Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna Menningarnætur Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir hafa töluverðan viðbúnað vegna Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Lögregla mun taka sérstaklega hart á unglingadrykkju. 17.8.2007 12:35 Skjálftavirkni eykst við Upptyppinga á ný Skjálftavirkni hefur tekið sig upp á nýjan leik við Upptyppinga. Frekar rólegt hefur verið á svæðinu að undanförnu en um kvöldmatarleytið í fyrradag byrjaði ný hrina sem enn stendur yfir. 17.8.2007 12:31 Vandamál hversu margar stofnanir fari fram úr fjárheimildum Fjármálaráðherra segir það vandamál hvað margar stofnanir fari fram úr fjárheimildum, en þeim hafi þó fækkað á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýlegri skýrslu að framúrkeyrsla stofnana sé meira og minna látin óátalin. 17.8.2007 12:27 Mikil fjölgun umsókna skýrir meðal annars lengri biðlista Á annað þúsund börn á aldrinum 6-9 ára eru nú á biðlista hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur eftir vistun á frístundaheimili í vetur. Erfiðlega gengur að fá starfsfólk á heimilin og þá hefur umsóknum um vistun fjölgað mikið milli ára. 17.8.2007 12:20 Auðveldara að fá rokkstjörnu en smíðakennara í kennslu ."Við erum nánast með fullmannað í stöður hjá okkur og ástandið því nokkuð gott. Það sem okkur skortir eru tveir smíðakennarar. En í þessari þennslu sem er núna í byggingariðnaðinum er auðveldara að fá rokkstjörnu í heimsókn en smíðakennara í kennslu," segir Kristín Jónasdóttir grunnskólafulltrúi á Ísafirði 17.8.2007 12:16 Á slysadeild eftir bruna Tveir voru fluttir á slysadeild þegar heitavatnsleiðsla sprakk í gamla Morgunblaðshúsinu, sem nú hýsir Háskólann í Reykjavík, á ellefta tímanum í morgun. Mennirnir hlutu brunasár þegar þeir reyndu að stöðva heitavatnslekann. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu lak heitt vatn á 40 fermetra svæði í húsinu og urðu nokkrar skemmdir á innanstokksmunum. 17.8.2007 12:08 Óska eftir þyrluflugpalli í Hafnarfirði Norðurflug hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að fá að reisa þyrluflugpall í bænum með tilheyrandi aðstöðu. Norðurflug hefur nú þrjár þyrlur í rekstri og hyggst tvöfalda þann flugflota. 17.8.2007 11:30 Listmenntaskóli í húsnæði HR við Kringluna Stefnt er að því að stofna listmenntaskóla í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti þegar hann flytur í nýtt húsnæði í Vatnsmýri haustið 2010. 17.8.2007 11:04 Vínbúðir í viðbragsstöðu Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR, segir að forsvarsmenn ÁTVR hafi fundað með borgaryfirvöldum vegna hugmynda borgarráðs um að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hann segir að borgaryfirvöldum verði kynnt afstaða ÁTVR áður en hún verður upplýst í fjölmiðlum. 17.8.2007 11:03 Borgar Þór gefur ekki aftur kost á sér í formannsembætti SUS Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, mun ekki gefa kost á sér þegar kosið verður um formannsembætti sambandsins í næsta mánuði. Hann tilkynnti ákvörðun sína á fundi stjórnar SUS í gærkvöldi. 17.8.2007 10:26 Þrír Sýrlendingar og Líbani sækja um hæli Fjórar manneskjur leituðu í gærdag til lögreglunnar á Egilsstöðum og óskuðu eftir hæli hér á landi. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðisfirði, kom fólkið til landsins frá Noregi með Norrænu. Samkvæmt skilríkjum er um að ræða þrjá Sýrlendinga, móður með tvö börn, og einn Líbana sem er sambýlismaður hennar. 17.8.2007 10:20 Dýrara að byggja Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,86 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan er nú 375,2 stig. 17.8.2007 09:25 Aflaverðmæti eykst um sex milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um sex milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar á verðmæti sjávarafla frá ársbyrjun til loka maímánaðar. Verðmæti þorskafla jókst um 23 prósent frá fyrra ári. 17.8.2007 09:21 Hyggjast opna skrímslasetur á Bíldudal Félag áhugamanna um skrímslasetur á Bíldudal hefur fest kaup á gömlu Matvælaiðjunni í bænum undir setrið en ætlunin er að opna það á næsta ári. 17.8.2007 08:30 Skólabækurnar misdýrar eftir verslunum Í verðkönnum sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi í sjö bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag kom í ljós að mikill verðmunur er á milli verslana þegar kemur að námsbókum. Rúmlega 80 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði á nýjum bókum og munurinn var enn meiri þegar kemur að notuðum bókum, eða 111,1 prósent. 16.8.2007 20:35 Leikskólar í sókn Á fundi leikskólaráðs Reykjavíkurborgar í gær var ákveðið að greiða tímabundin viðbótarlaun til leikskólakennara til þess að bregðast við þeirri manneklu sem nú steðjar að leikskólum í höfuðborginni. En hvað þýðir þetta og er þetta nóg? 16.8.2007 20:22 Áskorunin hljóðar upp á óbreytt ástand Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir að áskorun sem samþykkt var á fjölmennum fundi í Salnum í gærkvöldi hafi komið sér afskaplega mikið á óvart. Að hans mati hljóðar áskorunin upp á að gera einfaldlega ekki neitt á svæðinu. Hann segir að samtökum um betri byggð á Kársnesi sé greinilega einnig sama um hvort hægt sé að halda störfum í bæjarfélaginu. Hún hljómar upp á að gera ekki neitt. 16.8.2007 20:02 Hiti í íbúum Kársness Mikill hiti var á fjölmennum íbúafundi í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi þar sem tekist var á um framtíðaruppbyggingu á Kársnesi. Bæjarstjórinn kallaði gagnrýnina nánast óvægna, en sagðist tilbúinn að skoða kröfur íbúanna. Þeir krefjast þess að upplýsingar sem bærinn afhendir varðandi skipulagið séu réttar og skora á bæinn að falla frá núverandi áformum. 16.8.2007 18:45 Eiginmaðurinn fluttur 214 km í burtu Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. 16.8.2007 18:45 Aðstöðuleysi og lágir launataxtar helstu skýringar biðlista Tryggingastofnun vísar því alfarið á bug að kjaradeila milli svæfingarlækna og stofnunarinnar valdi því að eitthundrað börn bíði eftir að komast í svæfingu vegna tannviðgerða. Svæfingarlæknir segir aðstöðuleysi og lága launataxta helstu skýringar á biðlistum. 16.8.2007 18:44 Erfitt að finna einn ábyrgan Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að erfitt geti reynst að finna einhvern einn sem bera eigi ábyrgð á Grímseyjarferjumálinu, en greinilega hafi margt farið úrskeiðis. Hann telur að heimild hafi verið í lögum fyrir öllum fjárveitingum til ferjunnar. 16.8.2007 18:30 Tugir milljóna í tónleika Forsvarsmenn Kaupþings segjast frekar vilja halda tónleika fyrir alla þjóðina en nota féð og umbuna viðskiptavinum sína til dæmis með lækkun þjónustugjalda. Ekki fæst uppgefið hve mikið fyrirhugaðir afmælistónleikar Kaupþings koma til með að kosta, en ljóst er að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. 16.8.2007 18:30 Dýrara að leggja einkabílnum en einkaþotunni Aðeins kostar um fimmtán til átján hundruð krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í þrjátíu klukkustundir. Ef aðeins er stoppað í sex tíma kostar ekkert að leggja á flugvellilnum. Bifreiðaeigendur þurfa hins vegar að greiða fyrir hverja mínútu sem þeir leggja bílum sínum í miðborginni. 16.8.2007 18:30 Biðlistum á BUGL vonandi eytt fljótlega Yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vonar búið verði að eyða biðlistum við deildina fyrir næsta vor, en stjórnvöld hafa ákveðið að veita hundrað og fimmtíu milljónum aukalega til deildarinnar. Hátt í tvöhundruð börn og unglingar eru á biðlista. 16.8.2007 18:30 Frestur til að gera athugasemdir við skipulag á Kársnesi framlengdur Frestur til að skila inn athugasemdum varðandi skipulag á hafnarsvæðinu á Kársnesi í Kópavogi hefur verið framlengdur til mánudagsins 3. september næstkomandi. Fresturinn átti upphaflega að renna út 21. ágúst næstkomandi en í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að bæjarráð hafi ákveðið að fara að tillögu Gunnars Birgissonar bæjarstjóra og framlengja frestinn. 16.8.2007 17:54 Sturla þvær hendur sínar í Grímseyjarferjumálinu Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, segist aldrei hafa gefið fyrirmæli sem leiddu til þess að kostnaður við Grímseyjarferju fór langt út fyrir áætlun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sturlu. Hann tekur undir yfirlýsingu samgönguráðuneytisins að líta verði á málið alvarlegum augum. 16.8.2007 17:01 Skiptar skoðanir um styttingu afgreiðslutíma veitingahúsa Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. 16.8.2007 16:15 Engan bjór í Austurstræti Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, vill samhent átak til að bæta ástandið í miðbænum. Hann er ánægður með fund borgaryfirvalda og lögreglunnar í morgun. Hann ætlar að funda með veitingahúsaeigendum í næstu viku. Björn Ingi vill að Vínbúðin í Austurstræti hætti að selja bjór í stykkjatali. Borgarstjóri tekur undir orð Björns Inga. 16.8.2007 16:03 Þrír greinst með berklasmit á árinu Þrír einstaklingar hafa greinst með berkla á íslandi það sem af er árinu. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sem nýlega voru gefin út á vef landlæknisembættisins. Í tveimur tilvikum þótti ástæða til að gangast fyrir allumfangsmikilli rannsókn til að rekja hugsanlegt smit. 16.8.2007 14:56 Íslenskir ráðherrar axla sjaldan ábyrgð Aðeins tvisvar frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur það gerst að íslenskur ráðherra hefur sagt af sér í kjölfar gagnrýni. Á sama tíma þykja smámál á borð við ógreidd afnotagjöld af sjónvarpi vera nægt tilefni til afsagnar ráðherra í nágrannaríkjum okkar. Stjórnmálafræðingur telur að ráðherraábyrgð í íslenskum lögum sé ekki nægjanlega skýr og lítil hefð sé fyrir því að menn segi af sér. 16.8.2007 14:37 Biðlistum á BUGL útrýmt Hundrað og fimmtíu milljónum króna verður varið á næstu átján mánuðum í að stórauka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kynnti áherslur sínar í geðheilbrigðismálum barna á blaðamannafundi á BUGL í dag. 16.8.2007 14:25 Gengishrunið kostaði neytendur 13 milljarða á einum mánuði 16.8.2007 13:32 Slökkviliðið kallað að Langholtsvegi Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Langholtsvegi klukkan níu í morgun vegna reyks í húsi þar. Þegar málið var rannsakað kom í ljós að reykinn lagði frá potti á eldavél og engin hætta var á ferðum. Nokkurn tíma tókst að reykræsta íbúðina en ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni. 16.8.2007 12:57 Anna Kristín formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs Umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára og verður Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra, formaður stjórnarinnar. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn verði formlega stofnaður snemma á næsta ári. 16.8.2007 12:44 Vonast eftir að viðræður hefjist í september Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í gær að breyta skipulagi í sveitarfélaginu þannig að olíuhreinsistöð geti risið í landi Hvestu í Arnarfirði. Viðræður milli aðstandenda stöðvarinnar og landeigenda eru þó ekki hafnar en bæjarstjórinn í Vestuggð vonar að ef allt gangi að óskum verði hægt að hefja byggingu stöðvarinnar næsta vor. 16.8.2007 12:08 Útgáfufjöldi vínveitingaleyfa og afgreiðslutími skemmtistaða endurskoðaðir Útgáfufjöldi vínveitingaleyfa og afgreiðslutími skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur verða endurskoðaðir á næstu vikum til að sporna gegn vandanum í miðbænum um helgar. Auk þess verður löggæsla að öllum líkindum hert og eftirlitsmyndavélum fjölgað. 16.8.2007 12:08 Verbúðarstemning á gamla varnarsvæðinu Fyrstu íbúarnir fluttu inn í námsmannaíbúðir á Keflavíkurflugvelli í gær. Strax í haust verður um 700 manna bæjarfélag komið í fulla starfsemi og er stefnt að því að íbúafjöldi tvöfaldist á næsta ári. Um 300 íbúðum var úthlutað í gamla varnarsvæðinu og var eftirspurnin mikil. Um helmingur íbúa sótti lyklana sína á skrifstofu Keilis í gær. 16.8.2007 12:02 Bæjarstjóri segir gagnrýni Kársnesbúa óvægna Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. 16.8.2007 11:42 Best rekna ríkisstofnunin stolt af árangrinum 16.8.2007 11:38 Vaxtastefna Seðlabankans vanmáttugt tæki Nauðsynlegt er að endurskoða verðbólgumarkmið Seðlabankans að mati Samtaka atvinnulífsins. Samtökin hafa nú sent forsætisráðherra bréf þar sem þau ítreka áhyggjur sínar af afleiðingum peningamálastefnu Seðlabankans. Telja þau ljóst að aðgerðir bankans hingað til hafi haft skaðleg áhrif á atvinnulífið og þjóðarbúið í heild. 16.8.2007 11:36 Tjón þegar vatnsleiðsla sprakk Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að húsi við Faxabraut í Keflavík þegar vatnsleiðsla sprakk þar fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar rifnaði malbik upp á stórum kafla í götunni og mikið vatn flæddi. Svo virðist sem að minnsta kosti eitt hús hafi orðið fyrir talsverðum skemmdum. Lögreglan segir að enn sé unnið að því að bjarga verðmætum frá vatnstjóni. 16.8.2007 11:35 Höfuðstöðvar Kaupþings áfram á Íslandi Þrátt fyrir að aðeins 15 prósent af starfsemi Kaupþings fari fram hér á landi ætlar bankinn ekki að flytja höfuðstöðvar sínar segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans. Hans segir mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hér sé öflug fjármálastarfssemi. 16.8.2007 11:25 Teknir með dóp við Skaftahlíð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn við Skaftahlíð í morgun og eru þeir grunaðir um að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna og að hafa haft fíkniefni undir höndum. Lögreglan segir að rannsókn málsins sé á byrjunarstigi og vildi ekki gefa upplýsingar um framgang þess. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu. 16.8.2007 11:22 Tryggingafélögin hagnast um tæpa 20 milljarða króna Samanlagður hagnaður tryggingafélaganna eftir skatt nam 19,5 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 700 milljónir króna milli ára. Langstærsti hluti hagnaðarins stafar af fjármálarekstri en þá batnaði afkoma af skaðatryggingarekstri meðal annar vegna hækkun iðgjalda. Rekstur lögboðinna ökutækjatrygginga skilaði hagnaði upp á einn milljarð króna. 16.8.2007 10:40 Ráðuneyti telja ómögulegt að refsa ríkisforstjórum Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári kemur fram að viðmælendur Ríkisendurskoðunnar í einstökum ráðuneytum hafi borið því við að réttarstaða starfsmanna ríkisins sé það sterk að í reynd sé nær ógjörningur að ná fram áminningu fari viðkomandi stofnun framúr fjárlögum. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir að þótt ferlið sé flókið og erfitt muni nefndin leggja aukinn þunga á að áminningar verði veittar ef ástæða er til. 16.8.2007 10:17 Sjá næstu 50 fréttir
Mikill viðbúnaður vegna Menningarnætur Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir hafa töluverðan viðbúnað vegna Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Lögregla mun taka sérstaklega hart á unglingadrykkju. 17.8.2007 12:35
Skjálftavirkni eykst við Upptyppinga á ný Skjálftavirkni hefur tekið sig upp á nýjan leik við Upptyppinga. Frekar rólegt hefur verið á svæðinu að undanförnu en um kvöldmatarleytið í fyrradag byrjaði ný hrina sem enn stendur yfir. 17.8.2007 12:31
Vandamál hversu margar stofnanir fari fram úr fjárheimildum Fjármálaráðherra segir það vandamál hvað margar stofnanir fari fram úr fjárheimildum, en þeim hafi þó fækkað á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýlegri skýrslu að framúrkeyrsla stofnana sé meira og minna látin óátalin. 17.8.2007 12:27
Mikil fjölgun umsókna skýrir meðal annars lengri biðlista Á annað þúsund börn á aldrinum 6-9 ára eru nú á biðlista hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur eftir vistun á frístundaheimili í vetur. Erfiðlega gengur að fá starfsfólk á heimilin og þá hefur umsóknum um vistun fjölgað mikið milli ára. 17.8.2007 12:20
Auðveldara að fá rokkstjörnu en smíðakennara í kennslu ."Við erum nánast með fullmannað í stöður hjá okkur og ástandið því nokkuð gott. Það sem okkur skortir eru tveir smíðakennarar. En í þessari þennslu sem er núna í byggingariðnaðinum er auðveldara að fá rokkstjörnu í heimsókn en smíðakennara í kennslu," segir Kristín Jónasdóttir grunnskólafulltrúi á Ísafirði 17.8.2007 12:16
Á slysadeild eftir bruna Tveir voru fluttir á slysadeild þegar heitavatnsleiðsla sprakk í gamla Morgunblaðshúsinu, sem nú hýsir Háskólann í Reykjavík, á ellefta tímanum í morgun. Mennirnir hlutu brunasár þegar þeir reyndu að stöðva heitavatnslekann. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu lak heitt vatn á 40 fermetra svæði í húsinu og urðu nokkrar skemmdir á innanstokksmunum. 17.8.2007 12:08
Óska eftir þyrluflugpalli í Hafnarfirði Norðurflug hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að fá að reisa þyrluflugpall í bænum með tilheyrandi aðstöðu. Norðurflug hefur nú þrjár þyrlur í rekstri og hyggst tvöfalda þann flugflota. 17.8.2007 11:30
Listmenntaskóli í húsnæði HR við Kringluna Stefnt er að því að stofna listmenntaskóla í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti þegar hann flytur í nýtt húsnæði í Vatnsmýri haustið 2010. 17.8.2007 11:04
Vínbúðir í viðbragsstöðu Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR, segir að forsvarsmenn ÁTVR hafi fundað með borgaryfirvöldum vegna hugmynda borgarráðs um að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hann segir að borgaryfirvöldum verði kynnt afstaða ÁTVR áður en hún verður upplýst í fjölmiðlum. 17.8.2007 11:03
Borgar Þór gefur ekki aftur kost á sér í formannsembætti SUS Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, mun ekki gefa kost á sér þegar kosið verður um formannsembætti sambandsins í næsta mánuði. Hann tilkynnti ákvörðun sína á fundi stjórnar SUS í gærkvöldi. 17.8.2007 10:26
Þrír Sýrlendingar og Líbani sækja um hæli Fjórar manneskjur leituðu í gærdag til lögreglunnar á Egilsstöðum og óskuðu eftir hæli hér á landi. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðisfirði, kom fólkið til landsins frá Noregi með Norrænu. Samkvæmt skilríkjum er um að ræða þrjá Sýrlendinga, móður með tvö börn, og einn Líbana sem er sambýlismaður hennar. 17.8.2007 10:20
Dýrara að byggja Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,86 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan er nú 375,2 stig. 17.8.2007 09:25
Aflaverðmæti eykst um sex milljarða Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um sex milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar á verðmæti sjávarafla frá ársbyrjun til loka maímánaðar. Verðmæti þorskafla jókst um 23 prósent frá fyrra ári. 17.8.2007 09:21
Hyggjast opna skrímslasetur á Bíldudal Félag áhugamanna um skrímslasetur á Bíldudal hefur fest kaup á gömlu Matvælaiðjunni í bænum undir setrið en ætlunin er að opna það á næsta ári. 17.8.2007 08:30
Skólabækurnar misdýrar eftir verslunum Í verðkönnum sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi í sjö bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag kom í ljós að mikill verðmunur er á milli verslana þegar kemur að námsbókum. Rúmlega 80 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði á nýjum bókum og munurinn var enn meiri þegar kemur að notuðum bókum, eða 111,1 prósent. 16.8.2007 20:35
Leikskólar í sókn Á fundi leikskólaráðs Reykjavíkurborgar í gær var ákveðið að greiða tímabundin viðbótarlaun til leikskólakennara til þess að bregðast við þeirri manneklu sem nú steðjar að leikskólum í höfuðborginni. En hvað þýðir þetta og er þetta nóg? 16.8.2007 20:22
Áskorunin hljóðar upp á óbreytt ástand Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi segir að áskorun sem samþykkt var á fjölmennum fundi í Salnum í gærkvöldi hafi komið sér afskaplega mikið á óvart. Að hans mati hljóðar áskorunin upp á að gera einfaldlega ekki neitt á svæðinu. Hann segir að samtökum um betri byggð á Kársnesi sé greinilega einnig sama um hvort hægt sé að halda störfum í bæjarfélaginu. Hún hljómar upp á að gera ekki neitt. 16.8.2007 20:02
Hiti í íbúum Kársness Mikill hiti var á fjölmennum íbúafundi í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi þar sem tekist var á um framtíðaruppbyggingu á Kársnesi. Bæjarstjórinn kallaði gagnrýnina nánast óvægna, en sagðist tilbúinn að skoða kröfur íbúanna. Þeir krefjast þess að upplýsingar sem bærinn afhendir varðandi skipulagið séu réttar og skora á bæinn að falla frá núverandi áformum. 16.8.2007 18:45
Eiginmaðurinn fluttur 214 km í burtu Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. 16.8.2007 18:45
Aðstöðuleysi og lágir launataxtar helstu skýringar biðlista Tryggingastofnun vísar því alfarið á bug að kjaradeila milli svæfingarlækna og stofnunarinnar valdi því að eitthundrað börn bíði eftir að komast í svæfingu vegna tannviðgerða. Svæfingarlæknir segir aðstöðuleysi og lága launataxta helstu skýringar á biðlistum. 16.8.2007 18:44
Erfitt að finna einn ábyrgan Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að erfitt geti reynst að finna einhvern einn sem bera eigi ábyrgð á Grímseyjarferjumálinu, en greinilega hafi margt farið úrskeiðis. Hann telur að heimild hafi verið í lögum fyrir öllum fjárveitingum til ferjunnar. 16.8.2007 18:30
Tugir milljóna í tónleika Forsvarsmenn Kaupþings segjast frekar vilja halda tónleika fyrir alla þjóðina en nota féð og umbuna viðskiptavinum sína til dæmis með lækkun þjónustugjalda. Ekki fæst uppgefið hve mikið fyrirhugaðir afmælistónleikar Kaupþings koma til með að kosta, en ljóst er að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. 16.8.2007 18:30
Dýrara að leggja einkabílnum en einkaþotunni Aðeins kostar um fimmtán til átján hundruð krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í þrjátíu klukkustundir. Ef aðeins er stoppað í sex tíma kostar ekkert að leggja á flugvellilnum. Bifreiðaeigendur þurfa hins vegar að greiða fyrir hverja mínútu sem þeir leggja bílum sínum í miðborginni. 16.8.2007 18:30
Biðlistum á BUGL vonandi eytt fljótlega Yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vonar búið verði að eyða biðlistum við deildina fyrir næsta vor, en stjórnvöld hafa ákveðið að veita hundrað og fimmtíu milljónum aukalega til deildarinnar. Hátt í tvöhundruð börn og unglingar eru á biðlista. 16.8.2007 18:30
Frestur til að gera athugasemdir við skipulag á Kársnesi framlengdur Frestur til að skila inn athugasemdum varðandi skipulag á hafnarsvæðinu á Kársnesi í Kópavogi hefur verið framlengdur til mánudagsins 3. september næstkomandi. Fresturinn átti upphaflega að renna út 21. ágúst næstkomandi en í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að bæjarráð hafi ákveðið að fara að tillögu Gunnars Birgissonar bæjarstjóra og framlengja frestinn. 16.8.2007 17:54
Sturla þvær hendur sínar í Grímseyjarferjumálinu Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, segist aldrei hafa gefið fyrirmæli sem leiddu til þess að kostnaður við Grímseyjarferju fór langt út fyrir áætlun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sturlu. Hann tekur undir yfirlýsingu samgönguráðuneytisins að líta verði á málið alvarlegum augum. 16.8.2007 17:01
Skiptar skoðanir um styttingu afgreiðslutíma veitingahúsa Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. 16.8.2007 16:15
Engan bjór í Austurstræti Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, vill samhent átak til að bæta ástandið í miðbænum. Hann er ánægður með fund borgaryfirvalda og lögreglunnar í morgun. Hann ætlar að funda með veitingahúsaeigendum í næstu viku. Björn Ingi vill að Vínbúðin í Austurstræti hætti að selja bjór í stykkjatali. Borgarstjóri tekur undir orð Björns Inga. 16.8.2007 16:03
Þrír greinst með berklasmit á árinu Þrír einstaklingar hafa greinst með berkla á íslandi það sem af er árinu. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sem nýlega voru gefin út á vef landlæknisembættisins. Í tveimur tilvikum þótti ástæða til að gangast fyrir allumfangsmikilli rannsókn til að rekja hugsanlegt smit. 16.8.2007 14:56
Íslenskir ráðherrar axla sjaldan ábyrgð Aðeins tvisvar frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur það gerst að íslenskur ráðherra hefur sagt af sér í kjölfar gagnrýni. Á sama tíma þykja smámál á borð við ógreidd afnotagjöld af sjónvarpi vera nægt tilefni til afsagnar ráðherra í nágrannaríkjum okkar. Stjórnmálafræðingur telur að ráðherraábyrgð í íslenskum lögum sé ekki nægjanlega skýr og lítil hefð sé fyrir því að menn segi af sér. 16.8.2007 14:37
Biðlistum á BUGL útrýmt Hundrað og fimmtíu milljónum króna verður varið á næstu átján mánuðum í að stórauka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kynnti áherslur sínar í geðheilbrigðismálum barna á blaðamannafundi á BUGL í dag. 16.8.2007 14:25
Slökkviliðið kallað að Langholtsvegi Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Langholtsvegi klukkan níu í morgun vegna reyks í húsi þar. Þegar málið var rannsakað kom í ljós að reykinn lagði frá potti á eldavél og engin hætta var á ferðum. Nokkurn tíma tókst að reykræsta íbúðina en ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni. 16.8.2007 12:57
Anna Kristín formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs Umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára og verður Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra, formaður stjórnarinnar. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn verði formlega stofnaður snemma á næsta ári. 16.8.2007 12:44
Vonast eftir að viðræður hefjist í september Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í gær að breyta skipulagi í sveitarfélaginu þannig að olíuhreinsistöð geti risið í landi Hvestu í Arnarfirði. Viðræður milli aðstandenda stöðvarinnar og landeigenda eru þó ekki hafnar en bæjarstjórinn í Vestuggð vonar að ef allt gangi að óskum verði hægt að hefja byggingu stöðvarinnar næsta vor. 16.8.2007 12:08
Útgáfufjöldi vínveitingaleyfa og afgreiðslutími skemmtistaða endurskoðaðir Útgáfufjöldi vínveitingaleyfa og afgreiðslutími skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur verða endurskoðaðir á næstu vikum til að sporna gegn vandanum í miðbænum um helgar. Auk þess verður löggæsla að öllum líkindum hert og eftirlitsmyndavélum fjölgað. 16.8.2007 12:08
Verbúðarstemning á gamla varnarsvæðinu Fyrstu íbúarnir fluttu inn í námsmannaíbúðir á Keflavíkurflugvelli í gær. Strax í haust verður um 700 manna bæjarfélag komið í fulla starfsemi og er stefnt að því að íbúafjöldi tvöfaldist á næsta ári. Um 300 íbúðum var úthlutað í gamla varnarsvæðinu og var eftirspurnin mikil. Um helmingur íbúa sótti lyklana sína á skrifstofu Keilis í gær. 16.8.2007 12:02
Bæjarstjóri segir gagnrýni Kársnesbúa óvægna Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. 16.8.2007 11:42
Vaxtastefna Seðlabankans vanmáttugt tæki Nauðsynlegt er að endurskoða verðbólgumarkmið Seðlabankans að mati Samtaka atvinnulífsins. Samtökin hafa nú sent forsætisráðherra bréf þar sem þau ítreka áhyggjur sínar af afleiðingum peningamálastefnu Seðlabankans. Telja þau ljóst að aðgerðir bankans hingað til hafi haft skaðleg áhrif á atvinnulífið og þjóðarbúið í heild. 16.8.2007 11:36
Tjón þegar vatnsleiðsla sprakk Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að húsi við Faxabraut í Keflavík þegar vatnsleiðsla sprakk þar fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar rifnaði malbik upp á stórum kafla í götunni og mikið vatn flæddi. Svo virðist sem að minnsta kosti eitt hús hafi orðið fyrir talsverðum skemmdum. Lögreglan segir að enn sé unnið að því að bjarga verðmætum frá vatnstjóni. 16.8.2007 11:35
Höfuðstöðvar Kaupþings áfram á Íslandi Þrátt fyrir að aðeins 15 prósent af starfsemi Kaupþings fari fram hér á landi ætlar bankinn ekki að flytja höfuðstöðvar sínar segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans. Hans segir mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hér sé öflug fjármálastarfssemi. 16.8.2007 11:25
Teknir með dóp við Skaftahlíð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn við Skaftahlíð í morgun og eru þeir grunaðir um að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna og að hafa haft fíkniefni undir höndum. Lögreglan segir að rannsókn málsins sé á byrjunarstigi og vildi ekki gefa upplýsingar um framgang þess. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu. 16.8.2007 11:22
Tryggingafélögin hagnast um tæpa 20 milljarða króna Samanlagður hagnaður tryggingafélaganna eftir skatt nam 19,5 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 700 milljónir króna milli ára. Langstærsti hluti hagnaðarins stafar af fjármálarekstri en þá batnaði afkoma af skaðatryggingarekstri meðal annar vegna hækkun iðgjalda. Rekstur lögboðinna ökutækjatrygginga skilaði hagnaði upp á einn milljarð króna. 16.8.2007 10:40
Ráðuneyti telja ómögulegt að refsa ríkisforstjórum Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári kemur fram að viðmælendur Ríkisendurskoðunnar í einstökum ráðuneytum hafi borið því við að réttarstaða starfsmanna ríkisins sé það sterk að í reynd sé nær ógjörningur að ná fram áminningu fari viðkomandi stofnun framúr fjárlögum. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir að þótt ferlið sé flókið og erfitt muni nefndin leggja aukinn þunga á að áminningar verði veittar ef ástæða er til. 16.8.2007 10:17