laun bankastjóra Kaupþings, Glitnis og Landsbankans hafa hækkað um allt að sextánhundruð prósent á fjórum árum á sama tíma og meðallaun hafa hækkað um liðlega tuttugu og eitt prósent. Það tekur verkamann hartnær fimmtíu ár að vinna sér inn mánaðarlaun forstjóra Kaupþings. 31.8.2007 19:01 Óljóst hvað ríkisstjórnin stendur fyrir Ríkisstjórnin hefur setið við völd í hundrað daga. Stjórnmálafræðingur segir stjórnina hafa farið vel á stað, en formaður Vinstri-grænna segir óljóst hvað ríkisstjórnin standi fyrir. 31.8.2007 18:54 Fimm bíla árekstur við Grensásveg og tafir af þeim sökum Lögregla varar vegfarendur við töfum á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar en þar varð fimm bíla árekstur fyrr í dag. Eftir því sem segir í tilkynningu frá lögrglunni slasaðist enginn í árekstrinum. 31.8.2007 16:22 Guðmundur og frú í mál við DV Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, Helga Haraldsdóttir, kona hans, og Jón Arnarr Einarsson, fyrrverandi aðstoðarforstöðumaður Byrgisins, hafa ákveðið að höfða meiðyrðamál á hendur DV vegna umfjöllunar um þau í blaðinu í dag. 31.8.2007 16:11 Segir umsókn um rannsóknarleyfi í Gjástykki nærri þriggja ára gamla Umsókn Landsvirkjunar vegna rannsóknarleyfis í Gjástykki í grennd við Mýtvatn var fyrst lögð fram í október 2004 og fyrirtækið hafði áður ýtt á eftir málinu, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir að með ítrekunarbréfi Landsvirkjunar til iðnaðarráðuneytisins skömmu fyrir kosningar í vor hafi fyrirtækið aðeins verið að fylgja eftir hagsmunum sínum gagnvart stjórnsýslunni. 31.8.2007 15:47 Davíð dómaradólgur er margdæmdur Davíð Smári Helenarson, sem braut þrjú rifbein í knattspyrnudómara fyrr í vikunni eftir að hafa verið sýnt rauða spjaldið í leik í utandeildinni, er með dóma á bakinu fyrir líkamárásir og fyrir að hafa veist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. 31.8.2007 15:41 Játuðu innbrot í einbýlishús í Garðabæ Fjórir karlmenn á tvítugsaldri hafa játað hafa brotist inn á heimili við Bæjargil í Garðabæ og hreiðrað þar um sig á meðan húsráðendur voru í útlöndum. Eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni þekkti einni aðilanna til íbúanna í húsinu og vissi því að þeir voru á leið til útlanda. 31.8.2007 15:28 Kannski var þetta skrifað í stjörnurnar segir Jóhann Páll "Kannski var þetta skrifað í stjörnunar," segir Jóhann Páll Valdimarsson um tilurð Forlagsins sem nú hefur verið stofnað. Jóhann Páll verður útgefandi og hann segir það ánægjulegt fyrir sig að hans gamla útgáfa, Forlagið, er nú gengin í endurnýjun lífdaga..."að ýmsu viðbættu." 31.8.2007 15:21 OR selur Landsneti flutningsvirki sín Landsnet hefur undirritað samning við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á flutningsvirkjum í eigu Orkuveitunnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar en það er greitt með 900 milljónum króna í reiðufé en 400 milljónum í hlutafé sem jafngildir um átta prósenta hlut í Landsneti. 31.8.2007 15:05 Bókaútgáfurisi orðinn til með sameiningu JPV og Eddu Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að bókadeild Eddu útgáfu, sem Mál og menning er að kaupa og JPV útgáfa verði sameinuð í einu útgáfufyrirtæki. Mun félagið hljóta nafnið Forlagið. Árni Einarsson forstjóri Eddu segir að þetta hafi borið mjög brátt að, raunar innan síðasta sólarhrings. "Við stefnum að sterkri alhliða bókaútgáfu," segir Árni. 31.8.2007 14:52 Forstjóri OR sendir starfsfólki bréf um að hafa ekki áhyggjur Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitunnar hefur sent öllu starfsfólki sínu bréf þar sem það er beðið að hafa ekki neinar áhyggjur af áformum um hlutafélagsvæðingu fyrirtækisins. „Hugsanleg breyting á félagsformi Orkuveitunnar hefur engin áhrif á réttindi, skyldur eða kjör þín sem starfsmanns fyrirtækisins,“ segir Guðmundur m.a. í bréfinu. 31.8.2007 14:27 Ríkisstjórnarflokkar hafi aðeins ákveðið að mynda ríkisstjórn Ríkisstjórnin hefur gert fremur lítið, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, en um 100 dagar eru frá því að ríkisstjórnin komst til valda. Steingrímur segir samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar byggt á óljósum sáttmála og að ríkisstjórnarflokkarnir hafi raun ekki tekið neinar ákvarðanir aðrar en að mynda ríkisstjórnina. 31.8.2007 14:24 Fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar til Fjarðaáls Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í stjórnunar- og stefnumótunarteymi Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. 31.8.2007 13:47 Tveggja ára stúlka og systir hennar í mikilli hættu í Leifsstöð Tveggja ára stúlka og tæplega tvítug systir hennar voru í mikilli hættu í Leifstöð í snemma í gærmorgun. Sú tveggja ára náði að klifra upp á færibandið við innritunarborðið og fór með því ásamt öðrum farangri í átt að öryggiseftirlitinu. Systir hennar henti sér á eftir henni en vegna mannlegra mistaka stúlkunnar sem var að innrita þær í flug var neyðarhappur ekki notaður til að stöðva færibandið. 31.8.2007 13:39 Mikill áhugi fyrir Tíma nornarinnar í Frakklandi Mikil áhugi virðist vera fyrir glæpasögu Árna Þórarinssonar, Tími nornarinnar, í Frakklandi. Eftir því sem segir í tilkynningu frá JPV útgáfu kemur bókin út í næstu viku í landinu og nema biðpantanir nú þegar fleiri eintökum en útgefandinn, Métailie, hafði prentað. Því hefur þegar verið ákveðið að endurprenta bókina. 31.8.2007 13:10 Óvilhallir matsmenn kallaðir til í olíumálinu Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að kallaðir skyldu til óvilhallir matsmenn í máli stóru olíufélaganna á hendur Samkeppniseftirlitinu. 31.8.2007 12:54 Bæjarstjóraskipti í Mosfellsbæ í dag Haraldur Sverrisson tekur við starfi bæjarstjóra Mosfellsbæjar í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur sem sest nú á þing í október. Hún hefur gegnt starfi bæjarstjóra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í rúmlega fimm ár. 31.8.2007 12:30 Þúsundir vopna bíða eyðingar á Suðurnesjum Tilraunir Íslendinga til að smygla ólöglegum vopnum til landsins hafa aukist stórlega. Flóran í vopnum hefur auk þess aukist mikið. Nokkur þúsund vopn eru nú í geymslu hjá Tollgæslunni á Suðurnesjum sem bíða eyðingar. 31.8.2007 12:09 Grunuð um aðild að meintum kynferðisbrotum Guðmundar Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns Byrgisins, er grunuð um að hafa tekið þátt í meintum kynferðisbrotum eiginmanns síns gagnvart konum sem dvöldu á meðferðarheimilinu og hefur verið yfirheyrð af lögreglu í tengslum við málið. 31.8.2007 12:00 Ekki lengur Landspítali - háskólasjúkrahús Landspítali - háskólasjúkrahús mun ekki áfram bera það nafn heldur aðeins heita Landspítali um leið og ný heilbrigðislög taka gildi ámorgun. Fram kemur í tilkynningu frá stjórnarnefnd spítalans að með lögunum felist margar breytingar á skipulagi og stjórnun heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 31.8.2007 11:59 Gunnar segir bústaðsbrunann mikið áfall Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, staðfesti í samtali við Vísi að sumarbústaðurinn sem brann til grunna í Grímsnesi í morgun hafi verið í hans eigu. Gunnar segir þetta mikið áfall fyrir fjölskylduna enda um griðastað hennar að ræða. Hann segir mikið af persónulegum munum hafa verið í bústaðnum. Gunnar var mjög daufur í dálkinn og sagði lögreglu kanna eldupptök. 31.8.2007 11:55 Sjálfsagt að rannsókn fari fram á rannsóknarleyfi Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir alveg sjálfsagt að rannsókn fari fram á því hvernig leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki í grennd við Mývatn var veitt. Hann segir allar umsagnir í málinu hafa legið fyrir og málið hefði getað verið afgreitt fyrr. 31.8.2007 11:37 Eldsprenging í sumarbústað í Grímsnesi Eldsprenging varð í brennandi sumarbústað rétt í þann mund sem reykkafarar Brunavarna Suðurlands ætluðu að ráðast til inngöngu til að ganga úr skugga um hvort einhver væri inni í bústaðnum. Slökkviliðsmennina sakaði ekki og í ljós kom að engin hefur verið í honum frá því um síðustu helgi. 31.8.2007 10:55 Sjá næstu 50 fréttir
Geir telur fráleitt að Sturla segi af sér vegna Grímseyjarferjumálsins Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að hann teldi fráleitt að Sturla Böðvarsson fyrrum samgönguráðherra segði af sér sem forseti alþingis vegna Grímseyjarferjumálsins. Geir sagði að Sturla hefði treyst Vegagerðinni og ekki gefið nein fyrirmæli sem leiddu til þeirrar stöðu sem er á málinu nú. 1.9.2007 13:23
Um 10 þúsund aðkomumenn á Ljósanótt Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. 1.9.2007 12:07
Hvað kostar heilbrigðisþjónusta eftir einkavæðingu? Vinstri grænir vilja að rannsakað verði hvaða afleiðingar markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu hefur haft á þjónustuna sjálfa og kostnaðinn. Þetta var samþykkt á flokksráðsfundi á Flúðum í gær. Hingað til hafa afleiðingar þessara breytinga ekki verið skoðaðar hér á landi. 1.9.2007 11:59
VG vill afdráttarlaust að Orkuveitan sé almenningseign Á flokksráðfundi VG sem nú stendur yfir var samþykkt ályktun sem kveður á um að VG vill afdráttarlaust að Orkuveita Reykjavíkur sé áfram í almenningseign. "Það er afdráttarlaus afstaða Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að samfélagsþjónustan, þar með talin Orkuveita Reykjavíkur, eigi að vera í eigu almennings. Af því verður ekki gefinn afsláttur undir nokkrum kringumstæðum." segir m.a. í ályktunni. 1.9.2007 11:48
Ekki hægt að misnota áframtengingu úr læstum síma Síminn hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Sjónvarpsins þess efnis að hringt hefði verði í 118 úr síma sem var með læsingu á símtöl í farsíma til þess að fá áframtengingu við farsímanúmer. Segir m.a. í henni að ekki sé hægt að misnota þjónustu 118 á þennan hátt. 1.9.2007 11:37
Íþróttahöllin við Vallakór tekið í notkun í dag Nýja íþróttahöllin við Vallakór í Vatnsendahverfi verður tekið í notkun við hátíðlega athöfn kl. 14 í dag með ávarpi Gunnars Birgissonar bæjarstjóra. Jafnfram verður greint frá úrslitum í samkeppni um nafn á höllina. 1.9.2007 10:14
Góður vöxtur á trjágróðri Góður vöxtur hefur verið á trjágróðri í sumar um allt land þrátt fyrir ótta manna um að þurrkar gætu haft alvarleg áhrif á vöxtinn. Í einstaka tilfellum hefur þurrkur þó hægt á vexti, sérstaklega þar sem jarðvegur er gljúpur og þurrsækinn. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. 1.9.2007 10:01
Hannes efstur á Íslandsmeistaramótinu í skák Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson hélt áfram sigurgöngu sinni á Íslandsmeistaramótinu í skák en hann vann Davíð Kjartansson í fjórðu umferð, sem fram fór í gærkvöldi og hefur 3,5 vinning, vinningi meira en næstu menn. Í 2.-3. sæti koma Þröstur Þórhallsson og Stefán Kristjánsson. 1.9.2007 09:24
Ljósanóttin friðsæl það sem af er helginni Ljósanóttin í Reykjanesbæ hefur farið fram á friðsælan hátt það sem af er helginni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar gisti aðeins einn maður fangageymslur hennar í nótt vegna ölvunnar og einn var tekinn vegna ölvunaraksturs. 1.9.2007 09:11
Ríkisskattstjóri boðar róttækar breytingar á skattframtali Stefnt er að því að sem flestir einstaklingar sleppi við að skila skattframtali og skattyfirvöld telji fram fyrir þá. Ríkisskattstjóri hyggst skera upp herör gegn því að fólk og fyrirtæki skili ekki skattframtali sínu. 1.9.2007 09:00
Nýr búðaklasi mun rísa á Laugavegi Arkitektar munu fyrir lok þessa mánaðar skila hugmyndum að hönnun nýbyggingar við Laugaveg 17 til 21 og reitnum þar fyrir aftan að Smiðjustíg. 1.9.2007 09:00
Sögulegar sættir á íslenskum bókamarkaði „Já, þú mátt alveg kalla það sögulegar sættir. Ég myndi kannski ekki hafa orðið „sögulegt“ um þetta en þetta er merkilegt og vonandi farsælt skref,“ segir Halldór Guðmundsson, væntanlegur stjórnarformaður Forlagsins, nýrrar bókaútgáfu. 1.9.2007 08:15
Stefnt í lífshættu af sambýlismönnum Þrjár konur sem leitað hafa aðstoðar Áfallamiðstöðvar eru taldar í stöðugri lífshættu vegna ofbeldis sambýlismanns. Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi. Gerandi ofbeldis gagnvart konum er oftast einhver nákominn þeim. 1.9.2007 08:00
Fjölmenni á Ljósanótt Mikið fjölmenni kom saman á Ljósanótt í Reykjanesbæ í kvöld. Að sögn lögreglu hefur allt gengið að óskum. Fólk sem Vísir talaði við í kvöld segir að líklega hafi hátt í sex þúsund manns komið saman í miðbænum þegar mest var. 31.8.2007 23:23
Vilja láta reka heilu innflytjendafjölskyldurnar úr landi Stærsti stjórnmálaflokkur Sviss hefur boðað mjög umdeilda lagasetningu sem gerir yfirvöldum kleift að senda heilu innflytjendafjölskyldurnar úr landi gerist einn fjölskyldumeðlimurinn brotlegur við lög. 31.8.2007 23:05
Lögreglukona slasaðist í átökum í Hafnarfirði Lögreglukona slasaðist í átökum við ölvaðan mann við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði um klukkan sex í dag. Konan fór á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Að sögn lögreglu kemur í ljós á morgun hve alvarleg meiðslin eru en óttast er að sprunga hafi myndast í kjálka. 31.8.2007 21:41
Endurskoðun vatnalaga stóð alltaf til Össur Skarphéðinsson segist ekki kippa sér upp við gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar þingmanns á endurskoðun vatnalaga sem nú er í gangi í iðnaðarráðuneytinu. Össur bendir á að alltaf hafi staðið til að skipa nefnd sem endurskoða átti lögin. Nefndin hafi aldrei verið skipuð og því færi vinnan nú fram. 31.8.2007 21:05
Bíll festist í Skillandsá Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni var kölluð út um klukkan 17:30 í dag vegna bifreiðar sem föst var í Skillandsá við bæinn Miðdal í Bláskógabyggð. Tveir menn voru í bílnum og þegar björgunarsveitin kom á staðinn voru þeir orðnir blautir þar sem flætt hafði inn í bílinn. 31.8.2007 20:50
Börn í einkaskólum fá ekki niðurgreiddan strætókostnað Skólastjóri Tjarnarskóla segir að skynsamlegra hefði verið að öll grunnskólabörn fengju frítt í strætó en ekki einungis framhalds-og háskólanemar. Hún segir börn í einkaskólum ekki fá niðurgreiddan strætókostnað. 31.8.2007 19:36
Kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða í undirbúningi Framleiðendur í Hollywood eru að undirbúa kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða. Hugmyndir eru um að Warren Beatty leiki Ronald Reagan og Anthony Hopkins leiki Mikael Gorbatsjov. Fulltrúar Clints Eastwoods og breska leikstjórans Ridleys Scott hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar um málið. 31.8.2007 19:20
Allt að milljarður króna í íþróttamannvirki á Selfossi Sveitarfélagið Árborg ætlar að verja allt að milljarði króna í endurnýjun og uppbyggingu íþróttamannavirkja á Selfossi á næstu árum. Framundan er undirbúningur fyrir landsmót árið 2012. 31.8.2007 19:09
Hafa afsalað sér hlutverki sínu Samfylkingin hefur afsalað sér því hlutverki að vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, segir formaður Vinstri grænna. Hann skaut föstum skotum á Samfylkinguna á flokksráðsfundi Vinstri grænna í dag en sagði Sjálfstæðisflokkinn þó áfram höfuðandstæðinginn. 31.8.2007 19:05
Tekur verkamann hálfa öld að afla mánaðar launatekna Kaupþingsforstjóra Laun bankastjóra Kaupþings, Glitnis og Landsbankans hafa hækkað um allt að sextánhundruð prósent á fjórum árum á sama tíma og meðallaun hafa hækkað um liðlega tuttugu og eitt prósent. Það tekur verkamann hartnær fimmtíu ár að vinna sér inn mánaðarlaun forstjóra Kaupþings. 31.8.2007 19:01
Óljóst hvað ríkisstjórnin stendur fyrir Ríkisstjórnin hefur setið við völd í hundrað daga. Stjórnmálafræðingur segir stjórnina hafa farið vel á stað, en formaður Vinstri-grænna segir óljóst hvað ríkisstjórnin standi fyrir. 31.8.2007 18:54
Fimm bíla árekstur við Grensásveg og tafir af þeim sökum Lögregla varar vegfarendur við töfum á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar en þar varð fimm bíla árekstur fyrr í dag. Eftir því sem segir í tilkynningu frá lögrglunni slasaðist enginn í árekstrinum. 31.8.2007 16:22
Guðmundur og frú í mál við DV Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, Helga Haraldsdóttir, kona hans, og Jón Arnarr Einarsson, fyrrverandi aðstoðarforstöðumaður Byrgisins, hafa ákveðið að höfða meiðyrðamál á hendur DV vegna umfjöllunar um þau í blaðinu í dag. 31.8.2007 16:11
Segir umsókn um rannsóknarleyfi í Gjástykki nærri þriggja ára gamla Umsókn Landsvirkjunar vegna rannsóknarleyfis í Gjástykki í grennd við Mýtvatn var fyrst lögð fram í október 2004 og fyrirtækið hafði áður ýtt á eftir málinu, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir að með ítrekunarbréfi Landsvirkjunar til iðnaðarráðuneytisins skömmu fyrir kosningar í vor hafi fyrirtækið aðeins verið að fylgja eftir hagsmunum sínum gagnvart stjórnsýslunni. 31.8.2007 15:47
Davíð dómaradólgur er margdæmdur Davíð Smári Helenarson, sem braut þrjú rifbein í knattspyrnudómara fyrr í vikunni eftir að hafa verið sýnt rauða spjaldið í leik í utandeildinni, er með dóma á bakinu fyrir líkamárásir og fyrir að hafa veist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. 31.8.2007 15:41
Játuðu innbrot í einbýlishús í Garðabæ Fjórir karlmenn á tvítugsaldri hafa játað hafa brotist inn á heimili við Bæjargil í Garðabæ og hreiðrað þar um sig á meðan húsráðendur voru í útlöndum. Eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni þekkti einni aðilanna til íbúanna í húsinu og vissi því að þeir voru á leið til útlanda. 31.8.2007 15:28
Kannski var þetta skrifað í stjörnurnar segir Jóhann Páll "Kannski var þetta skrifað í stjörnunar," segir Jóhann Páll Valdimarsson um tilurð Forlagsins sem nú hefur verið stofnað. Jóhann Páll verður útgefandi og hann segir það ánægjulegt fyrir sig að hans gamla útgáfa, Forlagið, er nú gengin í endurnýjun lífdaga..."að ýmsu viðbættu." 31.8.2007 15:21
OR selur Landsneti flutningsvirki sín Landsnet hefur undirritað samning við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á flutningsvirkjum í eigu Orkuveitunnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar en það er greitt með 900 milljónum króna í reiðufé en 400 milljónum í hlutafé sem jafngildir um átta prósenta hlut í Landsneti. 31.8.2007 15:05
Bókaútgáfurisi orðinn til með sameiningu JPV og Eddu Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að bókadeild Eddu útgáfu, sem Mál og menning er að kaupa og JPV útgáfa verði sameinuð í einu útgáfufyrirtæki. Mun félagið hljóta nafnið Forlagið. Árni Einarsson forstjóri Eddu segir að þetta hafi borið mjög brátt að, raunar innan síðasta sólarhrings. "Við stefnum að sterkri alhliða bókaútgáfu," segir Árni. 31.8.2007 14:52
Forstjóri OR sendir starfsfólki bréf um að hafa ekki áhyggjur Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitunnar hefur sent öllu starfsfólki sínu bréf þar sem það er beðið að hafa ekki neinar áhyggjur af áformum um hlutafélagsvæðingu fyrirtækisins. „Hugsanleg breyting á félagsformi Orkuveitunnar hefur engin áhrif á réttindi, skyldur eða kjör þín sem starfsmanns fyrirtækisins,“ segir Guðmundur m.a. í bréfinu. 31.8.2007 14:27
Ríkisstjórnarflokkar hafi aðeins ákveðið að mynda ríkisstjórn Ríkisstjórnin hefur gert fremur lítið, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, en um 100 dagar eru frá því að ríkisstjórnin komst til valda. Steingrímur segir samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar byggt á óljósum sáttmála og að ríkisstjórnarflokkarnir hafi raun ekki tekið neinar ákvarðanir aðrar en að mynda ríkisstjórnina. 31.8.2007 14:24
Fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar til Fjarðaáls Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í stjórnunar- og stefnumótunarteymi Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. 31.8.2007 13:47
Tveggja ára stúlka og systir hennar í mikilli hættu í Leifsstöð Tveggja ára stúlka og tæplega tvítug systir hennar voru í mikilli hættu í Leifstöð í snemma í gærmorgun. Sú tveggja ára náði að klifra upp á færibandið við innritunarborðið og fór með því ásamt öðrum farangri í átt að öryggiseftirlitinu. Systir hennar henti sér á eftir henni en vegna mannlegra mistaka stúlkunnar sem var að innrita þær í flug var neyðarhappur ekki notaður til að stöðva færibandið. 31.8.2007 13:39
Mikill áhugi fyrir Tíma nornarinnar í Frakklandi Mikil áhugi virðist vera fyrir glæpasögu Árna Þórarinssonar, Tími nornarinnar, í Frakklandi. Eftir því sem segir í tilkynningu frá JPV útgáfu kemur bókin út í næstu viku í landinu og nema biðpantanir nú þegar fleiri eintökum en útgefandinn, Métailie, hafði prentað. Því hefur þegar verið ákveðið að endurprenta bókina. 31.8.2007 13:10
Óvilhallir matsmenn kallaðir til í olíumálinu Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að kallaðir skyldu til óvilhallir matsmenn í máli stóru olíufélaganna á hendur Samkeppniseftirlitinu. 31.8.2007 12:54
Bæjarstjóraskipti í Mosfellsbæ í dag Haraldur Sverrisson tekur við starfi bæjarstjóra Mosfellsbæjar í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur sem sest nú á þing í október. Hún hefur gegnt starfi bæjarstjóra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í rúmlega fimm ár. 31.8.2007 12:30
Þúsundir vopna bíða eyðingar á Suðurnesjum Tilraunir Íslendinga til að smygla ólöglegum vopnum til landsins hafa aukist stórlega. Flóran í vopnum hefur auk þess aukist mikið. Nokkur þúsund vopn eru nú í geymslu hjá Tollgæslunni á Suðurnesjum sem bíða eyðingar. 31.8.2007 12:09
Grunuð um aðild að meintum kynferðisbrotum Guðmundar Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar, fyrrverandi forstöðumanns Byrgisins, er grunuð um að hafa tekið þátt í meintum kynferðisbrotum eiginmanns síns gagnvart konum sem dvöldu á meðferðarheimilinu og hefur verið yfirheyrð af lögreglu í tengslum við málið. 31.8.2007 12:00
Ekki lengur Landspítali - háskólasjúkrahús Landspítali - háskólasjúkrahús mun ekki áfram bera það nafn heldur aðeins heita Landspítali um leið og ný heilbrigðislög taka gildi ámorgun. Fram kemur í tilkynningu frá stjórnarnefnd spítalans að með lögunum felist margar breytingar á skipulagi og stjórnun heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 31.8.2007 11:59
Gunnar segir bústaðsbrunann mikið áfall Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, staðfesti í samtali við Vísi að sumarbústaðurinn sem brann til grunna í Grímsnesi í morgun hafi verið í hans eigu. Gunnar segir þetta mikið áfall fyrir fjölskylduna enda um griðastað hennar að ræða. Hann segir mikið af persónulegum munum hafa verið í bústaðnum. Gunnar var mjög daufur í dálkinn og sagði lögreglu kanna eldupptök. 31.8.2007 11:55
Sjálfsagt að rannsókn fari fram á rannsóknarleyfi Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir alveg sjálfsagt að rannsókn fari fram á því hvernig leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki í grennd við Mývatn var veitt. Hann segir allar umsagnir í málinu hafa legið fyrir og málið hefði getað verið afgreitt fyrr. 31.8.2007 11:37
Eldsprenging í sumarbústað í Grímsnesi Eldsprenging varð í brennandi sumarbústað rétt í þann mund sem reykkafarar Brunavarna Suðurlands ætluðu að ráðast til inngöngu til að ganga úr skugga um hvort einhver væri inni í bústaðnum. Slökkviliðsmennina sakaði ekki og í ljós kom að engin hefur verið í honum frá því um síðustu helgi. 31.8.2007 10:55
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent