Endurskoðun vatnalaga stóð alltaf til 31. ágúst 2007 21:05 Nefnd sem átti að endurskoða vatnalögin var aldrei skipuð. MYND/GVA Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segist ekki kippa sér upp við gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á endurskoðun vatnalaga sem nú er í gangi í iðnaðarráðuneytinu. Össur bendir á að forveri hans í starfi hafi sagst ætla að skipa nefnd sem átti að taka til skoðunar hvernig lögin samræmdust öðrum lögum og ekki síst vatnalaga tilskipun Evróðusambandsins. Þessi nefnd hafi aldrei verið skipuð og því færi vinnan nú fram í ráðuneytinu. Sigurður Kári hefur sagt í fjölmiðlum að hann líti á endurskoðunina á þann veg að Össur sé að fylgja eftir þeim málflutningi sem hann hafði uppi á Alþingi þegar hann var í stjórnarandstöðu, en Össur var mótfallinn frumvarpinu. „Það er hugsanlegt að Sigurður Kári vilji launa sínum góða vini úr iðnaðarráðuneytinu löðrunginn forðum þegar við tókumst á um málið á sínum tíma," segir Össur í samtali við Vísi. „Hins vegar er Sigurður Kári drengur góður og maður orða sinna og hann hlýtur að muna eftir því að talsmenn ríkisstjórnar margítrekuðu að meginbreytingin sem gerð var á vatnalögunum var formbreyting en ekki efnisbreyting." Össur segir því að ef Sigurður Kári er heill í stjórnarsamstarfinu þá hljóti honum í léttu rúmi að liggja þó breytingar séu gerðar á frumvarpinu. Össur segir að það sem mestu máli skipti sé sú staðreynd að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra hafi lýst því yfir á sínum tíma, þegar lögin voru samþykkt en gildistöku frestað, að sérstök nefnd yrði skipuð sem taka ætti til skoðunar hvernig lögin samræmdust öðrum lögum og ekki síst vatnatilskipun Evrópusambandsins. „Þetta var loforð síðustu ríkistjórnar til þingheims alls," segir Össur. „Þegar ég kom til starfa hér í ráðuneytinu fór ég að leita eftir því hver niðurstaða þessarar nefndar hefði verið og komst þá að því að hún hafði aldrei verið skipuð. Það er því morgunljóst að þessi samræming er eftir." Össur segir að það ætti ekki að ræna Sigurð Kára Svefninum þó að hann reyni að standa við það sem síðasti meirihluti á þingi og þar á meðal Sigurður Kári hafi sagt á sínum tíma. „Þetta ætti Sigurður Kári að vita og þess vegna á það ekki að koma honum á óvart að ég ætli að endurskoða lögin, nema að þetta endurspegli einhverskonar minnisglöp sem aldur þingmannsins ætti ekki að gefa til kynna," segir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra að lokum. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segist ekki kippa sér upp við gagnrýni Sigurðar Kára Kristjánssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á endurskoðun vatnalaga sem nú er í gangi í iðnaðarráðuneytinu. Össur bendir á að forveri hans í starfi hafi sagst ætla að skipa nefnd sem átti að taka til skoðunar hvernig lögin samræmdust öðrum lögum og ekki síst vatnalaga tilskipun Evróðusambandsins. Þessi nefnd hafi aldrei verið skipuð og því færi vinnan nú fram í ráðuneytinu. Sigurður Kári hefur sagt í fjölmiðlum að hann líti á endurskoðunina á þann veg að Össur sé að fylgja eftir þeim málflutningi sem hann hafði uppi á Alþingi þegar hann var í stjórnarandstöðu, en Össur var mótfallinn frumvarpinu. „Það er hugsanlegt að Sigurður Kári vilji launa sínum góða vini úr iðnaðarráðuneytinu löðrunginn forðum þegar við tókumst á um málið á sínum tíma," segir Össur í samtali við Vísi. „Hins vegar er Sigurður Kári drengur góður og maður orða sinna og hann hlýtur að muna eftir því að talsmenn ríkisstjórnar margítrekuðu að meginbreytingin sem gerð var á vatnalögunum var formbreyting en ekki efnisbreyting." Össur segir því að ef Sigurður Kári er heill í stjórnarsamstarfinu þá hljóti honum í léttu rúmi að liggja þó breytingar séu gerðar á frumvarpinu. Össur segir að það sem mestu máli skipti sé sú staðreynd að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra hafi lýst því yfir á sínum tíma, þegar lögin voru samþykkt en gildistöku frestað, að sérstök nefnd yrði skipuð sem taka ætti til skoðunar hvernig lögin samræmdust öðrum lögum og ekki síst vatnatilskipun Evrópusambandsins. „Þetta var loforð síðustu ríkistjórnar til þingheims alls," segir Össur. „Þegar ég kom til starfa hér í ráðuneytinu fór ég að leita eftir því hver niðurstaða þessarar nefndar hefði verið og komst þá að því að hún hafði aldrei verið skipuð. Það er því morgunljóst að þessi samræming er eftir." Össur segir að það ætti ekki að ræna Sigurð Kára Svefninum þó að hann reyni að standa við það sem síðasti meirihluti á þingi og þar á meðal Sigurður Kári hafi sagt á sínum tíma. „Þetta ætti Sigurður Kári að vita og þess vegna á það ekki að koma honum á óvart að ég ætli að endurskoða lögin, nema að þetta endurspegli einhverskonar minnisglöp sem aldur þingmannsins ætti ekki að gefa til kynna," segir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra að lokum.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira