Innlent

Verbúðarstemning á gamla varnarsvæðinu

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Fyrstu íbúarnir fluttu inn í námsmannaíbúðir á Keflavíkurflugvelli í gær. Strax í haust verður um 700 manna bæjarfélag komið í fulla starfsemi og er stefnt að því að íbúafjöldi tvöfaldist á næsta ári.

Um 300 íbúðum var úthlutað í gamla varnarsvæðinu og var eftirspurnin mikil. Um helmingur íbúa sótti lyklana sína á skrifstofu Keilis á varnarsvæðinu í gær. Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir verbúðarstemningu hafa ríkt á svæðinu.

Leikskóli Hjallastefnunnar hefur starfsemi í fyrramálið og grunnskóli tekur til starfa í næstu viku. Öll þjónusta er að komast í fullan gang og samgöngur af svæðinu til höfuðborgarsvæðisins verða öflugar og innifaldar í leiguverði.

Runólfur segir markmiðið að fjölga íbúum um áramótin og næsta sumar næsta sumar verði íbúar orðnir fimmtán hundruð talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×