Erfitt að finna einn ábyrgan 16. ágúst 2007 18:30 Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að erfitt geti reynst að finna einhvern einn sem bera eigi ábyrgð á Grímseyjarferjumálinu, en greinilega hafi margt farið úrskeiðis. Hann telur að heimild hafi verið í lögum fyrir öllum fjárveitingum til ferjunnar. Saga kaupa og endurnýjunar á nýrri ferju til siglinga milli Grímseyjar og lands er ein sorgarsaga. Þegar auglýst var eftir notaðri ferju reyndist áhugi ferjueigenda lítill en á endanum var ákveðið að kaupa notaða ferju frá Írlandi sem átti að kosta 150 milljónir króna eftir breytingar. Ferjan hefur hins vegar reynst hátt í um 200 prósentum dýrari eftir miklar breytingar á þremur árum. Í yfirlýsingu frá samgönguráðuneytinu í gær segir að ljóst sé að orðið hafi ákveðið brot á skýrum verklagsreglum ráðuneytisins sem kveði á um að gera skuli vandaða verkefnaáætlun sem innihaldi m.a. verklýsingu og tíma- og kostnaðaráætlun. Jafnframt beri verkefnisstjóra að upplýsa ráðuneytisstjóra um gang mála og fá samþykki fyrir verkefnaáætlun. Fjármálaráðherra segir ljóst að margt hafi farið úrskeiðis í málinu sem þurfi að skoða og tryggja að komi ekki fyrir aftur. Það hafi bæði verið fjárheimildir til að kaupa skipið og til að ráðast í endurbyggingu þess, annars vegar í fjárlögum og hins vegar í heimild samgönguyfirvalda til að nýta ónýtta fjármuni frá öðrum verkefnum, þar sem heimild hafi verið fyrir verkefninu sjálfu. Þá segir ráðherra að skoða verði sérstaklega hvort breyta beri eftirliti með framkvæmd eins og þessari þannig að fjármunir hins opinbera nýtist sem best. Fjármálaráðherra segir það ekki gott mál ef ekki hafi verið farið eftir reglum í samgönguráðuneytinu, en þá sé ekki við reglurnar að sakast. En ef hins vegar séu gallar á reglunum sé sjálfsagt að breyta þeim. Mest um vert sé að læra af reynslunni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að erfitt geti reynst að finna einhvern einn sem bera eigi ábyrgð á Grímseyjarferjumálinu, en greinilega hafi margt farið úrskeiðis. Hann telur að heimild hafi verið í lögum fyrir öllum fjárveitingum til ferjunnar. Saga kaupa og endurnýjunar á nýrri ferju til siglinga milli Grímseyjar og lands er ein sorgarsaga. Þegar auglýst var eftir notaðri ferju reyndist áhugi ferjueigenda lítill en á endanum var ákveðið að kaupa notaða ferju frá Írlandi sem átti að kosta 150 milljónir króna eftir breytingar. Ferjan hefur hins vegar reynst hátt í um 200 prósentum dýrari eftir miklar breytingar á þremur árum. Í yfirlýsingu frá samgönguráðuneytinu í gær segir að ljóst sé að orðið hafi ákveðið brot á skýrum verklagsreglum ráðuneytisins sem kveði á um að gera skuli vandaða verkefnaáætlun sem innihaldi m.a. verklýsingu og tíma- og kostnaðaráætlun. Jafnframt beri verkefnisstjóra að upplýsa ráðuneytisstjóra um gang mála og fá samþykki fyrir verkefnaáætlun. Fjármálaráðherra segir ljóst að margt hafi farið úrskeiðis í málinu sem þurfi að skoða og tryggja að komi ekki fyrir aftur. Það hafi bæði verið fjárheimildir til að kaupa skipið og til að ráðast í endurbyggingu þess, annars vegar í fjárlögum og hins vegar í heimild samgönguyfirvalda til að nýta ónýtta fjármuni frá öðrum verkefnum, þar sem heimild hafi verið fyrir verkefninu sjálfu. Þá segir ráðherra að skoða verði sérstaklega hvort breyta beri eftirliti með framkvæmd eins og þessari þannig að fjármunir hins opinbera nýtist sem best. Fjármálaráðherra segir það ekki gott mál ef ekki hafi verið farið eftir reglum í samgönguráðuneytinu, en þá sé ekki við reglurnar að sakast. En ef hins vegar séu gallar á reglunum sé sjálfsagt að breyta þeim. Mest um vert sé að læra af reynslunni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira