Fleiri fréttir Fóðurblandan má kaupa Kornhlöðuna Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til þess aðhafast nokkuð vegna kaupa Fóðurblöndunnar á öllum hlutum Mjólkurfélags Reykjavíkur og Kornax ehf. í Kornhlöðunni. 28.8.2007 12:49 Rúllað inn í hjólastól til blóðsýnatöku vegna ölvunar Ökumaður, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt, var svo drukkinn að lögreglumenn urðu að aka honum í hjólastól um ganga Landsspítalans, til að láta taka úr honum blóðsýni. 28.8.2007 12:30 Stálu fermingjargjöfum eftir að hafa hreiðrað um sig í einbýlishúsi Fíkniefnaneytendur hafa einhverja síðustu daga brotist inn í einbýlishús í Garðabæ þar sem þeir gerðu sig heimakomna, unnu skemmdir og stálu miklum verðmætum, meðal annars öllum fermingargjöfum dótturinnar á heimilinu. 28.8.2007 12:12 Farið yfir eftirlitskerfi vegna erlendra verkamanna Félagsmálaráðherra ætlar að láta fara yfir mál þeirra erlendu verkamanna, sem slösuðust í rútuslysinu í fyrradag. Grunur leikur á að hluti þeirra hafi ekki haft tilskilin leyfi til að starfa á Íslandi. Þá á jafnframt að fara yfir eftirlitskerfið. 28.8.2007 12:00 Komu upp um ránskvendi í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft hendur í hári 18 ára stúlku konu sem hafði plataða sig inn á eldra fólk í Reykjanesbæ og stolið frá því fjármunum. 28.8.2007 11:52 Seltjarnarnesbær býður börnum og unglingum tómstundastyrki Öllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi stendur nú til boða 25 þúsund króna tómstundastyrkur til að stunda skipulagt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf. „Býður þessi styrkur börnum upp á aukið valfrelsi, fjölbreytni og stuðlar að jafnrétti í samfélaginu. 28.8.2007 11:08 Laun ráðamanna og embættismanna hækkuðu um 2,6% Kjararáð úrskurðaði fyrir skömmu að laun þeirra sem heyra undir ráðið myndu hækka þann 1. júlí s.l. um 2,6% að meðaltali. Laun nokkurra embættismanna voru einnig hækkuð um 3 launaflokka en það þýðir samsvarandi launahækkun. Í fyrstu frétt hér um málið urðu þau mistök að prósentu og launaflokkahækkun var lögð saman í dæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum. 28.8.2007 11:00 Aron Pálmi fer á Reykjalund Aron Pálmi Ágústsson er á leiðinni á Reykjalund. Sæmundur Pálsson í RJF hópnum, eða Sæmi Rokk eins og hann er yfirleitt kallaður, staðfesti í samtali við Vísi að búið væri að sækja um fyrir hann. „Við munum tala við Guðlaug Þór og sjá hversu fljótt við getum komið honum inn í tryggingakerfið," segir Sæmundur í samtali við Vísi. 28.8.2007 10:30 Enn eitt metið í fjölda skráðra háskólanema Úlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið í fjölda skráðra háskólanema hér á landi nú í haust. Samkvæmt tölum háskólanna eru hátt í 19 þúsund nemar skráðir til náms í sjö háskólum landsins og hefur þeim fjölgað um 1500 manns eða um níu prósent á milli ára. 28.8.2007 10:26 Földu 1,7 kg af kókaíni á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn Íslenska kókaínparið sem nú er í haldi í Kaupmannahöfn faldi 1,7 kg af kókaíni á aðaljárnbrautarstöðinni í borginni. Parið hefur neitað að tjá sig um málið í yfirheyrslum hjá rannsóknardeild miðborgarlögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hendrik Svind, yfirmanni deildarinnar, má rekja upphaf málsins til þess að lögreglumenn höfðu tilefni til að hafa afskipti af hinum 36 ára gamla Íslendingi á kaffihúsi við Vesterbro og fundu í fyrstu rúmlega sjö grömm af kókaíni í fórum hans. 28.8.2007 09:31 Ránskvendi í Garðabæ í gærkvöld Ung kona, sem sagðist vera að safna fyrir góðgerðarfélag í Garðabæ í gærkvöldi, stal fjármunum af einum húsráðanda og komst undan. Þegar hann hafði efasemdir um söfnunina bað hún um að fá að fara á klósettið, sem húsráðandi leyfði henni, en í leiðinni komst hún í veski hans, sem lá á hillu, og hreinsaði allt fémætt úr því. 28.8.2007 09:00 Hústökufólk í Garðabæ Fíkniefnaneytendur hafa einhverja síðustu daga brotist inn í einbýlishús í Garðabæ, þar sem þeir gerðu sig heimakomna, en heimilisfólk var í útlöndum. 28.8.2007 08:29 Sápa sett í nýja gosbrunninn í Reykjanesbæ Einhverjir framtakssamir einstaklingar tóku sig til í kvöld og settu mikið magn af sápu í nýja gosbrunninn við Vatnestorg í Reykjanesbæ í kvöld. Sápan freyddi út á torgið og skapaðist mikið umferðaröngþveiti í kjölfar uppátækisins. Kalla þurfti til slökkvilið sem sprautaði sápunni í burtu. Lögreglan segir brunninn stórhættulegan. 27.8.2007 21:04 Krafa um að nemendur kaupi ákveðna vörutegund Kennurum er í sjálfsvald sett hvað þeir biðja nemendur sína að kaupa fyrir skólann. Dæmi eru um að kennarar fari fram á það að nemendur kaupi rándýrar merkjavörur. 27.8.2007 19:00 Samgöngubætur í Norðurárdal Fjórar einbreiðar brýr, nokkrar blindhæðir og hættulegar beygjur heyra sögunni til þegar nýbyggingu þjóðvegar eitt í Norðurárdal í Skagafirði lýkur í haust. 27.8.2007 18:59 Eitt af eldri húsum á Akureyri verður rifið Eitt af eldri húsum miðbæjarins á Akureyri verður rifið á næstu vikum. Íbúi segir stórslys í uppsiglingu en húsið hefur staðið í niðurníðslu um langa hríð. 27.8.2007 18:54 Sala á tóbaki eykst þrátt fyrir reykingabann Sala á tóbaki hefur aukist á Íslandi eftir að reykingabann var tekið upp á veitingastöðum. Mjög skiptar skoðanir eru um bannið. 27.8.2007 18:50 Leysir ekki vandann að dreifa skemmtanahaldi um borgina Lögreglan dreifði liði sínu víðar en í miðborgina um helgina vegna óláta við dansleikjahald í Hlégarði í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Lögreglan varð fyrir grjótkasti á Nesinu. Samfylkingarmenn segja að þetta sýni að það leysi ekki vanda miðborgarinnar að dreifa skemmtanahaldi um höfuðborgarsvæðið. 27.8.2007 18:47 Eftirliti ábótavant í farþegaflutningum Framkvæmdastjóri eins stærsta rútubílafyrirtækis landsins segir eftirliti ábótavant í farþegaflutningum. Dæmi séu um óskoðaða hópferðabíla í akstri. 27.8.2007 18:43 Leitin að Þjóðverjunum er ein umfangsmesta leit björgunarmanna hér á landi Leitin að Þjóðverjunum tveimur á Öræfajökli er með þeim umfangsmeiri sem farið hafa fram hér á landi. Mikill tækjabúnaður var notaður við leitina og álag á leitarmenn var óvenju mikið. Á þriðja hundrað manns kom að leitinni og vann meðal annars lögregla í Þýskalandi að rannsókn málsins í félagi við lögreglu hér á landi sem vann úr vísbendingum. 27.8.2007 18:40 Brýnt að grípa til aðgerða í Bessastaðabrekku Forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa telur brýnt að grípa til aðgerða til að auka umferðaröryggi um Bessastaðabrekku. Þar valt í gær rútubíll með rúmlega 30 manns um borð og slösuðust margir. 27.8.2007 18:39 Grunur um að verkamennirnir séu ólöglegir Grunur leikur á að stór hluti þeirra erlendu verkamanna sem lentu í rútuslysinu í Bessastaðabrekku í gær séu ekki skráðir með löglegum hætti til starfa hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur málið verið skoðað í dag en ekki hefur enn verið haft samband við Arnarfell, sem er fyrirtækið sem fólkið starfaði hjá. Það verður gert á morgun og er vonast til að málið skýrist þá. 27.8.2007 18:34 Munaði aðeins hársbreidd að ekki hlaust mannskaði Brunamálastjóri segir að brýnt sé að bæta eldvarnir á meðferðarheimilinu Stuðlum, enda sé staðurinn notaður til að læsa fólk inni. Aðeins munaði sekúndum að illa færi þegar eldur kom upp á Stuðlum í gær. 27.8.2007 18:30 Reynir og sme saman í brúnni Reynir Traustason hefur verið ráðinn ritstjóri á dagblaðinu DV. Hann mun þá starfa við hlið núverandi ritstjóra blaðsins, Sigurjóns M. Egilssonar. Reynir hefur undanfarið verið ritstjóri Mannlífs en hann mun láta af því starfi 1. september þegar hann tekur við DV. 27.8.2007 18:01 Tekinn ölvaður í tvígang sama daginn Karl um fertugt var tekinn í tvígang fyrir ölvunarakstur á laugardag. Að sögn lögreglu var hann fyrst stöðvaður árla morguns í Kópavogi. Þá var hann færður á lögreglustöð en sleppt nokkru síðar. Maðurinn lét hins vegar ekki segjast og „tók til við drykkju og axarsköft á nýjan leik, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni og settist aftur ölvaður undir stýri um kvöldmatarleytið. 27.8.2007 17:57 Yfirdráttarlán heimila ekki eins há og talið var Yfirdráttarlán heimila jukust minna á milli mánaða en áður var talið og eru þau svipuð og þau voru í upphafi ársins. Í síðustu viku var skýrt frá því að yfirdrátturinn hafi verið í sögulegu hámarki í lok júlí, en miðað við endurskoðaðar tölur frá Seðlabankanum eru þau rúmum fjórum miljörðum lægri en talið var. Frá þessu er greint í hálffimmfréttum Kaupþings. 27.8.2007 17:50 Hæstiréttur fellst á flýtimeðferð gegn Samkeppniseftirlitinu Hæstiréttur féllst í dag á beiðni Mjólkursamsölunnar, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunnar um flýtimeðferð á máli sem fyrirtækin hafa höfðað gegn Samkeppniseftirlitinu. Fyrirtækin krefjast þess að forstjóri Samkeppniseftirlitsins og aðrir starfsmenn víki sæti við rannsókn sem nú stendur yfir á ætluðum brotum fyrirtækjanna gegn samkeppnislögum. 27.8.2007 17:29 Góður hagnaður af ruslinu Sorpu hagnaðir um nærri 65 milljónir króna á fyrri helmingi ársins sem erum sex sinnum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þá var hann rúmar ellefu milljónir. 27.8.2007 16:58 Vinni tillögur til að efla félagslegan þátt húsnæðislánakerfisins Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að móta tillögur sem miða að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn, og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum. 27.8.2007 16:20 Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Fjórir menn á aldrinum 18-20 ára hafa verið ákærðir fyrir ráðist í sameiningu á einn mann utan veitingastaðinn Dússabar í Borgarnesi í júní í fyrra. Ákæra á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í dag. 27.8.2007 16:02 Keyrði á kyrrstæða rútu við Flosagjá Lögreglan á Selfossi handtók á laugardag mann eftir skrautlegan akstur í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Maðurinn hafði ekki meiri stjórn á bifreiðinni en svo að hann ók á rútu sem var kyrrstæð á bifreiðastæði við Flosagjá. 27.8.2007 15:44 Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna í skýrslu um það hversu mörg tré hafi verið fjarlægð og spillst vegna framkvæmda Kópavogsbæjar við vatnslögn í Heiðmörk. Bærinn hefur leitað til Reykjavíkurborgar til að fá úr því skorið hver eigi trén sem um ræðir. 27.8.2007 15:14 Eldur í hurð hjá skipasmíðastöð á Akranesi Eldur kom upp í hurð hjá Skipasmíðastöðinni Þorgeir og Ellert við Bakkatún á Akranesi nú eftir hádegið. Verið var að laga hurðina þegar neisti hljóp úr logsuðutæki í einangrun í hurðinni og eldurinn gaus upp. Slökkvilið á Akranesi var kvatt á vettvang og tók slökkvistarf um háftíma. Ekki urðu miklar skemmdir á hurðinni og húsinu vegna þessa. 27.8.2007 14:42 "Kennarar eins og útspýtt hundskinn á eftir leikstjórum" "Kennarar okkar hafa verið eins og útspýtt hundskinn á eftir leikstjórum og rétthöfum til að fá leyfi til sýninga á myndum þeirra í náminu," segir Ragnhildur Richter deilarstjóri í íslensku við MH. Þrátt fyrir að kennsla um íslenskar kvikmyndir og kvikmyndagerð hafi staðið framhaldsskólanemum til boða um nokkurt skeið hefur menntamálaráðuneytið enn ekki samið um greiðslur fyrir slíkt við rétthafa utan tvo. 27.8.2007 14:36 Farþegum um Grímseyjarflugvöll fjölgar mikið Farþegar um Grímseyjarflugvöll voru 60 prósentum fleiri í júní í sumar en á sama tíma í fyrra. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Flugstoðum fóru 1270 manns um flugvöllinn í júní en í sama mánuði í fyrra voru þeir 720. 27.8.2007 13:18 Bílvelta á Öskjuvegi Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu um bílveltu á Öskjuvegi nálægt Herðubreið rétt eftir hádegið. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um það hvernig óhappið vildi til en lögregla telur að ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki. 27.8.2007 13:01 Meiri vinna en menn bjuggust við Nýbýlavegur verður ekki opnaður við Sæbólsbraut fyrr en á morgun, þremur dögum eftir að framkvæmdum þar átti að ljúka. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa orðið miklar umferðartafir við Nýbýlaveg vegna færslu háspennustrengs og sátu menn fastir í umferðarhnútum í allt að klukkutíma fyrir helgi. 27.8.2007 12:54 Grunur um að kveikt hafi verið í sófa Grunur leikur á að kveikt hafi verið í sófa að Stuðlum með þeim afleiðingum að tvær stúlkur voru fluttar á sjúkrahús og húsið skemmdist töluvert. Rannsókn málsins stendur yfir og er búist við að stúlkurnar tvær verði yfirheyrðar síðar í dag. 27.8.2007 12:45 Bílstjórinn hafi brugðist hárrétt við Framkvæmdastjóri næststærsta rútubílafyrirtækis landsins segir að bílstjórinn sem lenti í slysi í Bessastaðafjalli í gærdag hafi brugðist hárrétt við í erfiðum aðstæðum. 27.8.2007 12:31 Björn Th. Björnsson látinn Björn Th. Björnsson listfræðingur og rithöfundur er látinn. Björn nam listasögu í Edinborg, Lundúnum og Kaupmannahöfn, var formaður Rithöfundasambands Íslands og forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. 27.8.2007 12:17 560 tré fjarlægð vegna vatnsveitulagnar í Heiðmörk Nærri 560 tré voru fjarlægð við Þjóðhátíðarlund í Heiðmörk í tengslum við lagningu vatnslagnar á vegum Kópavogsbæjar fyrr árinu. Þetta kemur fram í skýrslu matsmanna sem Skógræktarfélag Reykjavíkur og Kópavogsbær létu vinna vegna málsins. 27.8.2007 11:59 Kvartanaherferð segir bareigandi, öskrandi óþolandi skríll segir íbúi Íbúar við Laugaveg 76 eru fyrir löngu búnir að fá sig fullsadda af gestum barsins Monakó. Margeir Margeirsson eigandi barsins segir að íbúarnir stundi skipulagða kvartanaherferð gegn sér. Teitur Þorkelsson einn íbúanna segir að bargestirnir séu öskrandi, óþolandi skríll og kvartanir til lögreglunnar undan þeim tilkomnar þar sem ekkert þýði að kvarta við gestina sjálfa , slíku sé mætt með hótunum. 27.8.2007 11:57 RJF vill bjarga fleirum Einar S. Einarsson, talsmaður RJF hópsins, segir að stjórn hópsins hafi áhuga á því að bjarga fleira fólki sem lent hefur í hremmingum. RJF hópurinn háði ötula baráttu fyrir frelsi Arons Pálma Ágústssonar eins og þekkt er. Einar segir að RJF hópurinn ætli að hittast í hádeginu í dag og fagna frelsi Arons. 27.8.2007 11:44 Snúa flestir aftur til vinnu í vikunni Flestir starfsmanna Arnarfells sem lentu í rútuslysinu í Bessastaðabrekku á Fljótsdalsheiði í gærdag snúa til vinnu síðar í vikunni. Slysið hefur ekki áhrif á gang framkvæmda á vegum fyrirtækisins. 27.8.2007 11:28 Settu aftur heimsmet í borun í aðrennslisgöngum Nýtt heimsmet í borun í göngum var sett í annað sinn á Kárahnjúkasvæðinu í síðustu viku. Eftir því sem fram kemur á vef Kárahnjúka var það áhöfnin á risabor 2 sem boraði rúma 115 metra í aðrennslisgöngum Jökulsárveitu á einum sólarhring. 27.8.2007 10:50 Sjá næstu 50 fréttir
Fóðurblandan má kaupa Kornhlöðuna Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til þess aðhafast nokkuð vegna kaupa Fóðurblöndunnar á öllum hlutum Mjólkurfélags Reykjavíkur og Kornax ehf. í Kornhlöðunni. 28.8.2007 12:49
Rúllað inn í hjólastól til blóðsýnatöku vegna ölvunar Ökumaður, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt, var svo drukkinn að lögreglumenn urðu að aka honum í hjólastól um ganga Landsspítalans, til að láta taka úr honum blóðsýni. 28.8.2007 12:30
Stálu fermingjargjöfum eftir að hafa hreiðrað um sig í einbýlishúsi Fíkniefnaneytendur hafa einhverja síðustu daga brotist inn í einbýlishús í Garðabæ þar sem þeir gerðu sig heimakomna, unnu skemmdir og stálu miklum verðmætum, meðal annars öllum fermingargjöfum dótturinnar á heimilinu. 28.8.2007 12:12
Farið yfir eftirlitskerfi vegna erlendra verkamanna Félagsmálaráðherra ætlar að láta fara yfir mál þeirra erlendu verkamanna, sem slösuðust í rútuslysinu í fyrradag. Grunur leikur á að hluti þeirra hafi ekki haft tilskilin leyfi til að starfa á Íslandi. Þá á jafnframt að fara yfir eftirlitskerfið. 28.8.2007 12:00
Komu upp um ránskvendi í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft hendur í hári 18 ára stúlku konu sem hafði plataða sig inn á eldra fólk í Reykjanesbæ og stolið frá því fjármunum. 28.8.2007 11:52
Seltjarnarnesbær býður börnum og unglingum tómstundastyrki Öllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi stendur nú til boða 25 þúsund króna tómstundastyrkur til að stunda skipulagt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf. „Býður þessi styrkur börnum upp á aukið valfrelsi, fjölbreytni og stuðlar að jafnrétti í samfélaginu. 28.8.2007 11:08
Laun ráðamanna og embættismanna hækkuðu um 2,6% Kjararáð úrskurðaði fyrir skömmu að laun þeirra sem heyra undir ráðið myndu hækka þann 1. júlí s.l. um 2,6% að meðaltali. Laun nokkurra embættismanna voru einnig hækkuð um 3 launaflokka en það þýðir samsvarandi launahækkun. Í fyrstu frétt hér um málið urðu þau mistök að prósentu og launaflokkahækkun var lögð saman í dæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum. 28.8.2007 11:00
Aron Pálmi fer á Reykjalund Aron Pálmi Ágústsson er á leiðinni á Reykjalund. Sæmundur Pálsson í RJF hópnum, eða Sæmi Rokk eins og hann er yfirleitt kallaður, staðfesti í samtali við Vísi að búið væri að sækja um fyrir hann. „Við munum tala við Guðlaug Þór og sjá hversu fljótt við getum komið honum inn í tryggingakerfið," segir Sæmundur í samtali við Vísi. 28.8.2007 10:30
Enn eitt metið í fjölda skráðra háskólanema Úlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið í fjölda skráðra háskólanema hér á landi nú í haust. Samkvæmt tölum háskólanna eru hátt í 19 þúsund nemar skráðir til náms í sjö háskólum landsins og hefur þeim fjölgað um 1500 manns eða um níu prósent á milli ára. 28.8.2007 10:26
Földu 1,7 kg af kókaíni á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn Íslenska kókaínparið sem nú er í haldi í Kaupmannahöfn faldi 1,7 kg af kókaíni á aðaljárnbrautarstöðinni í borginni. Parið hefur neitað að tjá sig um málið í yfirheyrslum hjá rannsóknardeild miðborgarlögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hendrik Svind, yfirmanni deildarinnar, má rekja upphaf málsins til þess að lögreglumenn höfðu tilefni til að hafa afskipti af hinum 36 ára gamla Íslendingi á kaffihúsi við Vesterbro og fundu í fyrstu rúmlega sjö grömm af kókaíni í fórum hans. 28.8.2007 09:31
Ránskvendi í Garðabæ í gærkvöld Ung kona, sem sagðist vera að safna fyrir góðgerðarfélag í Garðabæ í gærkvöldi, stal fjármunum af einum húsráðanda og komst undan. Þegar hann hafði efasemdir um söfnunina bað hún um að fá að fara á klósettið, sem húsráðandi leyfði henni, en í leiðinni komst hún í veski hans, sem lá á hillu, og hreinsaði allt fémætt úr því. 28.8.2007 09:00
Hústökufólk í Garðabæ Fíkniefnaneytendur hafa einhverja síðustu daga brotist inn í einbýlishús í Garðabæ, þar sem þeir gerðu sig heimakomna, en heimilisfólk var í útlöndum. 28.8.2007 08:29
Sápa sett í nýja gosbrunninn í Reykjanesbæ Einhverjir framtakssamir einstaklingar tóku sig til í kvöld og settu mikið magn af sápu í nýja gosbrunninn við Vatnestorg í Reykjanesbæ í kvöld. Sápan freyddi út á torgið og skapaðist mikið umferðaröngþveiti í kjölfar uppátækisins. Kalla þurfti til slökkvilið sem sprautaði sápunni í burtu. Lögreglan segir brunninn stórhættulegan. 27.8.2007 21:04
Krafa um að nemendur kaupi ákveðna vörutegund Kennurum er í sjálfsvald sett hvað þeir biðja nemendur sína að kaupa fyrir skólann. Dæmi eru um að kennarar fari fram á það að nemendur kaupi rándýrar merkjavörur. 27.8.2007 19:00
Samgöngubætur í Norðurárdal Fjórar einbreiðar brýr, nokkrar blindhæðir og hættulegar beygjur heyra sögunni til þegar nýbyggingu þjóðvegar eitt í Norðurárdal í Skagafirði lýkur í haust. 27.8.2007 18:59
Eitt af eldri húsum á Akureyri verður rifið Eitt af eldri húsum miðbæjarins á Akureyri verður rifið á næstu vikum. Íbúi segir stórslys í uppsiglingu en húsið hefur staðið í niðurníðslu um langa hríð. 27.8.2007 18:54
Sala á tóbaki eykst þrátt fyrir reykingabann Sala á tóbaki hefur aukist á Íslandi eftir að reykingabann var tekið upp á veitingastöðum. Mjög skiptar skoðanir eru um bannið. 27.8.2007 18:50
Leysir ekki vandann að dreifa skemmtanahaldi um borgina Lögreglan dreifði liði sínu víðar en í miðborgina um helgina vegna óláta við dansleikjahald í Hlégarði í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Lögreglan varð fyrir grjótkasti á Nesinu. Samfylkingarmenn segja að þetta sýni að það leysi ekki vanda miðborgarinnar að dreifa skemmtanahaldi um höfuðborgarsvæðið. 27.8.2007 18:47
Eftirliti ábótavant í farþegaflutningum Framkvæmdastjóri eins stærsta rútubílafyrirtækis landsins segir eftirliti ábótavant í farþegaflutningum. Dæmi séu um óskoðaða hópferðabíla í akstri. 27.8.2007 18:43
Leitin að Þjóðverjunum er ein umfangsmesta leit björgunarmanna hér á landi Leitin að Þjóðverjunum tveimur á Öræfajökli er með þeim umfangsmeiri sem farið hafa fram hér á landi. Mikill tækjabúnaður var notaður við leitina og álag á leitarmenn var óvenju mikið. Á þriðja hundrað manns kom að leitinni og vann meðal annars lögregla í Þýskalandi að rannsókn málsins í félagi við lögreglu hér á landi sem vann úr vísbendingum. 27.8.2007 18:40
Brýnt að grípa til aðgerða í Bessastaðabrekku Forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa telur brýnt að grípa til aðgerða til að auka umferðaröryggi um Bessastaðabrekku. Þar valt í gær rútubíll með rúmlega 30 manns um borð og slösuðust margir. 27.8.2007 18:39
Grunur um að verkamennirnir séu ólöglegir Grunur leikur á að stór hluti þeirra erlendu verkamanna sem lentu í rútuslysinu í Bessastaðabrekku í gær séu ekki skráðir með löglegum hætti til starfa hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur málið verið skoðað í dag en ekki hefur enn verið haft samband við Arnarfell, sem er fyrirtækið sem fólkið starfaði hjá. Það verður gert á morgun og er vonast til að málið skýrist þá. 27.8.2007 18:34
Munaði aðeins hársbreidd að ekki hlaust mannskaði Brunamálastjóri segir að brýnt sé að bæta eldvarnir á meðferðarheimilinu Stuðlum, enda sé staðurinn notaður til að læsa fólk inni. Aðeins munaði sekúndum að illa færi þegar eldur kom upp á Stuðlum í gær. 27.8.2007 18:30
Reynir og sme saman í brúnni Reynir Traustason hefur verið ráðinn ritstjóri á dagblaðinu DV. Hann mun þá starfa við hlið núverandi ritstjóra blaðsins, Sigurjóns M. Egilssonar. Reynir hefur undanfarið verið ritstjóri Mannlífs en hann mun láta af því starfi 1. september þegar hann tekur við DV. 27.8.2007 18:01
Tekinn ölvaður í tvígang sama daginn Karl um fertugt var tekinn í tvígang fyrir ölvunarakstur á laugardag. Að sögn lögreglu var hann fyrst stöðvaður árla morguns í Kópavogi. Þá var hann færður á lögreglustöð en sleppt nokkru síðar. Maðurinn lét hins vegar ekki segjast og „tók til við drykkju og axarsköft á nýjan leik, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni og settist aftur ölvaður undir stýri um kvöldmatarleytið. 27.8.2007 17:57
Yfirdráttarlán heimila ekki eins há og talið var Yfirdráttarlán heimila jukust minna á milli mánaða en áður var talið og eru þau svipuð og þau voru í upphafi ársins. Í síðustu viku var skýrt frá því að yfirdrátturinn hafi verið í sögulegu hámarki í lok júlí, en miðað við endurskoðaðar tölur frá Seðlabankanum eru þau rúmum fjórum miljörðum lægri en talið var. Frá þessu er greint í hálffimmfréttum Kaupþings. 27.8.2007 17:50
Hæstiréttur fellst á flýtimeðferð gegn Samkeppniseftirlitinu Hæstiréttur féllst í dag á beiðni Mjólkursamsölunnar, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunnar um flýtimeðferð á máli sem fyrirtækin hafa höfðað gegn Samkeppniseftirlitinu. Fyrirtækin krefjast þess að forstjóri Samkeppniseftirlitsins og aðrir starfsmenn víki sæti við rannsókn sem nú stendur yfir á ætluðum brotum fyrirtækjanna gegn samkeppnislögum. 27.8.2007 17:29
Góður hagnaður af ruslinu Sorpu hagnaðir um nærri 65 milljónir króna á fyrri helmingi ársins sem erum sex sinnum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þá var hann rúmar ellefu milljónir. 27.8.2007 16:58
Vinni tillögur til að efla félagslegan þátt húsnæðislánakerfisins Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að móta tillögur sem miða að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn, og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum. 27.8.2007 16:20
Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Fjórir menn á aldrinum 18-20 ára hafa verið ákærðir fyrir ráðist í sameiningu á einn mann utan veitingastaðinn Dússabar í Borgarnesi í júní í fyrra. Ákæra á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í dag. 27.8.2007 16:02
Keyrði á kyrrstæða rútu við Flosagjá Lögreglan á Selfossi handtók á laugardag mann eftir skrautlegan akstur í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Maðurinn hafði ekki meiri stjórn á bifreiðinni en svo að hann ók á rútu sem var kyrrstæð á bifreiðastæði við Flosagjá. 27.8.2007 15:44
Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna í skýrslu um það hversu mörg tré hafi verið fjarlægð og spillst vegna framkvæmda Kópavogsbæjar við vatnslögn í Heiðmörk. Bærinn hefur leitað til Reykjavíkurborgar til að fá úr því skorið hver eigi trén sem um ræðir. 27.8.2007 15:14
Eldur í hurð hjá skipasmíðastöð á Akranesi Eldur kom upp í hurð hjá Skipasmíðastöðinni Þorgeir og Ellert við Bakkatún á Akranesi nú eftir hádegið. Verið var að laga hurðina þegar neisti hljóp úr logsuðutæki í einangrun í hurðinni og eldurinn gaus upp. Slökkvilið á Akranesi var kvatt á vettvang og tók slökkvistarf um háftíma. Ekki urðu miklar skemmdir á hurðinni og húsinu vegna þessa. 27.8.2007 14:42
"Kennarar eins og útspýtt hundskinn á eftir leikstjórum" "Kennarar okkar hafa verið eins og útspýtt hundskinn á eftir leikstjórum og rétthöfum til að fá leyfi til sýninga á myndum þeirra í náminu," segir Ragnhildur Richter deilarstjóri í íslensku við MH. Þrátt fyrir að kennsla um íslenskar kvikmyndir og kvikmyndagerð hafi staðið framhaldsskólanemum til boða um nokkurt skeið hefur menntamálaráðuneytið enn ekki samið um greiðslur fyrir slíkt við rétthafa utan tvo. 27.8.2007 14:36
Farþegum um Grímseyjarflugvöll fjölgar mikið Farþegar um Grímseyjarflugvöll voru 60 prósentum fleiri í júní í sumar en á sama tíma í fyrra. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Flugstoðum fóru 1270 manns um flugvöllinn í júní en í sama mánuði í fyrra voru þeir 720. 27.8.2007 13:18
Bílvelta á Öskjuvegi Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu um bílveltu á Öskjuvegi nálægt Herðubreið rétt eftir hádegið. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um það hvernig óhappið vildi til en lögregla telur að ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki. 27.8.2007 13:01
Meiri vinna en menn bjuggust við Nýbýlavegur verður ekki opnaður við Sæbólsbraut fyrr en á morgun, þremur dögum eftir að framkvæmdum þar átti að ljúka. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa orðið miklar umferðartafir við Nýbýlaveg vegna færslu háspennustrengs og sátu menn fastir í umferðarhnútum í allt að klukkutíma fyrir helgi. 27.8.2007 12:54
Grunur um að kveikt hafi verið í sófa Grunur leikur á að kveikt hafi verið í sófa að Stuðlum með þeim afleiðingum að tvær stúlkur voru fluttar á sjúkrahús og húsið skemmdist töluvert. Rannsókn málsins stendur yfir og er búist við að stúlkurnar tvær verði yfirheyrðar síðar í dag. 27.8.2007 12:45
Bílstjórinn hafi brugðist hárrétt við Framkvæmdastjóri næststærsta rútubílafyrirtækis landsins segir að bílstjórinn sem lenti í slysi í Bessastaðafjalli í gærdag hafi brugðist hárrétt við í erfiðum aðstæðum. 27.8.2007 12:31
Björn Th. Björnsson látinn Björn Th. Björnsson listfræðingur og rithöfundur er látinn. Björn nam listasögu í Edinborg, Lundúnum og Kaupmannahöfn, var formaður Rithöfundasambands Íslands og forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. 27.8.2007 12:17
560 tré fjarlægð vegna vatnsveitulagnar í Heiðmörk Nærri 560 tré voru fjarlægð við Þjóðhátíðarlund í Heiðmörk í tengslum við lagningu vatnslagnar á vegum Kópavogsbæjar fyrr árinu. Þetta kemur fram í skýrslu matsmanna sem Skógræktarfélag Reykjavíkur og Kópavogsbær létu vinna vegna málsins. 27.8.2007 11:59
Kvartanaherferð segir bareigandi, öskrandi óþolandi skríll segir íbúi Íbúar við Laugaveg 76 eru fyrir löngu búnir að fá sig fullsadda af gestum barsins Monakó. Margeir Margeirsson eigandi barsins segir að íbúarnir stundi skipulagða kvartanaherferð gegn sér. Teitur Þorkelsson einn íbúanna segir að bargestirnir séu öskrandi, óþolandi skríll og kvartanir til lögreglunnar undan þeim tilkomnar þar sem ekkert þýði að kvarta við gestina sjálfa , slíku sé mætt með hótunum. 27.8.2007 11:57
RJF vill bjarga fleirum Einar S. Einarsson, talsmaður RJF hópsins, segir að stjórn hópsins hafi áhuga á því að bjarga fleira fólki sem lent hefur í hremmingum. RJF hópurinn háði ötula baráttu fyrir frelsi Arons Pálma Ágústssonar eins og þekkt er. Einar segir að RJF hópurinn ætli að hittast í hádeginu í dag og fagna frelsi Arons. 27.8.2007 11:44
Snúa flestir aftur til vinnu í vikunni Flestir starfsmanna Arnarfells sem lentu í rútuslysinu í Bessastaðabrekku á Fljótsdalsheiði í gærdag snúa til vinnu síðar í vikunni. Slysið hefur ekki áhrif á gang framkvæmda á vegum fyrirtækisins. 27.8.2007 11:28
Settu aftur heimsmet í borun í aðrennslisgöngum Nýtt heimsmet í borun í göngum var sett í annað sinn á Kárahnjúkasvæðinu í síðustu viku. Eftir því sem fram kemur á vef Kárahnjúka var það áhöfnin á risabor 2 sem boraði rúma 115 metra í aðrennslisgöngum Jökulsárveitu á einum sólarhring. 27.8.2007 10:50