Stefnt í lífshættu af sambýlismönnum 1. september 2007 08:00 Samkvæmt rannsóknum hefur þriðjungur kvenna orðið fyrir ofbeldi, oftast af hendi einhvers sem þær þekkja. Valli Þrjár konur, sem leitað hafa til Áfallamiðstöðvar Landspítalans í Fossvogi, eru í stöðugri lífshættu vegna kúgunar sambýlismanns. Þetta segir dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur á Áfallamiðstöðinni. „Þær hafa leitað til okkar og árásirnar, ógnirnar og áverkarnir, þetta hefur allt verið mjög alvarlegt. Þetta er endurtekið ofbeldi sem er enn í gangi. Ofbeldismaðurinn er stöðugt að ógna og maður veit aldrei hvenær lífshættuleg árás getur átt sér stað,“ segir Berglind. Fjöldi kvenna leitar aðstoðar Áfallamiðstöðvar vegna ofbeldis. „Konur koma annaðhvort til okkar beint út af ofbeldinu, eða leita til okkar vegna áverka sem grunur leikur á að séu vegna heimilisofbeldis,“ segir Berglind. „Oft koma konurnar inn með ofbeldismanninum,“ segir Berglind. „Hann kemur og stendur vörð um þær, til að tryggja að þær segi ekki frá. Starfsfólk þarf að geta greint vandann þegar konur koma ítrekað inn með óskilgreinda áverka.“ Berglind segir að konurnar þori oft ekki að segja frá ofbeldinu og stundum sé nauðsynlegt að spyrja þær beint um það. „Þær óttast mennina svo mikið að þær eru hræddar við að kæra og fara lagalegu hliðina. Þær óttast jafnvel að fara úr ofbeldissambandinu, en rannsóknir sýna að ofbeldi versnar oft við að þær fara úr sambandinu,“ segir Berglind. Oft hafa lögreglan og stuðningssamtök engin ráð til að stöðva ofbeldismenn, að sögn Berglindar. „Stundum hverfa konurnar frá okkur og afþakka þjónustu. Þá vitum við ekki hvað verður um þær. Ef ofbeldismaðurinn er á einhvern hátt í lífi konunnar stoppar ofbeldið ekki nema hann leiti sér hjálpar.“ Í kynferðisafbrotamálum fær þolandinn lögfræði- og sálfræðiþjónustu og eftirfylgd ef hann vill. Berglind segir stefnt að því að setja heimilisofbeldismálin í sama farveg, en til þess vanti peninga. „Við bindum vonir við að það fáist fjármagn til að byggja þessa þjónustu upp enn frekar og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur sagst ætla að setja málaflokkinn í forgang,“ segir Berglind. Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Sjá meira
Þrjár konur, sem leitað hafa til Áfallamiðstöðvar Landspítalans í Fossvogi, eru í stöðugri lífshættu vegna kúgunar sambýlismanns. Þetta segir dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur á Áfallamiðstöðinni. „Þær hafa leitað til okkar og árásirnar, ógnirnar og áverkarnir, þetta hefur allt verið mjög alvarlegt. Þetta er endurtekið ofbeldi sem er enn í gangi. Ofbeldismaðurinn er stöðugt að ógna og maður veit aldrei hvenær lífshættuleg árás getur átt sér stað,“ segir Berglind. Fjöldi kvenna leitar aðstoðar Áfallamiðstöðvar vegna ofbeldis. „Konur koma annaðhvort til okkar beint út af ofbeldinu, eða leita til okkar vegna áverka sem grunur leikur á að séu vegna heimilisofbeldis,“ segir Berglind. „Oft koma konurnar inn með ofbeldismanninum,“ segir Berglind. „Hann kemur og stendur vörð um þær, til að tryggja að þær segi ekki frá. Starfsfólk þarf að geta greint vandann þegar konur koma ítrekað inn með óskilgreinda áverka.“ Berglind segir að konurnar þori oft ekki að segja frá ofbeldinu og stundum sé nauðsynlegt að spyrja þær beint um það. „Þær óttast mennina svo mikið að þær eru hræddar við að kæra og fara lagalegu hliðina. Þær óttast jafnvel að fara úr ofbeldissambandinu, en rannsóknir sýna að ofbeldi versnar oft við að þær fara úr sambandinu,“ segir Berglind. Oft hafa lögreglan og stuðningssamtök engin ráð til að stöðva ofbeldismenn, að sögn Berglindar. „Stundum hverfa konurnar frá okkur og afþakka þjónustu. Þá vitum við ekki hvað verður um þær. Ef ofbeldismaðurinn er á einhvern hátt í lífi konunnar stoppar ofbeldið ekki nema hann leiti sér hjálpar.“ Í kynferðisafbrotamálum fær þolandinn lögfræði- og sálfræðiþjónustu og eftirfylgd ef hann vill. Berglind segir stefnt að því að setja heimilisofbeldismálin í sama farveg, en til þess vanti peninga. „Við bindum vonir við að það fáist fjármagn til að byggja þessa þjónustu upp enn frekar og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur sagst ætla að setja málaflokkinn í forgang,“ segir Berglind.
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Sjá meira