Innlent

Bílvelta í Eyjafirði

Bíll valt við Hólshús frammi í Eyjafirði um fjögur leytið í nótt. Ökumaður náði ekki að beygja inn á Eyjafjarðarbraut og fór bíllinn fór út af veginum og fór nokkrar veltur. Tveir voru í bílnum og slasaðist annar talsvert. Báðir mennirnir voru í beltum. Bíllinn er talinn ónýtur.

Einn ölvunarakstur var í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og sömu sögu er að segja af Selfossi þar sem einn var handtekinn ölvaður undir stýri.

Þar í bæ var kveikt í bílhræjum á gámasvæðinu í gærkvöldi og logaði glatt í nokkrum þeirra þegar slökkvilið var hvatt til.

Lögreglan fann sökudólgana þar sem þeir höfðu hlaupið í felur inn í húsagarð, en fjórir unglingar voru handteknir. Tveir aðrir tengdust einnig málinu og voru þeir kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu ásamt foreldrum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×