Fleiri fréttir

Vildi láta lögguna hræða strákinn

Lögregla var kölluð að heimili í borginni í gær vegna ófriðar sem orsakaðist af því unglingnum á heimilinu var meinað fara í tölvuna. Að sögn lögreglu hefur tilfellum af þessu taginu fjölgað. Móðir unglingsins bað lögregluna um að „hræða“ soninn, en við því var ekki orðið enda ekki í verkahring embættisins að sögn lögreglu.

Tveir fluttir á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur

Fjórir bílar lentu í harðri aftanákeyrslu á Höfðabakkabrú klukkan sex í dag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild og sá þriðji fór þangað af sjálfsdáðum. Tvo bíla þurfti að flytja á brott með dráttarbíl. Þá urðu tvö önnur óhöpp á höfuðborgarsvæðinu um svipað leyti.

80 ára gamlar skipulagshugmyndir til skoðunar

Akureyrarbær er að skoða 80 ára hugmyndir Guðjóns Samúelssonar um breyttan miðbæ Bæjarstjóri vísar því á bug að ákvarðanafælni sé vandamál í skipulagsmálum.

Öflugt eftirlit ÍTR með íþrótta-tómstundafélögum

Öflugt eftirlit er með þeim níutíu íþrótta-og tómstundafélögum sem eiga aðild að frístundakortakerfi Reykjavíkurborgar af ótta við að þau hækki þátttökugjöldin með tilkomu kortanna. Á morgun geta rúmlega tuttugu þúsund börn byrjað að nota frístundakortin.

Segir lyfjarisa standa í vegi fyrir Pharmartica

Talsmaður lyfjafyrirtækisins Pharmartica á Grenivík segir að stóru lyfjarisarnir á Íslandi standi í vegi fyrir því að fyrirtækið fái að dafna. Erfitt sé að fá inni í apótekum með nýja vöru.

Þrjú umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu á svipuðum tíma

Þrjú umferðaróhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu á svipuðum tíma nú fyrir skömmu síðan. Tvær litlar rútur skullu saman í Lönguhlíð, Fjórir bílar rákust saman á Höfðabakkabrú og á Strandgötu í Hafnarfirði varð árekstur og er sjúkralið á leið á staðinn.

Íslenska IKEA dýrara en það sænska

Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn.

Orkuveita Reykjavíkur verði hlutafélag

Orkuveitu Reykjavíkur verður breytt í hlutafélag, nái tillögur meirihlutans í borgarstjórn fram að ganga. Afgreiðslu málsins var frestað á stjórnarfundi orkuveitunnar í dag að ósk minnihlutans, en aðalmenn hans gátu ekki setið fundinn.

Hættuleg eiturefni fundust í höfuðstöðvum SÞ

Nokkur glös með eiturefnum hafa fundist í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York. Á meðal efna sem fundust var taugagasið phosgene en talið er að efnin hafi verið flutt frá Írak þegar fulltrúar SÞ framkvæmdu eiturefnaleit í landinu fyrir áratug síðan.

Nýr 50 milljarða eignasjóður borgarinnar

Stefnt er að stofnun nýs Eignarsjóðs Reykjavíkurborgar til að fara með allar fasteignir borgarinnar. Þá verður búið til nýtt umhverfis- og samgöngusvið sem tryggja á að umhverfismál verði í fyrirrúmi við hönnun samgöngumannvirkja í borginni.

Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi lýsa yfir stuðningi við Jónmund

Bæjarfulltrúar og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi lýsa fullum stuðningi sínum við bæjarstjórann, Jónmund Guðmarsson oddvita flokksins í bænum. Þeir segja DV hafa gert aðför að bæjarstjóranum og er hún hörmuð. DV hefur flutt fréttir af því að bæjarstjórnin íhugi að segja Jónmundi upp.

Reykjavík verði grænasta borg veraldar

Flutningur samgöngumála til umhverfissviðs borgarinnar er liður í áætlunum borgaryfirvalda að gera Reykjavík að grænustu borg veraldar. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs.

Gamla NATO-stöðin í Hvalfirði verður seld hæstbjóðenda

Ákveðið hefur verið að gamla NATO-stöðin í Hvalfirði verði seld hæstbjóðenda. Sveitarstjórnarmenn úr Hvalfjarðarsveit áttu fund með fulltrúum fjármálaráðuneytisins um málið fyrr í dag. Um er að ræða 100 hektara lands, stóra bryggju í góðu ásigkomulagi og fjóra risavaxna niðurgrafna olíutanka.

Valur dómari leggur fram kæru á hendur markverðinum

Valur Steingrímsson, dómari í utandeildinni, hefur lagt fram kæru á hendur manninum sem réðst fólskulega að honum eftir leik Gym80 og Vatnaliljanna á Varmárvelli síðastliðið þriðjudagskvöld. Markvörður Gym80 réðst að honum eftir leikinn með þeim afleiðingum að Valur féll og við það brotnuðu þrjú rifbein.

Ákærður fyrir að slá gervitennur úr manni

Ákæra á hendur karlmanni á sextugsaldri vegna líkamsárásar á veitingastað í miðborginni í fyrrahaust var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gervitennur í efri góm hans brotnuðu og mar hlaust í andliti.

Fresta tillögu um hlutafélagavæðingu vegna orða minnihlutans

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti það á fundi sínum fyrir stundu að beina því til eigenda fyrirtækisins, Reykjavíkurborgar, Akranesbæjar og Borgarbyggðar, að hlutafélagavæða fyrirtækið. Það er nú sameignarfélag. Samþykkt var að fresta því að afgreiða tillöguna en samþykkt að senda hana fjölmiðlum þar sem fjarstaddir aðalmenn í stjórn, sem þó höfðu boðað varamenn sína, hefðu kosið að gera hana tortryggilega eins og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Gréta Gunnarsdóttir sviðsstjóri öryggissviðs hjá utanríkisráðuneytinu

Gréta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins og kemur hún til starfa í byrjun október. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að hún taki við starfinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem tók í sumar við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA í Brussel.

Ekki stendur til að einkavæða Orkuveituna

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekar það ekki sé ætlunin að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur en tillaga um hlutafélagavæðingu fyrirtækisins er til umræðu á stjórnarfundi Orkuveitunnar sem nú stendur yfir.

Rekstur ríkisins 10 milljörðum kr. hagstæðari en í fyrra

Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs er rekstur sjóðsins 10 milljörðum kr. hagstæðari en í fyrra. Á fyrstu sjö mánuðum ársins jókst handbært fé frá rekstri um 46,5 milljarða kr. innan ársins á móti 36,5 milljörðum á sama tíma í fyrra.

Leggja niður framkvæmdasvið og stofna eignasjóð

Til stendur að leggja niður framkvæmdasvið borgarinnar og koma á fót umhverfis- og samgöngusviðið sem lið í breytingum á stjórnkerfi borgarinnar. Það var borgarstjórinn í Reykjavík sem kynnti breytingarnar í hádeginu.

Bretar fagna ákvörðun sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar

Breski umhverfisráðherrann, Phil Woolas, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að gefa ekki út frekari kvóta til hvalveiða. "Við fögnum þessari hugrökku og gáfulegu ákvörðun og vonum að þetta verði til að hvalveiðum verði hætt í framtíðinni," segir Woolas.

Fundu bátskuml í Aðaldal

Bátskuml fundust í Aðaldal í Þingeyjarsýslu í gær. Kumlin eru 4 kílómetra frá sjó og þykja einhver merkustu kuml sem fundist hafa, að sögn Unnsteins Ingasonar, formanns Hins þingeyska fornleifafélags.

Segja hlutafélagavæðingu OR undanfara einkavæðingar

Til stendur að taka fyrir tillögu á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur nú eftir hádegið um að hlutafélagavæða fyrirtækið. Oddvitar minnihlutans í borginni segja um upptakt að einkavæðingarferli OR að ræða en stjórnarformaður Orkuveitunnar segir að félagið verði áfram í eigu sveitarfélaganna.

Sparisjóður Mýrasýslu og Ólafsfjarðar máttu sameinast

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Sparisjóðs Mýrasýslu á Sparisjóði Ólafsfjarðar fyrr á árinu. Eftir því sem segir í úrskurði Samkeppniseftirlitsins mat eftirlitið það svo að kaupin fælu í sér samruna í skilningi samkeppnislaga og því beindist skoðun eftirlitsins að því hvort samruninn hindraði virka samkeppni.

Heimsótti Breiðavík 45 árum eftir dvöl sína

Gísli Már Helgason er eitt af hinu svokölluðu Breiðavíkurbörnum. Hann dvaldi þar við illan kost frá 1960 til 1962 og hafði ekki komið þangað í 45 ár þegar hann ákvað að sækja staðinn heim um verslunarmannahelgina. Það gerði hann eftir hvatningu frá sálfræðingi. Gísli Már er illa farinn á sálinni eftir dvölina á Breiðavík en hann segir ferðasögu sína hér á Vísi.

Bókasafni í Suður-Afríku gefnar Íslendingasögur

Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra Íslands í Suður-Afríku afhenti nýlega bókasafni Háskóla Suður-Afríku Íslendingasögurnar að gjöf. Um er að ræða nýja enska útgáfu af sögunum. Það var dr. Judy Hennings háskólabókavörður sem tók á móti gjöfinni.

Ný íþrótta- og tónleikahöll tekin í notkun

Ný íþrótta- og tónleikahöll við Vallakór í Vatnsendahverfi, sem meðal annars mun hýsa Knattspyrnuakademíu Íslands, verður tekin í notkun við hátíðlega athöfn á laugardaginn kemur.

Örfáar tilkynningar um brot á reykingabanni

Aðeins hafa borist örfáar tilkynningar til Vinnueftirlitsins um brot á banni við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum frá því að reykingabann tók gildi fyrir réttum tveimur mánuðum.

Eftirlaunum þingmanna og ráðherra breytt á næsta þingi

Samkvæmt heimildum Vísis munu breytingar á eftirlaunum þingmanna og ráðherra komast á dagskrá á alþingi í vetur. Háttsettur heimildarmaður Vísis segir að „það kæmi sér ekki á óvart" að stjórnarfrumvarp með breytingunum yrði lagt fram á þinginu en undirbúningsvinna við frumvarpið er nú í gangi.

Háskólakennurum fjölgar um 12 prósent

Háskólakennurum hér á landi fjölgaði um 12 prósent á milli áranna 2005 og 2006 ef marka má tölur Hagstofunnar. Þær sýna að liðlega 200 manns sinntu háskólakennslu í fyrrahaust en þeir voru rétt um 1830 haustið áður.

Mikil fjölgun kennslukvenna í framhaldskólum

Konum við kennslu í framhaldsskólum hefur fjölgað um 40 prósent á aðeins sex ára tímabili samkvæm ttölum Hagstofunnar. Þar kemur fram að konur hafi verið rúmur helmingur starfsmanna á síðasta skólaári eða rúm 52 prósent en þær voru tæp 46 prósent skólaárið 2000-2001.

Breytt landslag stjórnmála rætt á fundi VG

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs verður haldinn á Hótel Flúðum föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. september. Katrín Jakobsdóttir setur fundinn klukkan 17. Steingrímur J. Sigfússon fer yfir hlutverk Vinstri grænna í breyttu landslagi íslenskra stjórnmála.

Bíll í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn

Kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir að Hafnarfjarðarhöfn rétt eftir klukkan tíu í kvöld en mannlaus bíll hafði farið í sjóinn. Bíllinn hafði runnið niður sjósetningar ramp við Fornubúðir og farið á kaf. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu gekk vel að ná bílnum á þurrt land en verkinu lauk nú fyrir skömmu síðan.

Mætti á löggustöð til að tilkynna um tjón og var handtekinn

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á lögreglustöðinni í Breiðholti í gær en þangað kom maðurinn til að tilkynna um tjón sem hann hafði orðið fyrir. Maðurinn reyndist í annarlegu ástandi og var hann umsvifalaust handtekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Guðlaugur Þór segir íslenska lyfjamarkaðinn ekki virka sem skyldi

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra átti í gær og fyrradag fundi með tveimur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins. Guðlaugur hitti þá Günter Verhaugen sem fer með lyfjamál og Makros Kyprianou, sem fer með heilbrigðismálin fyrir hönd framkvæmdarstjórnarinnar. Fundirnir fóru fram í Brussel.

Rúta brann til kaldra kola í Súðavoginum

Eldur kom upp í rútu á bílaplani í Súðavogi 7 nú fyrir stundu. Slökkviliðsmenn voru kallaðir á vettvang og hafa þeir að ráða niðurlögum eldsins. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu.

Ingibjörg Sólrún boðar mjúka utanríkisstefnu

Framlag Íslendinga á alþjóðavettvangi verður í framtíðinni í formi sérfræðinga en ekki vopnaðra sveita. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra boðar "mjúka" utanríkisstefnu og varnarstefnu sem byggi á samráði allra stjórnmálaflokka. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var í dag.

Steingrímur segir að fresta verði gildistöku vatnalaga

Endurskoðun á vatnalögunum sem eiga að taka gildi 1. nóvember næstkomandi fer nú fram í iðnaðarráðuneytinu. Í fréttum RUV sagði að kannað sé sérstaklega að vatn verði ekki séreign. Steingrímur J. Sigfússon, segir höfuðatriði að gildistöku lagana verði frestað. Engin leið sé að laga þau til áður en nóvember gengur í garð.

Starfsmenn Arnarfells ekki ólöglegir í landinu

Erlendu starfsmennirnir sem lentu í rútuslysinu síðastliðinn sunnudag teljast ekki ólöglegir í landinu þótt þeir séu ekki skráðir hjá Vinnumálastofnun, segir forstjóri Útlendingastofnunar. Þeir hafi verið hér á landi skemur en þrjá mánuði og megi því vera dvalar-og atvinnuleyfislausir þann tíma.

Einföld lagasetning dygði

Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum.

Ástæðulaus ótti vísindamanna

Ástæðulaus ótti, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, um áhyggjur jarðvísindamanna af skjálftavirkni og leka við fyrirhugaðarar virkjanir í Þjórsá..Hann segir að nokkur þúsund ára þéttur sandbotn muni varna leka í farvegi árinnar.

Gekk í skrokk á dómara og braut þrjú rifbein

Markmaður í utandeildarliði Gym 80 í knattspyrnu réðst á dómara eftir leik liðsins í gær og gekk svo í skrokk á honum að þrjú rifbein brotnuðu. Þetta er sami maðurinn og réðst á Eið Smára Guðjohensen í miðbænum í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir