Innlent

Vinni tillögur til að efla félagslegan þátt húsnæðislánakerfisins

MYND/Pjetur

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að móta tillögur sem miða að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn, og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum.

Eftir því sem segir á vef félagsmálaráðuneytisins á nefndin meðal annars að tryggja aðgengi að lánsfé fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn, íbúa á landsbyggðinni og lágtekjufólk.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir verður formaður nefndarinnar sem ætlað er að skila félagsmálaráðherra áliti sínu og tillögum fyrir 1. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×